Leita í fréttum mbl.is

Og Ragnheiður Elín finnst baráttan síðasta árs kraftlaus!

Held að þingmenn ættu nú kannski að muna að ríkisstjórnir Íslands eru búin að fara með þetta mál í gegn um öll þau alþjóðasamtöksem við eigum aðild að. Fyrir öll lönd ESB, Nató, Norðurlandaráð og fleira og fleira. Það er bara þannig að okkar málstaður nýtur ekki samúðar þar sem að öll önnur lönd telja að okkur beri að borga þessa skuld. En í ljósi stöðu okkar hefur okkur verið boðið af Hollendingum og Bretum að taka þetta sem lán sem við borgum á næstu 15 árum. Á meðan að almennt séð hefðum við átt að greiða þessa tryggingar beint til innistæðueigenda. Það eru Bretar og Hollendingar búnir að gera fyrir okkar hönd eftir samkomulag við okkur. Og nú er okkar að greiða þetta til baka eftir samningum sem gera það að verkum að greiðslubirgði okkar verður haldið innan ákveðinna marka.

Ragnheiður ætti kannski að átta sig á að embættismenn og samninganefndir okkar hafa verið í stöðugum samskiptum við viðsemjendur sem og að sendiherra okkar hefur t.d. fundað með Breskum þingmönnum þannig að allir eru meðvitaðir um stöðu okkar.

Og eins ætti Ragnheiður að vita að í alþjóðlegu samhengi erum við langt frá því að vera fátæk þjóð. VIð erum en með ríkustu þjóðum heims.


mbl.is Undarlega lítill kraftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Maggi léttur!! Mjög gott og fínt innlegg....gleðileg jól.

Einhver Ágúst, 23.12.2009 kl. 11:13

2 identicon

Höfum ekki farið dómstólaleiðina.

það er leiðin sem 70% þjóðarinnar vill fara !

afb (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 11:36

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús okkur var ekki boðið neitt..... Bretar og Hollendingar sendu reikning, sem þeir buðu svo að lána fyrir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.12.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi ykku snillingar á að lesa fréttina um lánshæfismat landsins. Eins og þið vitið þýðir lánshæfismat hversu líklegt að landið standi undir lánum og ræður því hversu hátt skuldatrygginarálag er á lán til okkar. Og hvað haldið þið að það kosti. Hér m.a. sjáið þið hvað veldur því að lán sem við tökum næstu ár verða með miklu hærri vöxtum ef við göngum ekki frá Icesave. Sennilega hærri vextir en við erum að borga af Icesave og það veldur því að líkur eru á að ekkert verði því framkvæmt hér:

"Ákvörðunin sem að ofan greinir gefur til kynna áframhaldandi hættu á lækkun lánshæfismatsins. Hún endurspeglar fyrst og fremst það mat Fitch að hægt hefur gengið hjá stjórnvöldum að koma fjármálasamskiptum við umheiminn í eðlilegt horf. Mikilvægur þáttur í þessu samhengi er lausn „Icesave“-málsins, þ.e. tvíhliða samninga við bresk og hollensk stjórnvöld um fjármögnun á endurgreiðslu til innstæðueigenda Icesave-reikninga."

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.12.2009 kl. 20:09

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Við gefum okkur að,við stjórn þessa lands taki þjóðhollir menn,lausir við pólitískt hatur. Þeir munu kunna lagið á samningagerð,án undirgefni,kunna að vitna í reglugerðir,fela ekkert,engu ljúga.   Þeir eru handan við hornið.     Okkar málsstaður þarfnast ekki samúðar,hann þarfnast sanngirnis. Við sem mótmælum Icesave,erum að vinna á hvað það varðar.       Jæja það eru að koma jól,óska þér gleðilegra jóla!

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2009 kl. 12:20

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Maggi elskar Jóhönnu, og Jóhanna elskar Magga. Talalala....

Annars hverning er að vera með hofuðið ofani sandinum, Maggi?

Sigurður Þorsteinsson, 24.12.2009 kl. 13:22

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú ansi sanngjarnt að við þurfum ekki að greiða þetta nú strax í einni greiðslu eða allar innistæður eins og fyrst var farið fram á. Bendi þér líka á að Bæði framsókn og sjálfstæðismenn eru búnir að kosta okkur milljarða eða milljarðatugi með því að draga okkur niður í lánshæfi. Þannig að öll lán sem við tökum næstu árinn verða miklu dýrari bæði fyrir ríki og fyrirtæki þar sem við þurfum að greiða miklu hærri vexti því að lánshæfismat okkar er svo lágt og fer lækkanidi. M..a vegna þess að við höfum þráast við að ganga frá Icesave.

Og gleðileg jól sömuleiðis. Vildi gjarnan að Mogginn og sjálfstæðisþingmenn hefðu látið vera að flytja svona fréttir í dag og í gær. Óþarfi að vera skapa úlúð um Jólin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.12.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband