Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur þetta verður að bæta hjá ykkur!

Miðað við hvað eru margir menn ráðnir til ríkisvaldsins sem upplýsingafulltrúar, finnst mér með afbrigðum hvað upplýsingamál stjórnvalda eru út á þekju. Þessir mætu menn sem vinna þarna með stjórnvöldum hljóta að vita að betra er að fá þjóðina með sér í verkin ef að fólk er rétt upplýst.

Þannig er með afbrigðum að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu virkjað ríkisfjölmiðla til að miðla upplýsingum markvisst til þjóðarinnar á máli sem fólk skilur.  Hér t.d. er stórhluti þjóðarinnar sem skilur Icesave sem við séum að borga allar innistæður á Icesave.

Hér eru upplýsingar svo óljósar að fólk þarf að ráðast í rannsóknarvinnu til að skilja mál sem verið er að vinna að. Og því eru túlkanir á alla kanta ráðandi.

Síðan eru að leka svona út bæði heppilegar og óheppilegar fréttir eins og koma fram í þessari frétt þar sem lögmannastofa vitnar í gögn sem eru bundin trúnaði. Af hverju eru þau það. Það þarf að fara yfir listann og skýra af hverju trúnaður er á hverju þessara skjala. Þangað til virkar þetta þannig að þjóðin verður alltaf tortryggin.

Eins væri það væntanlega á verksviði þessara upplýsingafulltrúa að skýra stefnu stjórnvalda á mannamáli þannig að fólk viti að hverju það gengur næstu árin. Fólk veit að hér verður erfitt en það verður að fá að vita hver eru markmið stjórnvalda, hvernig á að ná þeim og hversu lengi við verðum að því. Þannig að fólk viti hvenær og hvaða þrep kemur næst.

 Það hefði þvi verið tilvalið að hafa þátt kannski 2x í viku þar sem að þessar upplýsingar væru settar fram skiljanlegar og myndrænt. Atriði eins og skuldastaða, greiðslubirgði, samskipti við aðrar þjóðir, aðgerðir varðandi stöðu heimila og fyrirtækja og fleira. Næstu skref bæði til skamms tíma og lengir.

Það er ófært að reiða sig á þá fjölmiðla sem nú skiptast í fylkingar og helsta markmið er að matreiða fréttir þannig að þær selji sem mest og skapi æsing.

Ef það á að fá þjóðina með í þessa endurreisn þá verður að tala við hana svo hún skilji hvað er verið að gera.


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þjóðin skilur þetta mál ágætlega þó niðurstaða mikils meirihluta hennar sé þér ekki að skapi. En ég er ekki hissa á að þig langi í Evrópusambandsríkið, á meðal ráðamanna þess er einmitt ríkjandi þessi hugsunarháttur að ef almenningur er ekki sammála stjórnvöldum þá er hann illa upplýstur. Það er aldrei litið svo á að möguleiki sé að þeir hafi rangt fyrir sér.

Hjörtur J. Guðmundsson, 24.12.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Magnús,

ég hef reynt mikið að koma upplýsingum til ríkisfjölmiðlanna og oftast án árangurs. Hef fundið fyrir litlum áhuga, því ég hef haft upplýsingar sem gagnast ekki núverandi stjórnvöldum. Hef upplifað fjölmiðla mjög hliðholla stjórnvöldum, Icesave og ESB. Sérkennilegt að þú kvartar yfir einum fjölmiðli á landinu sem er ekki sammála þér og þínum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.12.2009 kl. 23:33

3 identicon

Spegillinn hefur nú verið eins og fréttamiðlun ríkisstjórnarinnar síðan í fyrravetur. Á tímabili kveikti maður varla á útvarpi án þess að heyra Indriða Þorláksson leggja línurnar í Icesave málinu og varla líður þáttur hjá þeim án þess þeim takist að tala máli stjórnarinnar á einhvern hátt.

Ég held að þjóðin sé bara skarpari en þú heldur, því hún hefur enn ekki látið blekkjast, þrátt fyrir endalausan spuna stjórnarliða með aðstoð RÚV.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hjörtur ég geri ráð fyrir að þú byggir þína afstöðu á því að skoða málin nánar. Ég hef reynt að gera það en aftur veit ég að flestir þeir taka afstöðu eftir því sem þeim finnst hljóma best. Og það er ekki alltaf möguleg lausn. Ég ítreka að ég ekki endileg að tala um ESB! Ég er að tala um t.d. skuldir heimila og af hverju stjórnvöld fara þessa leið en ekki aðrar. Þetta mætti skýra miklu betur. Eins mætti skýra Icesave betur. Það mætti skýra skuldastöðu þjóðarinnar betur. Það eru t.d. margir sem maður hittir sem gera ekki greinar mun á brúttó og nettó skuldum. Eins ekki mun á þjóðarskuldum og skuldum hins opinbera. Það eru margir sem vita ekki stefnu ríkisstjórnar á næstu mánuðum og síðan árum. Þó er hægt að lesa hana út úr aðgerðum hennar og tali ráðamanna ef maður nennir að setja þetta saman.

Fólk vill fá þetta efni samantekið á mannamáli svo allir skilji hvað er verið að tala um. Þeir bloggarar sem eru heitastir í umræðunni bæði tala líka orðið svona tækni mál sem fólk almennt skilur ekki og eins þá færa þeir oft í stílinn til að fylgja sinni skoðun eftir og fara þá frjálslega með staðreyndir eða vitna í vafasamar heimildir.

Við sjáum það t.d. í bloggi við fréttir hér á mbl.is þar sem menn af andstæðum fylkingum finna eitthvað í fréttinni sem styður báða málstaði.

Og með ESB af hverju er umræðunni t.d. ekki komið í farveg t.d. með því að leyfa hvorum hópnum fyrir sig að vinna efni t.d. í klst þátt sem stjórnvarpið mundi framleiða?

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.12.2009 kl. 23:55

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sjónvarpið er eingöngu í að flytja heimatrúboð, oftast lygaþvælu fyrir EB-sinna.

Sigurður Þórðarson, 25.12.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband