Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Björólfur Thor er klár

Fór eftir Kastljós í kvöld að velta fyrir mér af hverju að ég mundi ekki eftir Björgólfi Thor á lista yfir hæstu skattgreiðendur. Því þarna var hann m.a. að tala um að hann hefði hagnast gríðarlega á sölu Búlgarska símanum. Þannig ég reiknaði með að hann hefði á síðasta ári haft líka gríðarlegar tekjur. EN viti menn hann var ekki að finna þar. Mig rámar í að hann greiði sína skatta erlendis. Klár karl:

Frétt af ruv.is

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, er skattakóngur Íslands. Hann greiðir rúmlega 400 miljónir króna í opinber gjöld. Þrír hæstu greiðendur opinberra gjalda hér á landi eru búsettir í umdæmi skattstjórans í Reykjavík.

 

Í umdæmi Skattstjórans í Reykjavík voru opinber gjöld ríflega 80 miljarðar. Hreiðar Már Sigurðsson trónir þar á toppnum með 400 miljónir. Hann greiddi í fyrra 110 miljónir króna og var þá í þriðja sæti yfir íslenska skattgreiðendur. Í öðru sæti er Hannes Smárason, forstjóri FL Group, með tæpar 377 miljónir og í þriðja sæti Ingunn Wernersdóttir fjárfestir með 288 miljónir. Þau þrjú eru einnig efst yfir landið allt. Langt bil er síðan í þann sem er í fjórða sæti, Eirík Kristján Guðnason, en hann greiðir 106 miljónir og í fimmta sæti er Guðmundur Ingi Jónsson með 88 miljónir.

En þó finnst manni skýringar hans á af hverju að við eigum að sleppa því að ganga í ESB en taka bara upp gjaldmiðil að eigin vali nokkuð ódýrar. Hann talar um að forðast reglugerðarfarganið í ESB. Og þegar hann skýrði það betur þá var það frelsi fyrirtækjanna. Og þegar menn segja svona þá hugsa ég alltaf "Já holur til að sleppa við að fara að almennum reglum" T.d. eins og færa allar eignir sínar eins lands vegna skatta þar. Stofna annað í öðru landi til að sleppa við að greiða söluskatt.

Ég er farinn að halda að á endanum greiði engin fyrirtæki hér skatt eða eigendur þeirra.


mbl.is Viðskiptablöð veita viðurkenningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólahugvekja Magga B

Ég er og hef verið síðustu áratugina. Og með því að fylgjast með um ræðu um trú þessa dag hef ég algjörlega samfærst um að leið mín og kristinnar trúar á ekki saman. Þetta á reyndar við um flest og í raun öll trúarbrögð sem ég þekki eða hef heyrt af.

Mér er það lífsins ómögulegt að skilja nokkur megin atriði í kristinni trú:

  1. Guð er almáttugur: Og hann skapaði heiminn og manninn í sinni mynd. Og hefur síðan með einni undantekningu horft upp á allar þær hörmungar sem hafa dunið yfir manninum. Jafnt trúuðum sem þeim sem trúa ekki á Guð. Hann sendi son sinn til jarðar til að boða manninum kærleik og taka á sig syndir manna. En mér finnst það lélegur árangur því að heimurinn hefur andskotans ekkert batnað síðan að Jesús var og hét.
  2. Allar þær túlkanir sem hafa verið á því hvað Guð og Jesú eiga að hafa sagt og meint. Þannig byggjum við hér á landi á túlkunum Lúters frá því á 15 öld. Kaþólikkar byggja á trú sem hefur í veigamiklum atriðum breyst á síðustu öldum.
  3. Fjöldi kirkjudeilda hver með sína skýringu á biblíunni.
  4. Gamlatextamennið sem flestir sagnfræðingar eru sammála um að séu að stórumhluta saman safn flökku - og þjóðsagna sem er raðað saman til að mynda eina heild.
  5. Furðulegt hversu Guð hin almáttugi skipti gjörsamlega um skoðun þarna fyrir 2007 árum og umturnaði öllu sem hann hafði áður sagt.
  6. Furðulegt að kristnir líta á Ísrael sem fyrirheitnalandið sem lifir af heimsendi sem allir bíða eftir. EN það er bara alls ekki kristið land. Og hagar sé bara alls ekki sem slíkt.
  7. Þá finnst mér furðulegt miðað við að Guð sé almáttugur að hann skuli drita kraftaverkum svona hér og þar en lætur síðan  foreldra deyja frá ungum börnum og ung börn veikjast og kveljast og jafnvel deyja.
  8. Held að trúarbrögð sé tæki fólks sem getur ekki sætt sig við að við fæðumst lifum og deyjum og síðan ekki meira.
  9. Sé ekki að trúarbrögð skili fólki betri heilsu, meira langlífi, betra lifi en þeirra trúlausu.
  10. Ég til að menn sem eru á sæmilegum launum frá ríkinu og rukka svo aukalega fyrir alla þjónustu við fólk auk þess sem þeir eru menntaðir í skóla með styrkum frá ríkinu, geti ekki verið þeir fulltrúar Guðs sem lýst er í Biblíunni.

Þetta eru bara nokkur atrið sem eru að veltast fyrir mér. Nú ber þess þó að geta að ég hef ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni, börnin mín eru skírð og dóttir mín er fermd og hin gerir það líklega líka. Því ég vill ekki taka ákvörðun fyrir þær. Þær geta síðan sagt sig úr kirkjunni síðar. Ég kem til með að gera það þegar ég finn gjöldum mínum betri farveg. T.d. ef þau mundu ganga til hjáparstarfs. Vill ekki borga til HÍ sérstaklega.

Jam þetta var Jólahugvekja mín.

Gleðileg Jól

Gleðileg Jól!

Veit ekki hvort ég blogga mikið næstu dag þannig að:

jol


Alveg er þetta stórmerkilegt!

Árni M. Mathiesen, sem var settur dómsmálaráðherra í málinu, sagðist hins vegar vera ósammála niðurstöðu nefndarinnar.

Svona getur maður menntaður sem dýralæknir gert lítið úr þekkingu og reynslu lögfræðinga og dómara sem voru í þessari matsnefnd. Þeir bara skv. honum vita bara ekkert um þessi mál og hann veit betur.


mbl.is Gagnrýna skipun í dómaraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óperuhús samþykkt í Kópavogi

Var að lesa á bloggi oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi að það var samþykkt einróma í Bæjarstjórn Kópavogs að skaffa lóð undir Óperuhús í Kópavogi. Ég hef ekki verið talsmaður þess að þetta hús kæmi a.m.k. ekki á þann stað sem rætt hefur verið um en það er á reit fyrir neðan Kópavogskirkju í klesst við Borgarholtið. Mér finnst að að hús af þessari stærð rýri þetta svæði og skemmi enn frekar þennan fallega reit sem þar er. Nú veit ég ekki hvort að húsið er endanlega ákveðið þarna en óttast það.

Þá er á blogginu hennar Guðríðar vitnað í skýrslu frá Nordica ráðgjöfehf þar sem sett er fram áætlun sem gerir ráð fyrir frá 140.000 gestum í húsið til um 260 þúsund gestum. Miðað við að húsið á að taka um 800 manns í sæti minnir mig finnst mér þetta nokkuð mikil bjartsýni. Því að 260 þúsund gestir þýðir að húsið er fyllt 360 sinnum á ári. Held að það sé nú full mikil bjartsýni.

En segjum svo að það heppnist sem að ofan er reyfað þ.e. að alla daga sé húsið fullt a.m.k. 1x það þýðir að um 600 bílar þurfa að komast fyrir þarna vegna þessa húss. En þarna á sama svæði er líka Salurinn sem tekur um 300 manns í sæti og þar bætast við 150 til 200 bílar. Þá er þarna stórt bókasafn sem þarf a.m.k. pláss fyrir 20 til 30 bíla heldur maður. Ekki nóg með það heldur er þarna líka Gerðarsafn þar sem haldnar eru listsýningar og þangað koma gestir líka hundruðum saman. Því má ætla að þegar allir staðirnir eru í gangi í einu verði þarna á annað þúsundi bílar sem þurfa að komast til og frá og fá stæði. Og þá er komið að því að þarna er bara ein leið fyrir fólk að fara sem kemur frá Reykjavík. Og það er óvart sama leið og þúsundir Kópavogsbúa þurfa að nota til að komast heim til sín. M.a. þarf ég að fara þarna um oft á dag. Mér óar við þessu og vona heitt og inilega að annar staður verði fundin fyrir þetta hús.

Það kom mér líka á óvart að á bæjarstjórnarfundi kom fram að ríki og Íslenska Óperan ætla að ábyrgjast rekstur hússins. Hef ekki heyrt þetta nefnt t.d. á Alþingi. Rekstur svona hús kostar væntanlega hundruð milljóna á ári. Hefði haldið að  svona skuldbinding væri tilkynnt opinberlega frá ráðherra.

Ég hef haldið því fram að vegna takmarkaðs markaðar þrífist svona hús varla þegar tónlistarhúsið er líka komið við höfnina í Reykjavík.


Það kaupir nátturulega enginn þessar skýringar.

Mér er fyrirmunað að skilja afhverju það liggur svona á að stofna þetta fyrirtæki. Og afhverju að útrásar fyrirtæki á að byrja á að virkja í Þjórsá? Og hvaða áhættu dreyfing er það að sömu eigendur stofan dótturfélag?  Er Landsvirkjun Power rennur á rassin á hlýtur eigandin Landsvirkjun að bera hann. Eins þá finnst mér líklegt að þetta fyrirtæki þurfi veð fyrir lánum. Þetta segir mér að virkjanir í þjórsá verða mögulega veðsettar í framtíðinni fyrir framkvæmdum sem ráðist verður í erlendis. Mér er það mjög á móti skapi að Landsvirkjun skuli vera stjórnað af aflöga stjórnmálamönnum. Finnst alltaf að þeir séu að undirbúa plott sem þeir persónulega ætla að græða á í framtíðinni sbr Finn Ingólfsson. Ég ábyrgist að innan örfárra ára verður þetta fyrirtæki Landsvirkjun Power komið að stórum hluta í eigu góðvina sjálfstæðisflokksins.
mbl.is Ekkert athugavert við félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvaðan fær LV þessa 8 milljarða? - og hvernig þjónar þetta hagsmunum okkar?

Ég furða mig á því að fyrirtæki eingöngu í eigu okkar [þjóðarinnar] skuli án nokkrar umræðu geta bara farið af stað og stofnað dótturfélag og sett í það 8 milljarða.

  • Hefði haldið að það þyrfti að sýna fram á að hagur okkar sem eigum fyrirtækið mundi batna við þetta. Ekki held ég að það lækki orkureikninga einstaklinga þegar að allur hagnaður er settur í etthvert fyrirtæki sem ætlar að vinna verk erlendis. Sé ekki að þau skili hagnaði fyrir en eftir áratugi í fyrsta lagi.
  • Hefur verið talað um fjárfestingar í þessum geira séu áhættufjárfestingar. Og það er nokkuð ljóst að við nýtum ekki orku eða annað frá þessum fjárfestingum erlendis.
  • Ef að tap verður af þessum fjárfestingum verður því óhjákvæmilega velt út í verðlag á rafmagni til okkar sem rekum heimili og lítil fyrirtæki. Stóru notendur rafmagns hér á landi eru með samninga um ákveðið verð áratuga fram í tímann.
  • Ef að vel gengur þá verður þetta væntanlega selt til einkaaðila.

Mér finnst að fyrirtæki sem eru í eigu ríkis og sveitarfélaga og eru stofnuð til að tryggja fólki vörur, orku eða þjónustu hafi bara ekki leyfi til að gera svona án nokkrar umræðu.

Held að þetta sé leikur í fléttu til að einkavæða jafnvel eindavinavæða LV í hlutum.


mbl.is Landsvirkjun hefur útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÖÞÍ eða EGÍ

Ég var að glugga í skýrslu dómsmálaráðherra um :

"Víðtækar öryggisráðstafanir

Kynning fyrir starfshóp utanríkisráðherra um hættumat "

Þar sem hann var að kynna fyrir nefnd sem utanríkisráðherra skipaði sem til að vinna hættumat og tillögur um samskipti Íslands og annarra Nató ríkja um t.d. Ratsjárstöðvar. 

En sem sagt ég var að lesa þessa kynningu Björns og það er ýmislegt sem stakk mig m.a. þessi texti sérstaklega undirstrikaði hlutinn.

Öryggisþjónusta – eftirgrennslan:

Með nýrri öryggisþjónustu eða eftirgrennslanadeild yrði unnt að efla samstarf við önnur ríki um skipti á trúnaðarupplýsingum og við forvirkar rannsóknir og tryggja betur en nú er þátttöku Íslands í samstarfi Evrópusambandsins (ESB) í baráttu þess gegn hryðjuverkum
m.a. í samstarfi við aðgerðamiðstöð ESB í Brussel og samtök landsbundinna öryggisþjónustustofnana aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs og Sviss.

Í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar um ráðstafanir gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna segir (bls. 21): „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga jafnvel þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti."

 

Síðan er þessi orðaleikur fáránlegur því þarna er verið að tala um ekta leyniþjónustu vantar bara að þarna séu tilgreind verk erlendis. En ofan á þetta er nú þegar komin greiningrdeild með víðtækar heimildir. Spuening hvort þetta verður kallað ÖÞÍ eða EGÍ (sbr.öryggisþjónustu eða eftirgrennslanadeild )

Auk þess hafa verið fréttir um að kaupa nú á næstunni 4 ökutæki sér útbúinn til að nota í viðbrögðum við óeirðum. Þá á að skipa hér 240 manna varalið sem á að vopna og er í raun og veru lítill her.


Miðað við hverning lögregla hefur brugðist við hér síðustu ár þegar einhver hefur reynt að mótmæla, þá bíð ég ekki í það þegar lögreglan verður komin með þessi tæki og tól.

En sérstaklega finnst mér það óhuganlegt að einhverjum sé gefið leyfi til að safna upplýsingum um okkur án þess að við höfum neitt til saka unnið. Ísland er lítið land og þó að að þessir væntanlegu  leyniþjónustumenn verði bundnir trúnaði þá hafa upplýsingar nú oft lekið hér á landi.

Við gætum t.d. séð fyrir okkur að sonur einhvers sem þarna starfar kynnist stúlku. Faðir eða móðir sem þar starfar gæti sem best farið í þessar skrár og séð eitthvað um þessa stúlku og eða fjölskyldu hennar. Og sagt syninum að passa sig eða slíta sambandinu. Hann gerir það og til að skýra þetta fyrir vinum sínum þá segir hann frá þessum upplýsingum. Þannig væru svona upplýsingar fljótar að komast á kreik.

 


Rokrassgat!!!!!

Á svona stundum vildi maður gjarnan að forfeður okkar hefðu frekar farið eitthvað suður á bóginn. Helst nálægt Miðjarðarhafi. Eða lengra í vestur án viðkomu hér.
mbl.is Áfram annríki vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband