Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hafnfirðingar hafna stækkun álversins

Það munaði ekki nema um 90 atkvæðum. EN það var nóg samt. Þetta verður held ég heillaspor fyrir okkur Íslendinga. Bæði hjálpar þetta okkur að ná niður þessari gríðarlegu þennslu sem er í landinu og væntanlega. Minni á það sem Davíð sagði fyrir nokkrum dögum. Eins gefur þetta okkur tíma til að koma okkur saman um hvernig við ætlum að nýta náttúrunna í framtíðinni sem og orkunna.

En skv. því sem ég heyrði í dag er búið að mestu að semja um orkusölu í áver í Helguvík. Og mikið vildi ég að þeim framkvæmdum yrði frestað þar til að þjóðin er komin með náttúruverndarstefnu og nýtingarstefnu og þjóðin orðin nokkuð sátt við þetta. Það er líka spurning um hvað annað við getum nýtt orkunna okkar í . Mér óar við því að álið verði eins og fiskurinn var hjá okkur þar sem að við létum fiskinn stýra öllu hér gengi meðal annarrs.


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorry þið eigið ekki olíu!!!!!!!!!!

Er þetta ekki dæmi um hræsni heimsins. Við ráðumst inn í Írak þar sem að þrátt fyrir harðstjórn fólk hafði það nokkuð gott almennt. EN síðan horfum við bara á þetta. Og segjum bara sorry við erum önnum kafin  við að leysa þetta í Írak svo að við náum í olíunna þar. Eftirfarndi kafli úr fréttinni segir allt sem segja þarf.

Skelkaðir íbúar segja skot stórskotaliðsins hafa hæft heimili íbúa fyrir dögun í morgun.

„Hver sá sem stendur á bak við þetta er ekki mennskur. Það er augljóst að þeir hafa ekki átt ömmu eða börn sem þeir þurfa að hugsa um,“ sagði Salado Yebarow, sem á heima á milli aðalíþróttaleikvangsins í borginni og forsetahallarinnar.

„Skotum rignir handahófskennt yfir borgina.“

Nágranni Yebarow, Awrala Adan, sem er eldri borgari og fötluð segist hafa þurft að fela sig á bak við húsgögn í einu horni í húsinu sínu.

„Ég hef glatað trúnni á því að heimurinn muni nú koma okkur hjálpar,“ sagði Adan.


mbl.is Áfram sprengt í Mogadishu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forréttindi Hafnfirðinga

Menn hafa verið að deila um hvort rétt sé að halda svona almenna kosningu um mál eins og breytingu á deiliskipulagi. Það hefur verið rætt um að stjórnmálamenn og fulltrúar þeirra eigi að taka þessar ákvarðanir þar sem að fólk hafi kosið þá til þess. Síðan geti fólk lýst skoðunum sínum í næstu bæjarstjórnarkosningum. Eins verið rætt um að þetta getir skapað fordæmi og erfiðleika fyrir fyrirtæki í framtíðinni.

Ég segi að þetta finnst mér aum rök. Mér finnst þetta mál einstakt þar sem að verksmiðjan er nánast orðinn inn í nánasta byggingarlandi Hafnfirðinga og því er þetta stórmál fyrir íbúana. Ég minni á lætin sem urðu í Grafarvogi út af Áburðarverksmiðjunni. Og þar tók fólk sig saman og mótmælti og hefði ekki orðið sátt ef að Reykjavíkurborg hefði gefið leyfi fyrir stækkun í stað þess að vinna að því að hún yrði lögð niður eða flutt.

Mér finnst þetta forréttindi hjá hafnfirðingum að þurfa sjálf að taka ákvörðun í stað þess að láta embættis og stjórnmálamenn sjá um þessi mál fyrir sig. Þetta held ég að skili Hafnarfirði íbúum og kjósendum sem fylgjast betur með málefnum bæjarins og eru mun meira vakandi fyrir velferð bæjarins. Eðlilega er fólk ekki sammála en það hlýtur að jafna sig. Það veður jú meirihlutinn sem ræður. Alveg eins og ef meirihluti bæjarstjórnar hefði tekið ákvörðun.

Þetta held ég að sé til fyrirmyndar hjá Hafnfirðingum og sé framtíðin þ.e. að koma á virku íbúalýðræði. Og það er bara kostur að það skapist umræður og menn leggi á sig að koma sínum málstað á framfæri.

Með nýrri tækni verða svona atkvæðagreiðslur sífellt auðveldari og við sem búum í bæjarfélögunum eigum að verða virkari í ákvarðanatöku varðandi stærri mál bæjarins.


mbl.is Úrslit í Hafnarfirði gætu legið fyrir kl. 21 til 22
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki furðulegt að ráðherra skuli kynna þetta á félagsfundi í Varðbergi

Manni finnst nú að ákvörðun sem í raun er upp á að koma hér upp vísi að heimavarnarliði sé kynnt fyrst á fundi samtaka um varið land. Samtök sem hafa haft hersetu hér að leiðarljósi og barist fyrir því að Bandaríski herinn væri hér. Stóðu t.d. fyrir undirskriftasöfnuninni Varið Land 1972.

Hefð haldið að svona hugmynd væri fyrist kynnt þjóðinni á Alþingi eða með útgáfu greinargerðar frá Dómsmálaráðherra. Skrítð líka að viðra þetta áform sem eins og það sé að mestu frágengið. Svona hlutir er eitthvað sem þjóðin þarf að ákveða. Það sama finnst mér í sambandi við greiningardeild sem er í smíðum hjá Ríksilögreglustjóra. Við höfum ekki fengið almennilega kynningu á þessu og eigum því ekki auðvelt með að mynda okkur skoðun byggða á upplýsingum. En ef þetta á að skapa ástand líkt og í Bandaríkjunum þar sem að allskyns eftirlit og njósnir um náungan og alskyns höft og reglur eru sífellt að verða meiri, hef ég ýmislegt við það að athuga.

Eftirfarandi er hluti pistils Össurar Skarhéðinssonar á bloggi sínu um þetta mál:

Kostnaðurinn við tindátaleik Björns Bjarnasonar er gríðarlegur. Það á að kosta nær kvartmilljarð króna, eða 240 milljónir alls, að koma hernum á laggirnar. Það mun auðvitað verða miklu hærri upphæð þegar öll kurl koma til grafar. Rekstur hersins á svo að kosta árlega 220 milljónir.

Mér finnst þessi hugmynd allsendis fráleit. Ríkisstjórnin hefur engin rök lagt fram, sem styðja nauðsyn þess að skattborgararnir kosti með þessum hætti ástríðu dómsmálaráðherra fyrir tindátaleik fyrir fullorðna.

Það væri nær að nota þetta fé til að styrkja almennu löggæsluna í landinu, efla sérsveitina ef rök eru til, og síðast en ekki síst til að bæta betur björgunar- og öryggiseftirlit á hafinu umhverfis Ísland.

Sjálfstæðisflokkurinn er semsagt byrjaður að sýna á kortin fyrir kosningarnar. Hann hefur valið að gera stofnun hers að kosningamáli.


Eina kosningamálið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur því enn lagt fram, er að koma á laggirnar íslenskum, vopnuðum her.

Hér má finna ræðu Björns í heild og þar eru kaflar um greiningar og öryggisnefnd og mun fleira sem mér fellur ekki við Ræðan

Frétt af mbl.is

  Tillögur um 240 manna launað varalið lögreglu
Innlent | mbl.is | 29.3.2007 | 18:07
Mynd 424661 Björn Bjarnason kynnti á fundi Varðbergs sú síðdegis áform um að koma á fót samhæfingar- og stjórnstöð í almannavörnum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að fyrir lægi tillaga frá ríkislögreglustjóra um að stofna 240 manna launað varaliði lögreglu sem hægt væri að grípa til ef þörf krefði vegna öryggis ríkisins.


mbl.is Tillögur um 240 manna launað varalið lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er að koma í ljós það sem ég var búinn að spá.

Ef að Samfylkingin eða Vg fara ekki að bæta við sig er ekki möguleiki á að mynda 3 flokka stjórn án Sjálfstæðismanna. Það eru þrír flokkar sem nú mælast á hættusvæði á að detta undir 5% línunna og ná ekki inn manni. Og í þessari könnun er ekki komið inn Baráttusamtökinn. Ef að staðan breytist ekki verður Sjálstæðisflokkurinn sá flokkur sem stendur með pálman í höndunum og getur valið sér flokka til að starfa með.

Þetta verður fólk sem á eftir að gera upp hug sinn að gera sér grein fyrir. Ef að flokkurinn sem það velur fær ekki 5% fylgi er atkvæði þessa fólks dauð og nýtast Sjálfstæðisflokknum.

símakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið dagana 21. til 27. mars 2007.

mbl.is Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjóstu Sjálfstæðisflokkinn!

  • Ef þú býrð út á landi og ert sáttur við þjónustu bankanna eftir að þeir voru einka(vina)væddir. Ef þú er sáttur við að þeir vilja ekki lána gegn veðum í húsinu þínu
  • Ef þú ert sáttur við þjónustu og verð þjónustunnar hjá Símanum eftir að hann var einkavæddur.
  • Ef þú ert sáttur við þjónustu Póstsins eftir að honum var breytt í hlutafélag og fór að loka útibúum út á landi
  • Ef að þú ert fylgjandi því að Ríkisútvarpið verði gefið einkavinum Sjálfstæðismanna rétt eftir kosningar.
  • Ef þú sættir þig við að rætt sé um verðbólguskot vegna stóriðjuframkvæmda og það standi samfelt um áraraðir og ekki en útlit fyrir að það jafni sig.
  • Ef þú vilt að Landsvirkjun, Landsnet, Rarik og fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd á næsta kjörtímabili.
  • Ef þú ert á því að einkavæðing sé það sem koma skal í heilbrigðismálum hér á landi.
  • Ef þú sættir þig við að landið verði stéttskipt. Og þjóðin skiptist í þá sem eiga nóg af peningum og þá sem eru minni máttar.
  • Ef að þú sættir þig við að það séu eignarmenn og fjárfestar erlendis frá sem stjórna hvernig við förum með náttúrunna hér.
  • Ef að þú hefur áhuga á að þróunin í landinu haldi áfram eins og hún hefur verið síðustu 4 ár

 

Ef að þetta höfðar til þín þá skalt þú kjósa  Sjálfstæðisflokkinn!


DV ætlar í samkeppni við Morgunblaðið

Var reyndar búinn að setja hér inn færslu um sölu Krónikunar áður en þessi frétt kom á mbl.is (bara svona að monta mig)

En var að  lesa þetta á www.mannlif.is

DV yfirtekur Krónikuna

29 mar. 2007

Í dag var skrifað undir samruna vikublaðsins Krónikunnar og DV. Vikublaðið, sem hóf göngu sína í febrúar, hættir því að koma út. Hjónin og aðaleigendur Krónikunnar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir ritstjóri og Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri munu bæði hefja störf á DV þar sem Sigríður Dögg mun hafa umsjón með helgarútgáfu DV. Örnu Schram, aðstoðarritstjóra Krónikunnar, mun haf averið boðið að verða aðstoðarritstjóri DV. Víst er að með samrunanum stefnir DV hátt og mun blaðið fara í grjótharða samkeppni við Morgunblaðið og innan skamms mun blaðið verða selt í áskrift. Þykir vera sóknarfæri á áskriftarmarkaði enda hefur Mogginn tapað um fimmtungi lesenda sinna og . aldrei mælst lægri í lestri ...


mbl.is DV kaupir Krónikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónikan seld og útgáfu hætt

Var að lesa þetta á blogginu hans Steingríms Sævarrs

Það stendur nú yfir starfsmannafundur hjá Króníkunni.

Þar verður tilkynnt að búið sé að selja útgáfufélagið um Króníkuna. Óvíst er um frekari útgáfu og mögulega verður starfsfólkinu boðin vinna á DV.

Eitthvað misheppnast þarna því blaðið sjálft var gott og fór batnandi.

 


Þetta kallar maður þrjósku

20070329T132834Z-P-TNS-RCON-C426-NVO-CHINAHOUSESTAND_lgÞetta kallar maður jú að gefast ekki upp. Spurnig hvort þau þurfi að beita fjallaklyfurgræjum til að komast heimtil sín

Frétt af mbl.is

  Óvenjuleg mótmæli gegn byggingarframkvæmdum
Erlent | mbl.is | 29.3.2007 | 14:33
Kínversk hjón, sem búa í borginni Chongqing, neita að láta hús sit af hendi þótt það standi á miðju svæði þar sem verktakar eru að undirbúa byggingu nýrrar verslunarmiðstöðvar. Hús hjónanna, sem heita Yang Wu og Wu Phem, stendur á strýtu á miðju svæðinu en allir fyrrum nágrannar þeirra fluttu á brott eftir að þeir féllust á að hús þeirra yrðu tekin eignarnámi og rifin.


mbl.is Óvenjuleg mótmæli gegn byggingarframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð tekur undir með þeim sem vilja fresta stóriðuframkvæmdum

Í frétt af blaðamannafundir Davíðs þar sem hann kynnti óbreytta stýrivexti segir m.a.

Önnur áhætta sem vert er að gefa gaum eru áform um uppbyggingu frekari áliðju með tilheyrandi virkjunum. Verði af þeim á spátímanum myndi hægja á hjöðnun framleiðsluspennu en forsenda varanlegrar hjöðnunar verðbólgu er að spennan hverfi. Þá gæti reynst nauðsynlegt að hækka stýrivexti og í öllu falli að halda þeim háum lengur en felst í grunnspánni ef halda á verðbólgu í skefjum eins og lýst er í öðru fráviksdæmi. Það myndi þrengja rekstrarskilyrði útflutnings- og samkeppnisgreina, en með því móti yrði skapað rými fyrir framkvæmdirnar þannig að verðbólga verði nálægt markmiði. Verði ráðist í slíkar framkvæmdir er því mjög brýnt að ákvarðanir um tímasetningar og framkvæmdahraða verði teknar með hliðsjón af þjóðhagslegum skilyrðum," að því er fram kom í máli formanns bankastjórnar Seðlabankans á fundi með fjölmiðlum.

Þarna er hann að segja berum orðum að ef við stöldrum ekki við þá fylgir því en hærri vextir og áframhaldandi verðbólga. Þannig að nú er Davíð kominn í lið með okkur sem viljum staldra við og vanda okkur betur við hvernig við nýtum náttúruna, draga úr þennslunni og ná tökum á efnahagsmálum hér.

Þá er einnig vert að benda fólki á þjóðhagsspá Glitnis þar sem reyfaðir eru nokkrir möguleikar á hvernig þetta þennsluskeið getur endað fyrir okkur. En frétt um þjóðhagsspá þeirra segir m.a.

Verðbólga er langt umfram það sem samræmist stöðugleika, ójafnvægi á utanríkisviðskiptum mikið, erlend skuldastaða há og mikil spenna á vinnumarkaði. Ljóst er að til að leiðrétta þetta ójafnvægi þarf talsverðan samdrátt í innlendri eftirspurn samhliða vexti í útflutningstekjum


mbl.is Davíð Oddsson: stýrivextir væntanlega lækkaðir á fjórða ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband