Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Nú er kannski við hæfi að nefna eitt

Þessi stýrivaxtarhækkun er aðallega til þess að vinna að því að hækka gengi krónunar og auka trú á henni. Ef við værum með evru nú hefi þetta ekki þurft. Ef fólk vill vita til hvers menn vilja hafa krónuna má benda á eftirfarandi klausu úr grein Hannesar Hólmsteins úr Vísbendingu:

Atburðarásin haustið 2008 leiddi hins vegar eitt í ljós: Með öllum sínum óköstum var íslensk króna fljótvirkasta og friðsamlegasta tækið til að laga hagkerfið að nýjum aðstæðum. Með gengisfalli krónunnar voru laun snarlækkuð án blóðsúthellinga. Almenningur fékk skýr skilaboð um það, að hann yrði að spara og beina kaupum sínum frekar að innlendri vöru en innfluttri. Þessi skilaboð hefðu ekki borist eins greiðlega um hagkerfið, hefðu Íslendingar notað evru í stað krónu.


mbl.is Vaxtahækkun viðkvæmasta aðgerðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur er ekki í takt við raunveruleikann

Er nú að verða þreyttur á Steingrími. Það er alveg sama hvað er gert hann er á móti því án þess að benda okkur á nokkrar leiðir út úr vandanum. Nú segir hann náttúrulega

Það væri gaman að heyra í þeim sem mest fögnuðu aðkomu IMF því það þarf enginn að velkjast í vafa um hvaðan fyrirmælin koma," segir Steingrímur og áréttar að vissulega sé erfitt ástand í gengismálunum. „En þetta er samt alveg rosaleg aðgerð gagnvart öllum sem eru með innlendar skuldir. Þetta er því bara á kostnað heimilanna og minni fyrirtækja sem eru með íslensk lán og það er þá ofboðslega dýru verði keypt að fara þessa leið."

Steingrímur telur að það hefði verið miklu nærtækara að beita mun harðari takmörkunum í gjaldeyrisviðskiptum. „Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni hvort sem er að beita takmörkunum á stærri fjármagnshreyfingar og ég veit nú ekki annað en að það standi til hvort sem er. Þetta finnst mér því mjög harkalegt," segir Steingrímur og bætir við: „Ég óttast að þetta sé bara forsmekkurinn af því sem koma skal þegar þessi kalda hönd leggst á stýrið."

Hvað er maðurinn að segja? Er ekki þegar nær algjört stopp á gjaldeyrisstreymi til og frá Íslandi. Hvað á hann við harðari takmarkanir? Veit hann ekki að hér liggja ennþá óinnleyst jöklabréf og fleira. Held að hann ætti að hætta að slá sig til riddara nú. Hann mundi bregðast eins við ef hann væri við völd.

Gylfi segir í þessari frétt:

Þá sagði hann aðstæður vera þannig nú að hækkun stýrivaxta virðist skynsamleg. „Verðbólga er allveruleg og við þær aðstæður getur verið varhugavert að hafa stýrivexti undir verðbólgustigi,” sagði hann. „Þetta virðist einnig rökrétt í ljósi þeirra erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir varðandi gjaldeyrisöflun. Við slíkar aðstæður eru aðgerðir sem fæla kaupendur frá krónunni það sem við þurfum síst á að halda."

En hinsvegar eru aðgerðir Seðlabanka að lækka vexti fyrir viku og hækka þá aftur núna merki um að þeir séu nú ekki alveg vissir um hvað þeir eru að gera. Þeir lækkuðu vexti vegna þrýstings áður en þeir vissu nákvæmlega hvernig staðan er hjá okkur. Bendi líka á yfirlýsingar þeirra síðust vikur um a nú séu gjaldeyrisviðskipti að komast í lag sem þeir hafa stunað aftur og aftur.

Og þetta skilar árangri strax:

Viðskipti voru á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði með íslensku krónuna að nýju í morgun eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 6 prósenta vaxtahækkun. Að sögn Reutersfréttastofunnar var gengið 240 krónur fyrir evru en opinbert gengi Seðlabankans er 152 krónur.

 


mbl.is Harkalega skipt um gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áður en þú æsir þig!

Hélstu virkilega að erfiðleikanir framundan væru bara tilbúnir? Þessu yrði bara reddað með lánum frá IMF?Þegar talað var um erfiðleika hjá fólk Þá voru það einmitt svona hlutir sem þurfti að gera. Vonandi er þetta bara tímabundið. Það er allt til þess vinnandi að ná tökum á ásandinu nú. Og nú er unnið að því að koma krónugarminum í gang og þá verður að stoppa að gjaldeyrir streymi úr landi.

Við verðum að halda í þann litla gjaldeyri sem við höfum til þess að kaupa til landsins nauðþurftir. Og við erum ekki búin að fá nein lán ennþá. Held að nú á næstu dögum og vikum fari fólk fyrst að finna fyrir kreppuni.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir þetta er þreytt. Þurfum við ekki framtíðarsýn?

Finnst þessi setning Geirs orðin þreytt "...að ekki væri tímabært að ræða hugsanlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu fyrr en eftir að búið væri að leysa þá erfiðleika sem nú væri við að glíma. "

Fólk í landinu getur ekki sætt sig við að framtíðarsýn Forsætisráðherra nái ekki lengra. Við hræðumst að Geir dreymi um að gamla kerfið hans megi endurlífga eftir að kreppunni tekur að linna.

Þá gæti verði hætta á einkavinavæðingu aftur og sama helvítið kæmi síðan í hausinn á okkur aftur. Við vitum líka að við erum rúin trausti erlendis og breytt stefna m.a. með inngöngu í ESB og upptaka evru gætu hjálpað okkur að vinna okkur traust aftur.


mbl.is Ekki tímabært að ræða um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þurfti nú ekki sérfræðinga til að segja þetta.

Þetta er nú bara alkunn staðreynd. Reyndar það greindarlegasta sem ég hef heyrt frá "Greiningardeildum" bankana.
mbl.is Staðan betri værum við með evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti ekki að koma nokkrum á óvart!

Held að flestir geri sér grein fyrir að ESB og evran koma ekki til með að koma okkur út úr þeim vandamálum sem við erum í dag. En innganga í ESB og evran í kjölfarið mundi koma hér á stöðuleika sem kæmi í veg fyrir gjaldeyrisþurð í framtíðnni sem og sambærileg kjör á við það sem gegnur og gerist í Evrópu.

esb

mbl.is Stuðningur við ESB-aðild og evru eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar engin að tala um furðulega stöðu Sparisjóðana?

Heyrði í fréttum á ruv eða Stöð 2 í kvöld að Sparisjóðirnir eru í slæmum málum. Það vissu flestir en það sem ég hjó eftir og undrar mig er að skuld þeirra við Seðlabankann er aðallega til komin vegna þess að þeir tóku lán hjá Seðlabankanum sem þeir síðan lánuðu til bankana. Það sem ég skil ekki er af hverju voru Sparisjóðirnir að taka lán hjá Seðlabankanum til að lána svo yfir í Landsbanka, Kaupþing og Glitni. Hversvegna þurfti milliliði í þessum viðskiptum. Höfðu bankarnir ekki trygg veð? Og af hverju í ósköpunum voru svona litlir bankar að taka ábyrgð á svona gríðarlega háum lánum.

Af hverju fóru Sparisjóðirnir sem sannarlega eru byggðir upp á innleggjum fólks á hverjum stað út í þetta helvítis brask og vitleysu. Nú er ekki þannig að þeir hafi byggt á sömu gróða sjónarmiðum og einkabankarnir enda stofnfé í þeim hlutfallslega lítið. Nú hefur maður heyrt að bröskurum hafi tekist að slá hendi sinni á með vafasömum hætti, sjóði sem byggðust upp í þessum sparisjóðum og áttu að nýtast til þjóðþrifaverka og menningar  sem og að borga stofnfjáreigendum arð. En las á blogginu um daginn um hvernig þeir sjóðir eru að mestu horfnir nú. 

Sjá hér http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/ 

Þetta er rosaleg lesning. Vek athygli á að þarna eru fullt af færslum um þetta mál


mbl.is Baksvið: Viðvörunarljósin leiftruðu í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin í hópinn

Framsókarmenn í Norðausturkjördæmi þurfa nú að fara að koma vitinu fyrir formann sinn og þær hræður sem enn reyna að hamla gegn þessu þjóðþrifamáli.

ESB aðildarumsókn verður að fara að komast á dagskrá og það sem allra, allra fyrst

Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi telja að í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu skuli nú þegar hafinn undirbúningur, samningsmarkmið skilgreind og síðan farið í samningaviðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Niðurstöður skulu lagðar í þjóðaratkvæði.


mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að OPEC eigi bara eftir að tapa á þvi að draga úr framleiðslu

Held að það sé nokkuð ljóst að ef þessar þjóðir sammælast um að draga úr framleiðslu þá endar það með því að þær ýta á eftir okkur að nýta aðra orku en olíu.
mbl.is Íhuga frekari samdrátt í olíuframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu þetta er nú ekki nýtt!

Steingrímur ætti nú að vita að allar Norðulandaþjóðirnar hafa boðað það að þær muni aðstoða Íslendinga. Þær biðu held ég flestar eftir því að hér væri búið að taka út vandan og skoða horfur. Það var það sem verið var að vinna með IME.

Því er ágætt að hann tali við þessar þjóðir en held að hann ætti nú ekki að reyna að eigna sér heiðurinn af aðstoð þeirra.


mbl.is Norðurlöndin sameinist í aðstoð við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband