Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Skárra væri það nú! - Verðið hlýtur að lækka vegna stóriðju!

Það hefur verið prentað inn í okkur í ár og áratugi að sala á raforku eigi eftir að lækka verð til almennra notenda. Og miðað við þann myljandi hagnað sem sagður er vera vegna sölu til stóriðju hlýtur þetta að vera að skila sér í lækkunum til notenda. Hvert fer hagnaðurinn annað?  Ef ekki er svona mikill hagnaður af sölu til stóriðju af hverju er þá OR og fleiri að skuldsetja sig í marga áratugi og virkja eins og brjálæðingar með tilheyrandi umhverfisspjöllum.  Almenningur í dag og öll íslensk fyrirtæki nota aðeins innan við 20% af allri orku sem seld er hér. Stóriðjan kaupir allt hitt til að umbreyta hráefni sínu í söluvænlegri vöru. Og það sem hún skilur eftir er greiðslur fyrir orkuna og vinna fyrir 2500 manns. Þessi fyrirtæki eru annars með afslátt af öllum sköttum og skila annars ekki miklu til okkar.

Þannig að mann finnst að orkan sem þau eru að fá ætti kosta nóg til að almenningur ætti ekki þurfa að taka á sig svona miklar hækkanir í einu.


mbl.is Orkuveitan segir að raunverð raforku hafi lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek undir með Bæjarráði Kópavogs

Ég er hjartanlega sammála ályktun Bæjarráðs Kópavogs um það rök sem felast í fjárfestingum og fjármagskosnaði eiga varla við til að rökstyðja þessa hækkun. Einnig spurning hvort að umtalsverð orkusala OR bæði frá Hellisheið sem og frá Nesjavöllum til stóriðju ætti ekki að koma þar á móti.

 Þeir gleyma því líka hjá OR að Hellisheiðarvirkjun er byggð fyrst og fremst til að framleiða rafmagn til stóriðju hitt er svo frekari nýting.

Það er síðan mjög taktlaust að koma fram með þessa hækkun akkúrat þegar að Reykjavíkurborg er að byrja samningaviðræður við starfsmenn sína. Samningarnir renna nú út á næstu vikum.

Og loks þá minni ég á að þessi hækkun skorar í neysluvísitölu og gæti orðið til þess að verðbólga hækki um næstu mánaðarmót.


mbl.is Bæjarráð Kópavogs mótmælir gjaldskrárhækkun OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

McCain búinn að gleyma því að hann er ekki forseti ennþá?!!!

Þetta er nú bara fyndið. Þingmaður í hörðum slag um forsetaembættið. Annað hvort er hann að vona að ástandið batni eða það er eitthvað að? Hann getur vonað að Bush takist að ná tökum á þessu á næstunni eða hann er bara veikur eða þreyttur? Maðurinn er jú orðin 72 ára.
mbl.is McCain vill fresta kappræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttalegt bull er þetta!

Var að lesa þessa frétt og eftir lestur hennar er maður engu nær. Það hafa ýmsir talað um brask með krónuna. Seðlabankinn setti á fót rannsókn á því hver það var sem gerði áhlaup á krónuna í mars en við höfum ekkert frétt. Aðrir segja að það séu bankarnir sem felli krónuna markvisst fyrir ársfjórðungsuppgjör. Og fleira hefur verið nefnt.

Við viljum fá að vita hverjir það eru sem standa í kaupum og sölum á krónum. Af hverju það er stundum hvað upp í 40 milljarðavelta á dag á gjaldeyrismarkaði, en aðra nær engin? Hverjir séu stærstu aðilar á þessum markaði? Og af hverju íslenska krónan er eini gjaldmiðill í heimi sem lækkar vona mikið?


mbl.is Ýmsir þættir orsaka sveiflur á gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kársnesbúar athugið!!!!!!!!!!!!!!!

Barst eftirfarandi póstur áðan.

Má í því sambandi benda á að Kópavogsbær er með kynningu á breyttu svæðisskipulagi á Kársnesi í Kársnesskóla næsta fimmtudag kl 20:00.  Fundurinn hefur ekki verið auglýstur rækilega og er fyrirvarinn stuttur, en auðvitað þurfa Kópavogsbúar að mæta á þennan fund og kynna sér þetta gríðarlega stóra mál sem mun hafa áhrif á ásýnd og yfirbragð Kársnessins til allrar framtíðar verði það að veruleika. 


mbl.is Landfyllingin bara hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður Evrópunefndin að fara að vinna hraðar.

Við verðum að fara að komast út úr þessu víti sem krónan er að koma okkur sem og hávextir. Var að lesa þetta á www.ruv.is

Jón Bjarki Bendtsson telur að yfirvofandi gjalddagar krónubréfa hafi grafið undan gengi krónunnar undanfarnar vikur og mánuði. Hann segir að þeir sem stundi viðskipti á gjaldeyrismarkaði horfi fram í tímann. Menn hafi búist við því að þessi gjalddagar yrðu til að veikja krónuna og það hafi þegar komið fram að töluverðu leyti. Þó vonist menn enn til þess að eitthvað verði gefið út af krónubréfum á móti. Þó sé mjög hæpið að jafnmikið verði gefið út af krónubréfum og þeim sem falla á gjalddaga. Jón Bjarki bendir á að álíka mikið af krónubréfum falli á gjalddaga mánaðarlega fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hann segir að ástandið á alþjóðamörkuðum skipti miklu um áhrif gjalddaganna á gengisþróun krónunnar.

Síðan þetta líka á www.ruv.is

Þá fullyrti Rehn að aðildarviðræður Íslands gætu tekið innan við ár í ljósi þess að Ísland er nú þegar búið að staðfesta yfir 75% af regluverki ESB vegna samningsins um ESS.

Ágúst Ólafur segir að fundurinn hafi verið opinn og afar gagnlegur í ljósi verkefnis nefndarinnar varðandi hugmyndina um tvíhliða upptöku evru. ,,Það skiptir máli að við höfum fengið mjög skýra afstöðu til hugmyndarinnar svo við séum ekki að eyða tíma í að vinna að nálgun sem hugsanlega er óraunhæf."

 


mbl.is Tvíhliða upptaka evru óraunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi króna er ekki á vetur setjandi.

Nú þegar sannanlega er að verða viðsnúningur á efnahagsumhverfi í heiminum er alveg furðulegt að þessi króna virðist ekki halda vatni og hún virðist nú hægt og hægt að vera að sökkva endanlega.

Á meðan ræða menn um að ekki þýði að skipta um gjaldeyrir fyrir en við höfum náð tökum á efnahagsmálum hjá okkur. Og eins að síðan geti liðið langur tími eftir það því að samningaviðræður takið svo langan tíma.

Ég get ekki skilið af hverju ekki er hægt að hefja strax samningaviðræður við ESB og á meðan að takast á við að koma efnahagslífinu í jafnvægi. Þá stæðum við í þeim sporum að geta gegið í ESB ef að viðundandi samningar nást. Og það miklu fyrr.

Eins og staðan er í dag er nóg að einhver hnerrri í vogurnarsjóð eða fjármálafyrirtæki erlendis eða hér og þá hrapar krónan.


mbl.is Krónan veiktist um 2,33%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið afsakið ég skil þetta ekki!!!!

Hér á höfðuborgarsvæðinu er rekin strætó af Strætó byggðarsamlagi. Mönnum út á landi finnst sem sagt sjálfsagt að við sem búum hér á höfðuborgarsvæðinu eigum að borga fyrir alla hvort sem þeir eiga lögheimili hér eða ekki.  Mér finnst þetta bara argasta frekja. Á útsvarið mitt að dekka kostnað við að flytja námsmenn utan að landi á milli staða hér innan borgarmarkana. Eru menn bara ekki í lagi?

Frekja!!!!!!


mbl.is Segja þvert nei við kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru það bara Vg og frjálslyndir sem eiga eftir að opna á Evru og ESB

Þar sem að SUS veit það að Evra verður ekki tekin upp án inngöngu í ESB þá er þetta í raun opnun 450px-La2-euroþeirra á þessa þróun.  Þá má nefna að varaformaður sjálfstæðismanna hefur einnig talað jákvætt um að kostir inngöngu yrðu kannaðir. Og um daginn skrifuðu fulltrúar ungra framsóknarmanna grein um að nauðsynlegt væri að skoða inngöngu í ESB og myntsamstarf. Skoðun Samfylkingar liggur ljós fyrir og öfl eins innan frjálslyndra hafa einnig sýnt ESB áhuga. T.d. 1/4 þingmanna þeirra.

Er þá eftir nokkru að bíða hjá ríkisstjórninni. Farið nú að bretta upp ermarnar og hefja undirbúninginn. Ef það er rétt hjá Geir og Davíð að þetta taki tíma, þá er ekki til setunar boðið.


mbl.is Íhuga beri aðra mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk!!! Látið lífeyrissjóðina vera!

Þetta kemur bara ekki til greina! Maður hlustar nú ekki á menn sem standa fyrir kauphöll sem að hruni komin. Menn hafa nú síðustu ár talað um að þetta og hitt sé öruggt. Það er bara komið í ljós að þessir menn vita bara ekkert um það.

Ég neita því að það verði farið að braska með lífeyrissjóði okkar!


mbl.is Vill liðka fyrir skortsölu hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband