Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

MP banki rekinn með hagnaði.

Margeir Pétursson kemur fram í viðtali í Sunnudagsmogganum þar sem hann segir m.a.

„Það sem blekkti menn mikið var þróun hlutabréfaverðs hér á landi. Það tókst lengi að halda hlutabréfum bankanna uppi og til þess þurftu þeir að nota sitt eigið fjármagn, sem veikti þá,“ segir Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hann telur ámælisvert hvernig þetta var gert.

„Svo var alltaf verið að halda því fram að vondir útlendingar væru að halda áhættuálaginu á bankana uppi. Því til rökstuðnings var bent á þróun hlutabréfaverðs bankanna, sem hafði lækkað minna en erlendra banka. Af hverju var það? Það var vegna þess að bankarnir sjálfir héldu verðinu uppi. Þess vegna bárust ekki réttar upplýsingar í gegnum hlutabréfamarkaðinn.“

Ef þetta er rétt hjá honum þá hafa gömlu bankarnir verið að nota lánsfé sitt til að braska með eigin bréf. Bara til að halda uppi einhverju gevi gengi hjá sér. Það svo leiddi til að þeir fengu hærri lán. Það hlýtur að jaðra við að þetta séu svik og lögleysa hjá þessum bönkum.

En ef ég man rétt er MP banki kominn með viðskiptabankaleyfi. Og sennilega sá eini sem rekinn var með hagnaði á síðasta ári. Gott hjá þeim. Og líkur á að þeir hafi forskot á aðra banka þegar líður á árið og ástandið fer að batna.


mbl.is Hagnaður MP banka 860 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að þetta sé áfall fyrir ákveðin hóp manna!

Sá fyrir mér að fasteignafélag Lúðvíks átti að verða sprengja sem ákveðinn hópur bloggara og baktjalda slúðrara var tilbúinn með í slaginn fyrir kosningar í vor. En svo snýr Lúðvík á þá og hætti bara. Gott á þá.
mbl.is Lúðvík gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vita á hverju Gylfi byggir þessa yfirlýsingu

Man ekki betur en að en að Gylfi og Jón hafi einmitt talað um að leggja áherslu á heimilin og stöðu þeirra. Einnig talað um að prenta peninga til að örva hagkerfið. Jón Daníelsson talaði um að borga ekki Icesave minnir heldur fara fyrir dóm.

Velti fyrir mér hvaðan Gylfi hefur þessar upplýsinga um að:

Gylfi óttast að það viðmót sem mæti samningamönnum erlendra lánardrottna einkennist af hroka og ósveigjanleika. Það geti leitt til verri samskipta við umheiminn og minna lánstrausts.

Sé ekki hvernig menn geta verið of harðir í samningum þegar að við vitum ekki enn um virði eigna okkar erlendis. Minni líka á að hér eru gjaldeyrishömlur sem gera öll þessi viðskipti og samninga erfiða.

Það er vitað mál að við eigum ekki auðvelt með að fá lán á næstunni. Tel reyndar að við komum ekki til með að hafa almennilegan aðgang að lánafyrirtækjum erlendis fyrr en við höfum lýst því yfir að við ætlum inn í ESB.

En Gylfi ætti nú kannski að sýna þekkingu sína í hagfræði og það hlýtur að vera kafli í þeim fræðum sem gengur út á að gæta að því að tala ekki niður markaði og þá litlu trú sem við höfum erlendis ennþá.

 


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita á að klára húsið sem fyrst.

Þessar framkvæmdir skapa um 600 störf sem er um 5% af atvinnulausum eins og staðan er í dag. Þannig að með einni svona framkvæmd er atvinnuleysið minnkað sem því nemur. Eins kemur þetta hús til með að skapa mörg heilsársstörf þegar því er lokið. T.d. í ferðamennsku, ráðstefnuhaldi, listviðburðum og fleiru. Þessi framkvæmd er líka komin það langt að það væri vitlaust að stoppa núna.

En eftir á að hyggja hefði ríki og borg átt að vanda valið betur þegar þeir buðu út þessa einkaframkvæmd. Því að þeir sem tóku þetta að sér voru gjörsamlega búnir að missa sig í framkvæmdargleði.


mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo er fólk að velta fyrir sér í hvað peningar bankana hafa farið!

Fólk hefur verið að tala um að heimilin í landinu hafi ekki tekið þátt í þessu brjálæði sem gekk hér yfir síðustu ár.

Skuldir heimila er í dag yfir 2000 milljarðar. Og þróunin hefur verið rosaleg síðustu ár.

skuldir heimila

Síðan er rætt um að útgerðin skuldi 700 til 800 milljarða.

Önnur fyrirtæki skulda þúsundir milljarða.

Svo segist fólk ekki skilja í hvað peningarnir hafa farið. Ætli hluti þeirra hafi kannski farið í að borga okkur 30 til 40% hærri laun en voru fyrir 4 árum, líka í öll neyslu og fasteigna lán sem við höfum tekið og liggi í fyrirtækjunum sem fólkið starfar í. Auðvita algjört brjálæði sem hefur gengið hér yfir. Og þó þeir menn sem stjórnuðu þessu beri mesta ábyrgð þá tókum við öll þátt í þessu. Að segja annað er í raun eins og þegar hermenn segjast bara hafa verið að hlýða skipunum.


mbl.is Heimilin skulda 2.000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þetta hefur legið fyrir frá upphafi.

Ábyrgðir Íslands lágu bara á inneignunm einstaklinga sem áttu innistæður í IceSave. Þetta höfum við og Bretar sagt áður. Þessvegna haf fulltrúar frá sveitarfélögum og ýmsum samtökum verið hér á landi til að kynna sér stöðu mála og þrýsta á okkur. EN það hefur alltaf legið ljóst fyrir að við mundum aðeins greiða af inneignum einstaklinga upp að 20 þúsund evrum hverjum. Þannig að það er óþarfi að tala eins og þarna sé eitthvað nýtt á ferðinni. Nú þegar er búið að borga einstaklingunum út og um greiðslur á þeirri upphæð erum við nú að semja við Breta.

 

En gott að Gylfi tali skýrt svo þetta fari ekki milli mála. En þetta vissu held ég allar sveitarstjórnir þarna úti. Mundum t.d. eftir því að sum sveitarfélög og líknarsamtök hafa átt í vandræðum með að borga laun. 


mbl.is Gylfi lofar Bretum engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að Jón Bjarnason var að tala fyrir hönd Vg er þessu samstarfi sjálf hætt í apríl

Ég tel að Samfylking geti ekki með neinu móti gegnið til áframhaldandi samstarfs við flokk sem lokar svona gersamlega á aðildarviðræður við ESB eins og Jón Bjarnason sagði í þinginu í dag. Og þar með ættu menn að hætta að tala um áframhaldandi samstarf eftir kosningar. Samfylking sem flokkur sem hefur aðildarviðræður að ESB sem markmið getur ekki gengið inn í þriðju ríkisstjórn sína án þess að hluti af stjórnarsáttmála gangi út á að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Fólk hér á landi hlýtur að vilja fá að vita hverju slíkar viðræður skila okkur.

  • Við erum jú með gjaldmiðil sem er svo lítill að það nægir að hnerra á hann þá er hann hruninn. Ef hann nær sér einhvern tíma aftur það er að segja!
  • Við eigum varla borð fyrir báru með að koma okkur upp nægjanlegum gjaldeyrisforða eftir að við höfum greitt lánin til IMF aftur.
  • Við eigum um eða yfri 70% af öllum okkar viðskiptum í evrum og nauðsyn að vera með mynt sem sveiflast með mörkuðum okkar.
  • Með krónu í gangi get stjórnvöld leikið sér að því að fella gegnið og lækka þar með laun um tugi prósenta með einföldum aðferðum.

En eins og ég er fylgjandi vinstri og félaghyggju stjórn hér á landi, þá mundi ég ganga úr Samfylkingunni ef að til stæði að leggja ESB umræðu í salt næstu 4 ár bara til að halda í völdin.


mbl.is Evrópustefna VG skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætu sjálfstæðismenn!

Í framhaldi af umræðu ykkar á Alþingi í dag um frumvarp Framsóknar um stjórnlagaþing vildi ég benda ykkur á nokkrar staðreyndir.

  • Stjórnarskrá Íslands er upprunin að mestu frá Danmörku. Og var tekin yfir hér 1944 þegar við þurftum í fljótheitum að eignast stjórnarskrá um leið og við stofnuðum lýðveld.
  • Stjórnarskrá Íslands er uppfull af atriðum sem ekki eru notuð eða stangast á við framkvæmdina eins og hún er í dag. sbr.
    • 15. grein Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
    • 16. grein Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.

    • Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.

    • 17. grein Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra.

    • 18. grein Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta.

    • 19. grein Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum.

    • 20. grein Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, sem lög mæla.

    • Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.

    • Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það. Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.

    • Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem talidr eru í 61. grein.

    • 21. grein Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

    • 22. grein Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alþingi ár hvert.

    • 23. grein Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum. Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.
      24. grein Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.
      25. grein Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.

Þetta eru allt greinar sem er lítið eða aldrei notaðar. Síðan eru kaflar í kosningahluta Stjórnarskrárinnar sem gera það að verkum að hér er mismunur milli kjördæma hvað vægi atkvæða varðar.

Kafli um sameign þjóðarinnar á auðlyndum er ekki til staðar

Svo hvað er það annað en bylting sem verður að verða á stjórnarskránni og ekki hefur það gefist vel að láta Alþingi eitt um þetta. Það hefur haft 60 ár rúm til að laga stjórnarskránna en hefur aldrei haft dug til þess.

Svo andskotist þið nú Sjálfstæðismenn til að taka hausinn út úr rassinum og reynið að vinna að hagsmunum þjóðarinnar frekar en hagsmunum einhverja útvalina flokkseigenda og velgjörðamanna flokksins. Það eru einmitt þeir og þeirra stefna sem hafa leitt okkur kyrfilega inn í þessa kreppu.


mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég get bara ekki séð annað en að þetta sé rétt hjá Ólafi.

Ég vísa í fyrri færslu mína hér á undan en verð að bæta við. Óskar er að halda veislu þarna að því að hann segir vegna þess að :

„Tilefni fundarins umfram það að hér var fjármálaráðstefna sveitarfélaga á þessum tíma og ég gegni formennsku í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins að þá þótti mér rétt við þessar aðstæður að funda með félögum mínum í Framsóknarflokknum,

Þetta átti þá Framsóknarflokkurinn að borga. Þetta var fundur með félögum hans í framsókn og því bar flokknum að borga þetta. Mótbárur Óskars hljóta að vera merki um skert siðferði.

Og þessi kafli í svari hans ætti að verða til þess að settar verði skýrar reglur í Reykjavík um veislur og móttökur. Alveg ótrúlegt frelsi skv þessu

Ég verð að minna á og rifja upp fyrir borgarfulltrúanum að í borgarstjórn Reykjavíkur hafa æðstu stjórnmálamenn og embættismenn borgarinnar rétt til þess að halda móttökur á sínum vegum, undir það falla til að mynda borgarstjóri, forseti borgarstjórnar og borgarráðs.

Þessir kjörnu fulltrúar eiga ekkert að geta ráðið þessu upp á sitt einsdæmi.

Smá viðbót. Sé á www.visir.isað forsætisnefnd samþykkti þetta boð framsóknarmanna á kostnað Borgarbúa. En það afsakar ekki neitt. Borgarbúar eru að tak á sig álögur vegna kreppunnar og verða fyrir tekjuskerðingum. Pólitískir fulltrúar hafa ekkert leyfi til að láta borgina greiða fyrir góðgerðir fyrir flokksfélaga sína. Spurning hvort að minnihluti hafi líka aðgang að þessu og sé að nýta sér það.


Bíddu er ég að skilja Óskar rétt?

Er hann að segja að borgarstarfsmönnum sé heimilt að halda móttökur fyrir flokka sína á kostnað Borgarinnar? Er þetta öllum heimilt sem vinna hjá borginni? Ég get ekki skilið þessa klausu úr fréttinni öðruvísi:

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, vísar ásökunum á bug og segir starfsmenn borgarinnar vera í fullum rétti þegar þeir haldi móttökur á kostnað borgarinnar.

 

Held að þetta geti varla talist góð stjórnsýsla. Og ekki á þessum tímum.


mbl.is Vill að Óskar Bergsson segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband