Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Þetta sýnir að fullyrðingar bæði hagsmunasamtaka og fréttamanna er gjösamlega út úr korti.

Ef fólk trúir öllu sem sagt er hér í fjölmiðlum þá mætti halda að stærsti hluti heimila sé að leið á uppboð. Og þau skipti þúsundum en svo heyrir maður að í október séu um það bil 140 heimili sem eigi að bjóða upp og nú hafa þau möguleika að fresta því um 5 mánuði ef þau hafa rænu á að sækja um frestun.

Svo er látið eins og 70 þúsund heimili séu á leið í þrot á næstunni . En nú kemur fram að um 90% af öllum sem eru með lán séu í skilum með sína mál.

Svo er talað um að ekkert sé gert til hjálpar heimilum og skuldurum. En svo les maður þetta.

· Greiðslujöfnun: stendur öllum til boða sem eru með verðtryggð lán með veði í fasteignog/eða fasteignalán í erl. myntum. Skilyrði er að lánið sé í skilum á umsóknardegi.
· Vaxtagreiðslur: stendur þeim til boða sem ekki hafa skilmálabreytt áður. Veittir eru allt að 12vaxtagjalddagar.
· Lenging lánstíma: Stendur öllum til boða. Hægt er að sækja um lengingu lánstíma t.d. 25 áralán um 15 ár og 40 ára lán um allt að 15 ár.
· Jöfnun afborgunum breytt í jafnar greiðslur: Stendur öllum til boða. Léttir greiðslubyrði.
· Lánað fyrir vanskilum: Endurfjármögnun sem stendur flestum til boða ef ljóst þykir aðviðskiptavinurinn hefur raunverulegan hag af úrræðinu þe. lendir ekki í sama farinu aftur.
· Lækka yfirdráttinn: Viðskiptavini gefinn kostur á að greiða upp yfirdráttinn á allt að 36mánuðum með reglulegum mánaðarlegum greiðslum gegn lægri útlánsvöxtum bankans.
· Vanskilum bætt við höfuðstól: Endurfjármögnun sem stendur flestum til boða ef ljóst þykirað viðskiptavinur hefur raunverulegan hag af úrræðinu þ.e. lendir ekki í sama farinu aftur.
· Frysting: Ætlað þeim sem hafa orðið fyrir atvinnumissi, verulegri tekjuskerðingu, langvarandiveikindum og/eða öðrum ófyrirséðum atvikum. Afborganir og vextir af íbúðalánum eru fryst íallt að 12 mánuði í senn.
· Frysting vegna sölutregðu: Fyrir þá sem eru með tvær eignir (seinni keypta eftir 1.júlí 2006).Íbúðalán á 1. veðrétti annarrar eignarinnar fryst á meðan á söluferli stendur. Léttirgreiðslubyrði á meðan reynt er að selja aðra eignina. Veitt til allt að 12 mánaða í senn.
· Tímabundin föst greiðsla: Í stað þess að frysta afborganir og vexti af íbúðalánum semurviðskiptavinur um að greiða fasta upphæð mánaðarlega í allt að 12 mánuði í senn. Nákvæmútfærsla á lágmarksgreiðslu er mismunandi eftir bönkum.
· Fastar greiðslur/fast.lána í erl. mynt: Lausnin felur í sér tímabundið úrræði þar semviðskiptavinum er boðið að greiða mánaðarlega 5.000 kr. af hverri milljón af upphaflegumhöfuðstól fasteignalána í erlendri mynt fram til mars 2011 eða þar til endurútreikningur hefurfarið fram. Sem dæmi má nefna að greiðsla af upphaflegu 20 milljón kóna láni verður tilbráðabirgða 100 þúsund krónur á mánuði.
· Myntvelta, framlenging: Yfirdráttarheimildina má framlengja í 3 mánuði í senn, með þvískilyrði að vextirnir verða greiddir á meðan.
· Höfuðstólslækkun: Lækkun felur í sér breytingu erlendra fasteignalána yfir í verðtryggð eðaóverðtryggð lán í íslenskum krónum eða uppgreiðslu. Höfuðstóll lánsins lækkar að meðaltalium 25%. Lækkunin er háð því hversu langur tími er eftir af umsömdum lánstíma. Nákvæmútfærsla er mismunandi hjá þeim bönkum sem bjóða uppá úrræðið.
· 110% aðlögun íbúðalána1: Viðskiptavinum er boðið að færa veðlán þe. fasteignalán/lánssamninga í erlendum myntum og íbúðarlán niður í 110% veðhlutfall af markaðsvirðieignar sinnar. Viðskiptavinurinn heldur áfram að greiða af öllum samningskröfum. Skilyrði aðlán í erlendum myntum sé breytt í lán í íslenskum krónum. Endanleg útfærsla er mismunandieftir bönkum.
· Sértæk skuldaðlögun: Lán löguð að greiðslugetu skuldara svo hann geti haldið hófleguíbúðarhúsnæði, einni bifreið og haft eðlilega framfærslu miðað við fjölskyldustærðsamkvæmt viðmiðum bankans. Úrræðið hentar ekki þeim sem misst hafa vinnu og/eða orðið1 Íbúðalánasjóður býður ekki uppá 110% aðlögun íbúðalána nema í gegnum sértæka skuldaaðlögun.fyrir öðrum ófyrirséðum atvikum. Samningurinn stendur til þriggja ára og að þeim tímaloknum er hluti af eftirstöðvum skulda afskrifaður.
· Opinber greiðsluaðlögun samningskrafna: Tekur eingöngu til samningskrafna. Ætlað þeimsem ekki geta um ófyrirséða framtíð staðið undir skuldbindingum sínum. Sótt er um úrræðiðhjá héraðsdómi sem skipar viðkomandi umsjónarmann. Umsjónarmaður sér um að stilla uppgreiðsluáætlun(hvaða kröfur skal greiða og/eða afskrifa) sem lögð er fyrir alla kröfuhafa.
· Tímabundin greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna: Tekur eingöngu til fasteignaveðkrafna.Ætlað þeim sem ekki geta nýtt sér þau greiðsluerfiðleikaúrræði sem eru í boði í bönkum/sp.sj.Óska þarf eftir úrræðinu (td. með aðstoð Umboðsmanns skuldara) í gegnum héraðsdóm semskipar viðkomandi umsjónarmann. Umsjónarmaður sé um að stilla upp greiðsluáætlun(hvaða kröfur skal greiða og/eða afskrifa) sem lögð er fyrir alla kröfuhafa.
· Tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir: Einstaklingur sem greiðirfasteignaveðkröfur af tveimur fasteignum vegna kaupa á fasteign sem ætluð var til að haldaheimili getur óskað eftir því að ráðstafa annarri eigninni til veðhafa. Nánari útfærslu má finna

í lögum nr. 103/2010.

Svo er okkur talið um að ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð sé í mestu vandræðum en skv. þessu er  sá sem er í mestum vanskilum hópur fólks á aldrinum 40 til 59 ára.

Væri nú gaman ef að fréttamenn gerður nú ekki í því að ýkja vandan. Hann er nógur samt. En staðreyndin er að flestir eru að hafa þetta af og þau sem eru auðsjáanlega í mestu vandræðm í dag eru undir 10% þeirra sem skulda.

 


mbl.is 88% lána einstaklinga í skilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú við hverju býst þessi ágæti maður!

Hann er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Alþingi í byrjun október. Var hann þar ekki m.a. með svefnpoka. Og fór mikinn á facebook við skipulagningu. Lögreglu ber að fylgjast með hugsanlegum hættum og menn sem eru að mótmæla geta ekki sett bara hinar og þessar hugmyndir á facebook öðruvísi en að gera ráð fyrir að einhver taki þær alvarlega.

Og lögreglu ber að verja stjórnvöld frá hugsanlegum árásum.


mbl.is Yfirheyrður vegna Facebookfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn sérfræðingurinn enn sem varar við þessum almennu niðurfærslum

Á www.pressan.is má finna þennan pistil Jóns Steinssonar hagfræðings í Bandaríkjunum:

15. okt. 2010 - 09:35Jón Steinsson

130 milljarða skattahækkun?

Átján prósent niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána myndi kosta Íbúðalánasjóð 130 milljarða króna. Ríkissjóður þyrfti að bæta sjóðnum þessi útgjöld. Niðurfærslan myndi því þýða 130 milljarða ríkisútgjöld. Það er algilt lögmál að aukin ríkisútgjöld kalla á aukna skatta (eða peningaprentun). Skuldaniðurfærslan sem hefur verið í umræðunni síðustu daga jafngildir því 130 milljarða skattahækkun.

Skattar á Íslandi eru nú þegar mjög háir. Þeir hafa verið hækkaðir af illri nauðsyn síðustu ár til þess að standa vörð um verðferðarkerfið. 130 milljarða skattahækkun ofaná þær skattahækkanir sem nú þegar eru yfirstaðnar eða eru í spilunum væri fullkomið glapræði.

Ábyrg stefna stjórnvalda fram að þessu hefur borið þann árangur að kreppan hefur verið mildari en búist var við í fyrstu. Erlendis tala menn um ótrúlegan árangur. En ef stjórnvöld kasta ábyrgð fyrir róða nú er hætt við því að upp frá þessu muni hagkerfið vaxa hægar en spár gera ráð fyrir í stað þess að vaxa hraðar en spár gera ráð fyrir. Það væri synd.

Skynsöm stefna væri að gera breytingar á gjaldþrotalögum þannig að þeir einstaklingar sem ganga í gegnum gjaldþrot losni við skuldir sínar fyrir fullt og allt og geti því „byrjað upp á nýtt“. Stjórnvöld ættu að líta til Bandaríkjanna eftir fyrirmynd að þessu leyti.

Þá væri skynsamlegt að bjóða upp á úrræði sem setti þak á greiðslubyrði fólks sem hlutfall af ráðstöfunartekjum á hverjum tíma eins og gert er með námslán. Slíkt úrræði væri ólíkt einfaldara en núverandi úrræði.

Ýtarlegri umfjöllun um slíka lausn má finna hér: Fjárhagsvandi heimilanna: Hvað er til ráða?

Hann bætist því í hóp manna eins og ég hef áður talað um:

Guðmundur Ólafsson

Friðrik Már Baldursson

Þórólfur Matthíasson

Vilhjálmur Bjarnason

Sem og: Almennt held ég flestir hagfræðingar og sérfræðingar ráðuneyta, seðlabanka, banka, lífeyrissjóða, ASÍ og eflaust miklu fleiri.

Þeir benda allir á að þetta lendir á okkur í annari mynd: Hægari viðsnúningi, hærri sköttum, lægri lífeyrisgreiðslum og skuldugari ríkissjóð.


mbl.is Leita þarf varanlegra lausna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira bullið!

Hvernig í ósköpunum ætla þau að fá þetta til að virka:

  • Neyðarstjórn þyrfti að koma öllum málum í gegnum Alþingi
  • Neyðarstjórn getur ekki sent mál í þjóðarákvæði ef það er ágreiningur. Það er bara Alþingi sem getur það.
  • Og hvað á ríkisstjórn að gera skv. þeim

 

"a) Setning neyðarlaga til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem taki m.a. miðaf tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna. "

En ef sérfræðingar sem þeir segja að eigi að starfa með ríkisstjón segja að það gangi ekki upp að fara eftir þessum tillögum. Eða að lögin kosti ríkið hundruð milljarða eftir að þessi mál hafa verið rekin fyrir dómi.

"b) Opinber lágmarks framfærsluviðmið."

Og hvað ef að fundið er út að framfærsluviðmið sé kannski 300 þúsund. Hvaðan eiga að koma peningar til að uppfylla það?

"c) Fjárlög."

Og hvað á þetta að hjálpa til við fjárlög sem þarf að koma í gegnum þingið. ATH að þetta eru fjárlagafrumvarp sem Alþingi setur ekki ríkisstjórn

"d) Lýðræðisumbætur."

Og hvað eiga þau við með þessu. Er ekki verið að halda stjórnlagaþing?

"e) Endurskoðun á samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn."

Og þetta er nú bara svona lýðskrum.

Finnst að flokkur sem vill láta taka sig alvalega eigi ekki að láta svona eins og verstu lýðskrumarar. Þau tala um að þverbrjóta stjórnarskrá og eru með lausn sem leysir ekki nokkurn skapaðan hlut. Finnst stundum eins og þau tali áður en þau hugsa. Og eins og hér sé bara vond ríkisstjórn sem sitji á fullt af peningum sem af því að hún sé vond vilji ekki láta fólkið fá bara penigna eins og fólk vill.


mbl.is Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru ekki margir sérfræðingar sem eru hrifnir af þessari almennu niðurfærslu

Þórólfur Matthíasson segir:

Það sem er svo galið við að fella niður flatt á alla að þá sitja allir þeir sem eru í vandræðum núna áfram í vandræðum. Það verður hins vegar fullt af miðaldra fólki og eldra sem að munu fá til sín gjöf sem að þau hafa ekkert við að gera við núverandi aðstæður.

Á móti kemur að þeir munu tapa sem nemur einum mánuði á ári þegar þau fara á eftirlaun. Ef að heimili ræður ekki við að nota það sem kemur inn í tekjum til þess að borga gluggaumslögin þá þurfum við að hugsa málið og spyrja hvernig stendur á því og fara í gegnum það mál og Umboðsmaður skuldara er einn af þeim aðilum sem að getur gert það og getur hjálpað til.

Guðmundur Ólafsson segir:

Guðmundur Ólafsson, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, vill meina að tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfærslu sé eingöngu lýðskrum af versta tagi. Slíkar niðurfærslur þjóni aðeins hagsmunum lítils hluta heimila landsins og á kostnað lífeyrissjóða landsins. Það sé að auki hreint og beint ólöglegt.

Og síðar segir af skoðun hans:

Bendir Guðmundur á að lífeyrissjóðir landsmanna eigi stærstan hluta þeirra lána sem krafist er niðurfærslu á og því bitni allt slíkt beint á lífeyrissjóðsþegum landsins. Ólíkt því sem Hagsmunasamtök heimilanna segi þýði sé slíkt heljarinnar eignaupptaka enda séu aðeins 20 prósent heimila í vandræðum. Aðrir húsnæðiseigendur séu í ágætum málum þrátt fyrir allt.

Friðrík Már Baldursson segir:

Tillögur um skuldaniðurfærslu íbúðalána nýtast minnst þeim hópi sem þarf á mestri aðstoð að halda að mati prófessors í hagfræði. Lítill hluti heildarfjárhæðarinnar sem skuldaniðurfærslan kostar rennur til þessa hóps. Tillögur um niðurfærslu íbúðalána hljóða upp á um 220 milljarða króna.

Og síðar segir hann:

Þrjú af hverjum fjórum heimilum greiða minna en 30% af ráðstöfunartekjum í afborganir af húsnæðislánum.

Þessi heimili skulda samtals meira en 60% af heildarlánunum. Þannig færu um 130 milljarðar af þessum 220 milljörðum sem niðurfærslan kostar til þessa hóps. Afgangurinn eða um 90 milljarðar rynnu svo til hópsins sem greiðir yfir 30% af ráðstöfunartekjum sínum í afborganir af húsnæðislánum - en í þeim hópi eru einmitt þau heimili sem eru í hvað mestum vanda.

Þau heimili sem eru með háar tekjur, eða 650 þúsund krónur og meira í ráðstöfunartekjur í hverjum mánuði, skulda um það bil 20% af öllum skuldunum en fengju 44 milljarða króna í sinn hlut af þeim 220 milljörðum sem skuldaniðurfærslan kostar. Yfirgnæfandi meirihluti þessara heimila greiðir minna en 30% í afborganir af húsnæðislánum.

Á hinum endanum eru þau heimili sem minnstan pening hafa á milli handanna en það eru heimili sem eru með minna en 250 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Umtalsverður hluti þessa hóps er með háa greiðslubyrði þegar kemur að húsnæðislánum. Friðrik Már Baldursson segir að sé sá hópur tekinn sem sé í hvað mestum vanda að þá séu um 10% af þessum heimilum með 90% af ráðstöfunartekjunum í greiðslubyrði af íbúðarlánum. Ekkert heimili standi undir því. En hins vegar renni bara lítið brot af þessari heildarfjárhæð til þessa hóps því hann skuldi í krónum talið tiltölulega lítið.

Þessi hópur sé í mestum vandræðum með fjármál sín og hlutfall einstæðra foreldra  hátt. Þetta sé mjög breið og almenn aðgerð sem beinist kannski ekkert sérlega vel að þeim vanda sem henni sé ætlað að leysa.))

Friðrik Már telur að unnt væri að leysa vanda þeirra sem eru í mestu neyðinni á markvissari hátt með minni tilkostnaði og vísar þar til vaxtabótakerfisins. Það sé í sjálfu sér hægt að útfæra aðgerðir sem miði að því að aðstoða þá sem hvað verst séu staddir í gegnum það kerfi eða eitthvað annað sem sé svipað því.

Vona að ríkisstjórnin láti ekki lýðskrum og það að reyna að afla sér vinsældir leiða sig í eitthvað sem eigi eftir að valda ótrúlegum hörmungum með lækkun lífeyrisgreiðslan til frambúðar og fleiri ellilífeyrisþegum og örykjum undir fátækramörkum. Eins og Guðmundur Ólafsson benti á í viðtali á rás 2 þá værum við að velta skuldum heimila yfir á þá sem síst skildi en það eru öryrkjar og þá sem eru að fara eða byrjaðir að þyggja lifeyrir.


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður að mínu skapi!

Var að lesa þessa frétt á visir.is.

Vísir, 12. okt. 2010 20:05

Bölmóðurinn of mikill á Íslandi

Þar segir maður á Árskógsströnd frá. Hann segir m.a.

Ég er búinn að fara í gegnum allan þennan pakka," segir Tryggvi. Hann telur að neikvæðnin gagnvart þeim úrræðum sem verið sé að tryggja fólki sé allt of mikil

Og svo segir í fréttinni

Tryggvi segir að eftir fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga hafi hann ekki getað setið á sér. Báðar hliðar málsins yrðu að heyrast. „Ég byggði hús á Árskógarströnd árið 2005. Þetta var hús sem ég ætlaði að eiga heima í og ætlaði að eiga til frambúðar," segir Tryggvi. Hann fékk verðtryggt 17 milljóna króna lán hjá Íbúðalánasjóði. Það sé nú farið að nálgast 25 milljónir. Hann hafi því fengið greiðslufrest í tvö ár og nýtt sér lífeyrissjóðssparnaðinn. Í sínu tilfelli hafi þau úrræði sem stjórnvöld bjóða uppá því dugað ágætlega.

Og eins segir hann:

Tryggva Kristbirni finnst of mikil umræða um það á meðal almennings að ríkið eigi að bjarga öllu. Hann telur að fólk sem eigi í skuldavanda eða annan vanda eigi ekki endilega heimtingu á aðstoð frá ríkinu. „Stjórnvöld eiga ekkert að hjálpa mér að skúra,. þó mér gangi illa að skúra," segir Tryggvi Kristbjörn. Hann segir að þegar talað hafi verið við eldra fólk um fyrri kreppur hafi það fólk bent á að enga aðstoð hafi verið að fá. „Þegar kreppan kom 1980 var ekki gert neitt," segir Tryggvi.


mbl.is Fundur um skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það sé tölvupóstkunnátta Bjarna sem réð úrslitum?

Nei gríinlaust þá er þetta náttúrulega út í hött að ráða sem upplýsingafulltrúa mann sem situr í samtökum sem berjast fyrir því að bregða fæti fyrir vilja Alþingis og ríkisstjórnar vaðandi aðildarsamning við ESB. Því það er jú vilji Alþingis að sækja þar um og leggja samning fyrir þjóðina. Jón Bjarnason verður vonandi að skýra hvaða kostir Bjarna réðu úrslitum. Var það að hann gekk í Vg? Eða var það að hann er einlægur andstæðingur aðildaviðræðna við ESB?  Getum við séð hverjir aðrir sóttu um?
mbl.is Bjarni ráðinn upplýsingafulltrúi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna getur Öryrkjabandalagið komið sterkt inn i að leysa málin

Öryrkajabandalagið á nokkuð mikið af húsnæði sem fatlaðir búa í og ríkið borgar þeim leigu. Held að ÖBÍ get nú komið sterkt inn í að leysa vandamál með því að gæta hófs í hvað þeir rukka Ríkið um í leigu. Það eru engar smá upphæðir sem rukkaðar eru í leigu á þetta húsnæði. Ég vill síður nefna neinar tölur en það langt uppfyrir það sem manni mundi finnast eðlilegt á markaði. Og það hjálpar ekki til í Reykjavík nú þega á að spara þar á annað hundrað milljónir á næsta ári.


mbl.is Hættu við eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er bara hárrétt hjá Össuri!

Fólk getur ekki nefnt einn flokk á þingi sem ekki hefur sagt þetta. Indefence sagði þetta! Ríksistjónin hefur sagt þetta. Forsetinn sagði þetta líka. Það hafa allir sem að þessu máli hafa komið sagt að Ísland ætlaði að standa við skuldbindingar sínar. En menn hafa deilt á kjörin á samningunum.

Svo ég bið menn að vera ekki að tala Össur niður í þessu. Hann segir það sem allir hafa sagt hér á landi.

Bjarni Ben sagði við Cameron: "Á fundinum tjáði Bjarni Cameron að ástæðan fyrir því að Íslendingar höfnuðu Icesave samningnum væri sú að hann hafi verið ósanngjarn og ekki hægt að fallast á að Íslendingar tækju á sig allar byrðarnar."


mbl.is Aldrei spurning um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin á ekki að láta þvinga sig í óraunhæfar aðgerðir!

  • Menn tala alltaf eins og hér séu meirihluti húsnæðislána við banka. En það er held ég ekki rétt. Held að um 65% húsnæðislána sé við lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð. Og þar sé Íbúðalánasjóður stærstur.
  • Það ætti að vera auðvelt fyrir bankana að veita þennan afslátt. Því að þeir fá öruggari greiðslur í staðinn sem og að þeir losna við að sitja uppi með lager af íbúðum.
  • En Íbúðalánasjóður er þegar komin undir hættumörk varðandi eigið fé og þvi þyrfti að bæta honum allt það sem lánin færðust niður. Ef við miðum við að lán hjá Íbúðalánasjóði séu um 700 milljarðar þá þýðir 18% lækkun á höfuðstól lána um 130 milljarða sem þyrfti að bæta í hjá honum. Það er um það bil 3x þeir 44 milljarðar sem við þurfum að finna til að draga úr fjárlagagati á næsta ári.
  • En það er ekki nóg því að rætt hefur verið um að þessi sama lækkun þýði að eignir lífeyrissjóða lækki um 75 milljarða. Sem eru um 5% af eignum þeirra. Sem þýðir að það þarf að óbreyttu að lækka lífeyrisgreiðslur úr sjóðunum. Og mis mikið milli sjóða því þeir hafa lánað mismikið til íbúðakaupa.
  • Lækkun á lífeyrisgreiðslum þýðir að óbreyttu hærri útgjöld í Tryggingarstofnun því að lífeyrisgreiðslur og greiðslu tryggingarstofnunar eru tekjutengdar.
  • Eins eiga lífeyrissjóðir skuldabréf Íbúðalánasjóðs sem þá væntanlega myndu rýrna.

Sé ekki hvernig að ríkið eigi að geta fjármagnað þetta nema að skera ógurlega niður eða hækka skatta mikið. Og eins með lífeyrissjóðina. Nema þá að lög um raunávöxtun þeirra verði breytt úr þessum 3,5% eða þeim breytt í gegnumstreymissjóði. Og þá verður sífellt dýrara fyrir okkur að fjármagna greiðslur til ellilífeyrisþega í framtíðinni.

Fjármögnun þessara lækkana þurfa að vera á hreinu áður en þær verða kynntar´.

Hér segir Vilhjálmur Bjarnason einmitt það sem ég hef verið að segja hér varðandi þessar niðurfærslur verðtryggðra skulda. http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547125/2010/10/08/11/


mbl.is Lausn við skuldavanda í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband