Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Væri nú ekki gott að fá að vita hverju þetta fólk er að mótmæla?

Maður hefur aðeins fylgst með þessum mótmælum í New York en finnst að þar tali fólk mörgum tungum. Manni skilst að þeir séu að mótmæla veldi fjármagnseigenda. En finnst að fólk sem er að mótmæla megi nú alveg kynna hvað þau vilja í staðinn.

  • Vilja þau að bankar hætti að lána peninga? Hvaða kerfi vilja þau fá í staðinn? T.d. hvernig á fólk að kaupa hús, bíla og fleira? Með vöruskipum? Vinnuskiptum? Hvað vill fólk?
  • Vill fólk að fjármálamörkuðum séu sett strangari reglur? Ekkert að því og þó fyrr hafi verið.
  • Eru þau á móti einkareknum bönkum? Eða að bankar hagnist á útlánum? En þá yrðu náttúrulega engir bankar því að af hverju ættu innlánseigendur að leggja inn fé í banka af að engin ávöxtun yrði á þeim þar. Og bankar fá jú ávöxtun á sitt fé með því að lána þá út með vöxtum.
  • Eru þau á móti hlutabréfamörkuðum? Ég persónulega er á móti allir þeirri spákaupmennsku sem er í gangi í heiminum. Þ.e. einhverjir vitlausir "sérfræðingar" t.d. sem áætla um Olíu birgðir í USA geta hækkað og lækkað verð á olíu í heiminum um háar upphæðir sem síðar kemur í ljós að var bara bull.
  • Eru þau að mótmæla atvinnuleysi. Nú hvernig vilja þau að það verði leyst ef þau á sama tíma eru að berjast gegn þeim sem hafa fé til að fjárfesta

En kannski aðalástæðan sem ég velti fyrir mér:

  • Er þetta kannski bara fólki sem leiðist vill gera eitthvað spennandi og helst að komast í umræðuna og í fjölmiðla og það birtist myndir af þeim? Því að þegar ég heyri viðtöl við þau þá hafa þau ekkert uppbyggilegt að segja. Þau tala í frösum sem þau hafa enga hugmynd um hvað þýða og gleypa hrátt upp eftir einhverjum öðrum. Húgmyndir að lausnum eins og:
  • Ríkið verður bara að skaffa þetta og hitt. En ríkð það erum bara við skattgreiðendur.
  • Ríkið verður bara að lækka lánin. En Ríkið á ekki öll lán og stofnanir sem Ríkð á jú eins og Íbúðarlánasjóður þarf þá peninga í staðinn því hann skuldar nærri allt sem hann lánar áfram til einstaklinga.
  • Lífeyrissjóðinir er í umræðunni eins og vondir fjármagnseigendur þó ljóst sé að þar eru bara sjóðior okkar sem leggjum í þá og þeir missa eigur sínar hjá Íbúðalánsjóð og útlán til fólks þá verður að skerða greiðslur úr þeim sem eykur á það fé sem við þurftum að borga í gengum Tryggingarstofnun.

Gæti haldið áfram lengi. Ég er náttúrulega á móti þeim áhrifum sem fjármagnið hefur hér á landi. T.d. hægt að benda á að LÍÚ á stóran hluta þingmanna ákveðinna flokka sem vinna krefisbundið gegn því að við fáum eðlilega rentu fyrir auðlind okkar. Og verja kerfið fram í rauðan dauðan. Finnst ömurlegt að horfa hér upp á allskona valdablokkir ráða hér öllu.  Þarf að setja hömlur á uppsöfnun valds hér í krafti auðs. Og skipta honum jafnar. Þetta er þó hafið með því að skattleggja ofureignir, þrepaskiptum tekjuskatti. Stífari lögum og reglum, sem má enn bæta og svo framvegis.

En um leiðir og markmið mótmælenda veit ég ekkert um og það sem ég hef heyrt er óraunhæft, óskýrt og óframkvæmalegt.


mbl.is Gistu á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ups þetta var bara vitlleysa hjá mér/Lífið getur verið ótrúlega furðulegt!/ Svona geta tengdar fréttir ruglað mann!

Setti þetta blogg inn áðan en annað hvort hefur tölvan sem ég fór í opnað á gamla frétt eða eitthvað svoleiðis. Þannig að þetta er bara bull sem betur fer. [Alveg ótrúlegt að maður lendi í því sama daginn að vera dæmdur fyrir skattalagabrot sama dag og hann fylgir bróður sínum til grafar. Spurning hvort að dómstólar geti ekki hliðrað til uppkvaðningu dóms í svona tilfellum.]
mbl.is Ingvi Hrafn dæmdur fyrir skattalagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps hvað gera stjórnarandstæðingar nú?!

Stjórnarandstöðunni hefur orðið mikið ágengt að tala alla von úr fólki m.a. að hér sé engin hagvöxtur og helmingur þjóðarinnar sé verið að bera út og hinn sé á leið til Noregs. En úps nú er Seðlabanki að senda frá sér upplýsingar um það að hagvöxtur á þessu ári verði sennileg um 3% og á næsta ári sennilega vel yfir 2% sem er varlleg spá  Þetta er með því mesta sem mælist á Vesturlöndum.  Svo hvað gerir stjórnarandstaðan nú.  Væntanlega einhvað svona óraunhæft eins og að allir Íslendingar eigi rétt á því að ríkið borgi fyrir þá miða í Víkingalottó og að allir eigi siðferðislegan rétt á að fá hæsta vinninginn, að ríkið og lífeyrissjóðir eigi að borga öll lán sem eru yfir 2 milljónir því þá kaupi fólk svo mikið að ríkið græði á því. Eða eitthvað þaðan af vitlausara. En svo ekkert um hvernig á að fjármagna það raunhæft.
mbl.is Spá 2,3% hagvexti á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hjólreiðamanna!

Um leið og ég tek undir orð ykkar varðandi hið hörmulega slys á Dalvegi í Kópavogi þá langar mig að beina til ykkar ábendingum.

Ég undirritaður hjóla ekki en geng mikið í ákveðnu hverfi með hundinn minn. Þar göngum við á göngustígum eins og vera ber. Og þá erum við komnir að því sem mig langar að kvarta yfir. En það eru einmitt hjólreiðamenn. Það hefur ekki bara 1x eða 2x legið við stórslysi þegar þið komið hjólandi á fullri ferð kannski svona 20 til 30 km hraða hljóðlaust í bakið á mér og hundinum.  Nú er ég með hundinn í bandi og oft orðið að stökkvar til hliðar svo að menn hjóluðu ekki á tauminn í hundinn. Sem og eitt skerf til hliðar hjá mér hefði oft geta valdið þvi að það yrði stór slys. Helst vildi ég ekki hafa ykkur á göngustígum en þangað til finnst mér að þið gætuð nú sýn smá varúð á þessum tækjum ykkar sem ná svona svakalegri ferð. Og eins þá mættuð þið sumir vera betur lýstir í myrkrinu.

Eins rétt að þið farið líka varlega í umferðinni því það er stundum vont að sjá ykkur!


mbl.is Harma slys á Dalvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband