Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Er þetta ekki þessi Ásdís Ólafsdóttir?

KRAFTMIKIL kjarnorkukona tekur nú þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi, Ásdís Ólafsdóttir. Það var mér fagnaðarefni að frétta að Ásdís gæfi kost á sér, því mér hefur lengi fundist að hún ætti erindi í bæjarstjórnina hér. Ásdís hefur mikla reynslu og fjölþætta, sem nýtist vel í því vandasama hlutverki sem er að vera fulltrúi bæjarbúa í bæjarstjórninni.(ur grein í Mogganum frá 1998)
Eðlilegt að hún vilji kosningar núna.
mbl.is Kosningar ekki heppilegar nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabundin lausn á þessu kvótamáli!

Búinn að finna lausn á kvótamálunum fyrir næstu árin! Að allar útgerðir sem eiga meira en 100 tonn borgi skatt upp á 50 kr. fyrir hvert kíló sem þeir veiða og það gildi þar til að sátt sé komin varðandi kvótamálin í heild. Við þurfum á peningum að halda í samfélagsmál. Við eigum þessa auðlind og viljum fá beinar auknar tekjur af henni. Legg til að Einar Guðfinnssyni verði bannað að koma að þessu máli og það leyst á næstu 3 árum En þangað til borgi allar stærri útgerðir 50 krónur til ríkisins af hverju veiddu kílói. Það á ekki að líða LÍÚ og Einari og fleirum skósveinum þeirra að halda þessu í gíslingu árum og áratugum saman á meðan að stóru útgerinar moka upp hagnaði og flytja hann með öllum ráðum þangað þar sem þau þurfa ekki að borga skatta af þeim.

Og ekki veitir okkur af peningum í velferðarþjónustuna núna og til þess verðum við að fá fé af auðlyndum okkar. Það er ekki nóg að það séu nokkrar fjölskyldur sem maki krókin í dag á meðan að við skerum niður. 


mbl.is Ekki hægt að byggja á frumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændasamtökin söm við sig.

Gylfi var að tala um verðbólguna sem fer hækkandi. Þar kemur fram að nú síðasta ár hefur búvara og grænmeti hækkað meira en aðrar vörur og hækka þar með verðbólguna. Þ.e. á þessu ári hefa búvörur hækkað um rúlelag 10% á meðan annað hefur hækkað um 4 til 5%. En þá fara menn að horfa langt aftur í tímann til 2007. Nú eru þeir líka að miðað við erlendar vörur frá þessum tíma. Nokkuð ljóst að þær hafa hækkað mikið enda krónan fallið um helming frá 2007. Og fyrir erlendarvörur þarf jú að borga með gjaldeyrir. En það á ekki við um Íslenskar búvörur sem eru jú verndaðar í bak og fyrir með innflutnngshömlum. Og ættu því ekki að taka svona gríðarlegum hækkunum.
mbl.is Búvörur hækkað minna en aðrar neysluvörur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar í þessa frétt - Eftirfarandi

Hvað þyrftu laun Lögreglumanna að hækka til að ná þróun launavísitöl opinberra starfsmanna? Þ.e. úr 131 stigi upp í 142 stig. Og eins hvernig munurinn væri ef að úrskurður gerðadóms tekur gildi? Þ.e. þessi hækkun og þessar 15 þúsund krónur sem þeir áttu að fá í álagsgreiðslur. Kröfur um yfir hundrað þúsund krónu hækkun er náttúrulega ekki raunhæf núna. En það væri gaman að vita hvað hækkunin þyrfti að vera til að ná þessu bili sem lögreglan telur vera á þróun þeirra launa og annarra. 

Eins vantar útfærslur á því hvernig ríkið myndi bregaðst við miklum hækkunum. Myndi það gera enn ríkari hagræðingarkröfur á lögregluna í heild. Til að halda sig innan ramma fjárlaga sem eru með miklum niðurskurði. 

Finnst að nú verði fjármálaráðuneyti að setjast niður og reikna sig niður á eitthvað tilboð til lögreglumanna sem kæmi þá ofan á þennan gerðadóm. Eitthvað tímabundið fram að næstu kjarasamningum. Það fer í taugarnar á öllum þetta óvissuástand.  Síðan finnst mér að fjölga eigi lögreglumönnum og þá aðallega í þeim hóp sem er mest á götunum. Og þá um leið að leggja áherslu á að skera niður yfirvinnu hjá þessu fólki. Því yfirvinna undir slíku álagi er ekki góð fyrir andlega og líkamlega líðan þessa fólks. Því fleiri lögreglumenn þýðir væntanlega minni þörf á afleysingum við veikindi og forföll.  Miða sem mest við að menn vinni bara 40 stunda vinnuviku. 


mbl.is Launin hífð upp með yfirvinnu og álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að SA ættu nú aðeins að slaka á!

Nú er ljóst að bankar eiga fé til að lána í framkvæmdir og fjárfestingu.

  • Eru það þá ekki atvinnurekendur sem eiga að grípa tækifærið. Ekki hafa skattar er eða gjöld hækkað neitt gríðarlega frá hruni.
  • Ekki eru þau að ætlast til þess að ríkið ráðist í lántökur og skuldsetningu ofan á annað til að þau komist af stað?
  • Ekki eru þau að ætlast til að skattar þeirra verði færðir yfir á almenning?
  • Það væri kannski hægt að lækka skatta á fyrirtæki og skattleggja sérstaklega upp á 50% peninga sem eigendur fyrirtækja geyma í bönkum og ríkisskuldabréfum t.d. yfir 50 milljónir.
  • Ekki eru þau að ætlast til að við gefum einhverjum fjárfestum orkuna okkar á niðursettu verði? Ekki eru þeir að ætlast til að við förum í að virkja á svæðum sem mikil deila er um eða eru í friðunarlista í rammaáætlun?
Held að nú sé ljóst að þeir eru orðnir þreyttir á að fá ekki aftur lágu skattana sína og algjört fjárfestingar frelsi sem leiddi okkur í þau vandræði sem við erum í. Nú eru þeir komnir í beina baráttu með flokknum sínum og markmiðið er að koma honum aftur til valda.
mbl.is Vísa orðum forsætisráðherra á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OK - Hvað hindranir eru menn að tala um?!

Það að lækka skatta á bæði fyrirtæki og auðvaldið er ekki nein lausn því að ríkið getur ekki skorið niður á móti því. Virkjanir fara ekki af stað nema að fjárfestar séu tilbúnir að borga fyrir orkuna. Og það verður ekki virkjað bara hér og þar eftir óskum þeirra sem peningana hafa. Við erum ekki tilbúin að fórna öllu fyrir skammtíma lausnir. 

Fjárfesting í Sjávarútvegi hjálpar ekki að vinna á atvinnuleysinu því nú þegar er allur fiskur veiddur sem má veiða. Þannig að það eykst ekki. Fjárfesting í sjávarútvegi miðar að því að fækka störfum þannig að það leysir ekki atvinnuleysi. Ný skip eru smíðuð erlendis þannig að það skapar ekki störf því þau eldri eru seld í burtu í staðinn. Þannig að mér finnst nú lágmark að menn sem tala svona útfæri fyrir okkur hvernig þeir ætla að auka störf og minnka atvinnuleysi.

Þá verða menn líka að horfa til þess að hvað sem ríkið gerir t.d. varðandi Landspítaln, Hjúkrunarými og fleira er barist gegn af flokki atvinnurekenda Sjálfstæðisflokknum. 


mbl.is Hægt að bæta þjóðarhag um 46 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita á að borga Lögreglunni almennileg laun! Ennnn.......!

Hef svona lauslega verið að lesa mér til um Gerðardóma í kjölfar bréfa þar sem lögreglumenn hafa verið að tala um að ríkð hafi ekki leyft gerðardómi að ákveða meiri hækkun.  Svona eins og ég skil gerðadóm þá er það dómur sem er skipaður aðilum sem koma ekki að þeim málum sem hann dæmir um. Og þá hvorki Lögreglumenn né fulltrúar viðkomandi stofnunar ríkisins. Hvernig má það þá vera að lögreglumenn séu að tala eins og ríkið ráði gerðadómi? Nú eru þetta lögreglumenn og eiga því að vera vel að sér í lögum og reglum auk þess sem þeir væntanlega hafa kynnt sér þetta vel.  Og því skil ég ekki slíkan málflutning.

En að kjörum Lögreglumanna þá finnst manni þessi hækkun og 13 þúsund krónur vegna álags náttúrulega ekki bjóðandi. Það þarf að vera einhver hvati fyrir fólk að vera stöðugt að leggja líf og limi í hættu sem og að þurfa að sinna erfiðustu málum sem koma hér upp á landinu. Þannig að ég hefði ekki séð eftir því þó að skattar mínir yrðu háir eitthvað áfram til að borga mannsæmandi kaup fyrir þetta.  Og byrjunarlaun undir 250 þúsundum fyrir slík störf eru náttúrulega brandari. 

Eðlilegt að þeir séu hundóánægðir en það verður að fara rétt með í málflutning og kenna réttum aðilum um. Nú eru þeir ekki sáttir við gerðadóm og þá verða þeir og ríkið að setjast að þeim atriðum sem þeir eru mest ósáttir við og ná lendingu fyrst að gerðardómurinn er ekki ásættanlegur. Og stjórnvöld ættu að bregðast þarna strax við því að við megum ekki við því að upp komi einhver atvik sem ógnað geta öryggi þjóðarinnar vegna óánægjum með laun.


mbl.is Vinna ekki frumkvæðisvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt!!!!

Var að skoða atkvæðagreiðsluna um Stjórnarráð Íslands. Þar kemur fátt á óvart nema kannski að þeir sem voru duglegastir í málþófinu eru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna

fjarverandi:

Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Margrét Tryggvadóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir
Það var þá ekki meiri áhugi á þessu máli en svo að þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna. 

 


mbl.is Stjórnarráðsfrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já var það ekki Jón Bjarnason!

Hef ekki séð það í gegnum árin eða áratugina að Alþingi hafi verið fært um það að breyta nokkru. Nú eru tillögur að breytingum á stjórnarráðinu byggðar á vinnu sérfræðnga sem studdust við rannsókanrskýrsluna vegna hrunsins, og vinnu þingmannanefndarinnar. Og viti menn Jón er á móti því. Það er í 60 ár búið að reyna að setja hér nýja stjórnarskrá og ekkert gengið. Það er búið að reyna að breyta hér kvótakerfinu í mörg ár og ekkert gengið. Það eru hagsmunaaðilar sem standa gegn öllum þessum breytingum því þá missa þeir völdin. Sýnist að megnið af þessum breytingum á stjórnarráðinu gangi út á t.d. að það komi ekki aftur fyrir að ráðherrar viti ekki af erfiðleikum eins og voru hér 2008 vegna þess að aðrir ráðherrar létu þá ekki vita. Það er verðið að gera stjórnsýslu skilvirkari. En það henntar hagsmunasamökum bænda og kvótaeigenda ekki vel.

Svo væri gott fyrir Jón að horfa á hvað er verið að gera með kótafrumvarpið hans. Það er alveg eins. 


mbl.is Alþingis að semja frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þá hleypa þeir bara þessu máli í gegn og klára hin!

Það er nú þegar búið að sýna fram á að meirihluti Alþingismanna styðja þetta mál. Þannig að það er þingmeirihluti fyrir að klára umræður og samþykkja breytingar á lögum um stjórnarráðið. Það er gjörsamlega óþolandi ef að stjórnarmeirihluti gefur þetta mál eftir. Það er bíð að leggja fram breytingar tillögu varðandi þá grein sem flestir hafa talað gegn. Og það var samflokksmaður Sigmundur Egló sem lagði þá breytingu fram. En framsókn og sjálfstæðismenn sem eru fótgönguliðar Bændasamtakana og LÍÚ. Þeir hafa fengið skipun frá þessum samtökum um að standa gegn hverjum þeim breytingum sem gætu svipt þessi samtök völdum og þannig láta þessir þingmenn núna. Alveg sama um orðstýr sinn, félagasinna og Alþingi í heild. Telja að allt sé leyfilegt til að þóknast yfirmönnum sínu.

Það verður bara að leyfa þessu fólki að röfla þarna inni fram í rauðan dauðan. Held hins vegar ef að fréttamiðlar allir mundu sammælast um að segja ekki of mikið frá röflinu í þeim myndu þeir hætta að nenna þessu.

Það eru allir búnir að segja sitt álit á þessu máli. Nú er þetta bara ofbeldi og aðför að lýðræðinu að leyfa ekki að kjósa um þetta.


mbl.is Vilji til samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband