Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Ímyndað samtal ríkisstjórnarinnar við kröfuhafa

Af bloggi Gísla Baldvinssonar á eyjan.is 
Fimmtudagur 31.10.2013 - 19:25 - FB ummæli (0)

Viðtal ríkisstjórnar við kröfuhafa, I hluti

Status frá Guðmundi Löve sem skilur ríkisstjórnina betur en hún skilur sjálfa sig:

Ímyndað samtal ríkisstjórnarinnar við kröfuhafa:
Ríkisstjórnin: “Viljið þið láta okkur hafa 400 milljarða af krónueignunum ykkar?”
Kröfuhafar: “Ehm, nei.”
Ríkisstjórnin: “En ef við borgum ykkur út restina í alvöru gjaldmiðli á Seðlabankagengi?”
Kröfuhafar: “Augnablik … [reikna] … Nei.”
Ríkisstjórnin: “Hvers vegna ekki?”
Kröfuhafar: “Við höfum það bara ágætt með krónueignirnar. Þessi gjaldmiðill ber hæstu vexti í hinum vestræna heimi og við fáum að taka vexti og afborganir með okkur út úr landinu í alvörupeningum. Auk þess hafa sumar eignir vaxið svakalega frá hruni. Engin ástæða til að losa þetta.”
Ríkisstjórnin: “Er þá ekkert sem við getum gert?”
Kröfuhafar: “Jú. Ef þið viljið losna við snjóhengjuna skulið þið ganga inn í ERM II-myntsamstarfið og verja þannig krónuna. Þá getið þið litið á snjóhengjuna sem risastóra erlenda fjárfestingu í stað einhvers ógurlegs vanda. Við erum bara bissnissmenn. Ef þið skaffið okkur opið viðskiptaumhverfi þá látum við þessa peninga vinna fyrir bæði okkur og íslenskt samfélag í stað þess að líta á þá sem vandamál.”
Ríkisstjórnin: “En þá værum við að opna fyrir allskonar … erlend viðskipti!?”
Kröfuhafar: “Er það ekki þetta sem alþjóðasamfélagið gengur út á? Erlend fjárfesting er eina leiðin til hagvaxtar umfram mjög svo takmarkað sjálfaflafé … en þið eruð í dag að keppast við að loka öllum dyrum og fjárfesting er að hrynja! Þið eruð að verða að frumframleiðsluþjóð! Hvaða vit er í því?”
Ríkisstjórnin: “Þessi ríkisstjórn trúir á fullveldið!”
Kröfuhafar: “Vertu þá sæll Bjartur minn. Heyrumst eftir fjögur ár.”

Ekki fjarri lagi svona daginn fyrir fyrsta nóvember.


Valið stendur á milli ESB aðildar og evru eða vogunarsjóða og haftakrónu

Af síðu Andra Geirs

Krónan og vogunarsjóðir

Valið stendur á milli ESB aðildar og evru eða vogunarsjóða og haftakrónu.  Án ESB aðildar verða vogunarsjóðir í lykilaðstöðu til að skammta og stýra erlendu fjármagni til Íslands.  Völd þeirra munu aukast og þeir eru þegar búnir að koma sér vel fyrir.

Vogunarsjóðir eiga ekki aðeins kröfur á gömlu bankana, heldur líka íslenska ríkið, Landsvirkjun, sveitarfélög og aðra innlenda aðila.  Aðkoma þeirra að endurfjármögnun Lýsingar nýlega, sýnir vel að Ísland er á yfirráðasvæði vogunarsjóða og þeirra bankamanna.  Þeir eru jú sérfræðingar í áhættufjárfestingum.  Stórir erlendir viðskiptabankar á við Deutsche Bank vilja ekki lána til aðila í íslenskum áhættuflokki, það kostar þá dýrmætt eigið fé, en það er af skornum skammti.

Með krónuna verða Íslendingar að reiða sig á vogunarsjóði og AGS, aðrir eru ekki tilbúnir að taka þá áhættu að lána hingað erlendan gjaldeyri.  Og ætli Íslendingar að lyfta gjaldeyrishöftum munu vogunarsjóðir leika lykilhlutverk sem eini aðilinn sem mun treysta sér til að taka þátt í þeim markaði, en gjaldeyrismarkaður sem aðeins byggir á innlendum aðilum er ekki trúverðugur.

Nú hverfur ekki íslensk áhætta með ESB aðild en munurinn er að þá er búið að marka trúverðuga framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum og aðkoma evrópska seðlabankans að íslenskri peningamálastefnu mun opna fyrir fleiri fjármögnunarleiðir og draga úr völdum vogunarsjóða.

Með krónuna sem framtíðargjaldmiðil verða vogunarsjóðir og kröfuhafar hins vegar hér á landi næstu áratugina, þeir eru ekkert á förum, þvert á móti hefur kosningaloforðsklúður framsóknar styrkt stöðu þeirra.

Á endanum munu Íslendingar þó átta sig á að haftakrónan og vogunarsjóðir eru allt of dýr kostur.


Sigmundur Davíð: Samningar við kröfuhafa gætu tekið nokkur ár

Frétt af eyjan.is:

Nokkur ár gætu liðið þangað til viðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna lýkur og hægt verður að afnema gjaldeyrishöft, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann segir kröfuhafa hafa það of náðugt innan íslensks hagkerfis.

Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð á vef Reuters. Formlegar viðræður við kröfuhafa eru ekki enn hafnar og segir í frétt Reuters að forsætisráðherrann sé orðinn óþreyjufullur vegna þess að staðan sem nú er uppi hamli bæði fjárfestingu og vexti. Að hans mati hafi kröfuhafar á Íslandi það of náðugt.

Þetta hefur ekki gengið jafn hratt fyrir sig og við vonuðumst eftir…en við bjuggumst við að þetta gæti jafnvel tekið nokkur ár,

segir Sigmundur Davíð, en í frétt Reuters er rifjað upp að hann hafi spáð því í júní að samningar gætu jafnvel náðst á þessu ári.

Þetta er spurning um hvenær kröfuhafar eru reiðubúnir að finna lausn…og það er betra ef þeir finna lausnina.

Haft er eftir forsætisráðherra að kröfuhafar hafi sent misvísandi skilaboð og þrátt fyrir að þreifingar hafi átt sér stað hafi lítið haldfast komið upp á borðið.

Að mínu viti hefur ríkisstjórn Íslands verið mjög liðleg við kröfuhafa.

Sigmundur Davíð segir að um leið og samningar nást við kröfuhafa ætti að vera hægt að aflétta gjaldeyrishöftum á tiltölulega skjótan hátt.

Ekki eru liðnar nema tvær vikur síðan Bjarni Benediktsson sagðist í viðtali við Bloomberg fréttastofuna að hann vonaðist til að hægt verði að ljúka samningum við kröfuhafa og afnema gjaldeyrishöft svo snemma sem í apríl á næsta ári.

 


Sigmundur Davíð í sjálfvorkun á Sprengisandi!

Verða að segja að Sigmundur Davíð sem forstætisráðherra geriri lítið annað en að vorkenna sér. Dá góður hluti viðtals hans í þættinum Á Sprengisandi fór í að vorkenna sjálfum sér út af fjölmiðlum og vondum netverjum. Honum viðrðist gjörsamlega vera fyrirmunað að sjá að hann og félagar hans létu eins eða verr í síðasta kjörtímabili.  Skoðið þetta nýja videó sem ég fann youtube:

 


 


Sigurður Ingi ekki í nokkrum tengslum við þjóðina?

Ef að Sigurður Ingi heldur að:

Svokallaðri samningaleið sem gerði ráð fyrir að útgerðaraðilar fengju úthlutað veiðiheimildir til langs tíma, 20-25 ár hugsanlega, til þess að tryggja nauðsynlegan stöðugleika í greininni og svigrúm til fjárfestinga.

sé leið sem þjóðinn sættist á þá er hann bara ekki í neinum tengslum við þjóðarvilja. Þ.e. ef að öllum kvóta væri úthlutað nú til 25 ára þá værum við að tala um að þessum forréttinda klubbi væri hér með lokað næstu 25 árin. Alveg ljóst að engin sátt myndi verða um það. Nema að þessir þá forréttindaklíka borgðai fullt verið fyrir þær heimildir.  Þetta myndi væntanlega algjörlega jarða nýliðun nema þá að einhverjir fjársterkir myndu kaupa heilu fyrirtækin, því að kótinn væri bundinn allur þar með. 


mbl.is Makrílsamningar ólíklegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða leyndó geyma þessi félög?

Nú setti Sigmundur Davíð reglugerð um að eftirfarandi félög séu undanskilin upplýsingaskildu stjórnsýslulaga. Af hverju? Væri gaman að vita það. Auðvita eru ýmis af þessum félögum í samkeppni og maður skilur það að það megi ekki gefa upp viðkvæmar upplýsingar varðandi þau mál. En varla eru þau það öll. Og eru þau öll eigu Landsbankans eða hver á þau?

1. gr.

Forsætisráðherra hefur ákveðið, með vísan til 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra og umsögn Samkeppniseftirlitsins, að eftirtaldir lögaðilar skuli ekki falla undir gildissvið laganna og skal undanþága hvers þeirra endurskoðuð eigi síðar en 1. júlí 2016:

  1. Landsbankinn hf.
  2. Landsvirkjun sf.
  3. Orkusalan ehf.
  4. Sparisjóður Bolungarvíkur.
  5. Sparisjóður Svarfdæla.
  6. Sparisjóður Vestmannaeyja.
  7. Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis.

2. gr.

Forsætisráðherra hefur ákveðið, með vísan til 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra, að eftirtaldir lögaðilar skuli ekki falla undir gildissvið laganna og skal undanþága hvers þeirra endurskoðuð að fenginni umsögn Samkeppniseftirlitsins þó eigi síðar en 1. janúar 2014:

  1. Blámi – fjárfestingarfélag ehf.
  2. Eignarhaldsfélag Landsbankans ehf.
  3. Eignarhaldsfélagið ehf.
  4. Fasteignafélag Íslands ehf.
  5. Fictor ehf.
  6. Framkvæmdafélagið Hömlur ehf.
  7. Grípir ehf.
  8. H Akureyri ehf.
  9. HÍ1 ehf.
  10. HÍ2 ehf.
  11. Holtavegur 10 ehf.
  12. Horn fjárfestingarfélag hf.
  13. Hótel Egilsstaðir ehf.
  14. Hömlur ehf.
  15. Hömlur 1 ehf.
  16. Hömlur 2 ehf.
  17. Hömlur 3 ehf.
  18. Hömlur B&T ehf.
  19. Hömlur fyrirtæki ehf.
  20. Hömlur þróunarfélag ehf.
  21. HÞR1 ehf.
  22. Landsbréf hf.
  23. Landsvaki ehf.
  24. Landsvirkjun Power ehf.
  25. Laugavegsreitir ehf.
  26. Lindir Resources ehf.
  27. Lífsval ehf.
  28. NIKEL ehf.
  29. Orkufjarskipti hf.
  30. Reginn íbúðarhúsnæði ehf.
  31. SL-2010 hf.
  32. Span ehf.
  33. Spvlet ehf.
  34. Stenias ehf.
  35. Tangabryggja ehf.
  36. Þeistareykir ehf.

 


Leiðréttingarsjóður?

Var aðeins að kynna mér þessar hugmyndir eins og Guðmundur í XG lagið þetta fram. Er það rétt skilið hjá mér að óverðtryggðu lánin komi til með að bera 7,6% vexti og vaxtamunur verði um 7% á þessum lánum og lán  leiðréttingarsjóðsins sem verð verðtryggð með 0,25% vöxtum. Og svo eigi vaxtamunur að greiða upp lán Seðlabankans.

Eru menn að segja að vextir þá hér til framtíðar eigi að vera um 7,5% af þessum þá óverðtryggðu húsnæðislánum. Þ.e. að á hverju ári borgi fólk sem nemur 7,5% af lánsupphæðinni í vexti. Þ.e. af 20 milljóna láni borgi fólk þá um 1,5 milljónir í vexti + svo afborgun af láninu. Þ.e. kannski um 2 til 2,5 milljónir, Það gerir þá um 166 þúsund á mánuði fyrstu árin minnst.

Er ekki holt fyrir fólk að skoða að í öllum nágranalöndum okkar eru vextir 2 til 4%. Það kaupir ekkert ungt fólk íbúðir á þessum kjörum ef bankarnir lána á sömu kjörum til nýrra kaupenda og þeirra sem fá lækkun á lánum skv. þessari leið. 

En hér vilja náttúrulega allir hafa krónuna því hún er svo sveigjanleg. 


Rökin fyrir aðild að ESB

Af eyjan.is

Number1Hagsbæturnar leiða meðal annars af upptöku evru í stað krónu. Með evru fæst langþráður stöðugleiki, verðtrygging verður ekki lengur nauðsynleg, vextir lækka og viðskiptakostnaður minnkar. Tilraunin með íslensku krónuna er fullreynd og tókst ekki. Með evrunni hverfur snjóhengja innilokaðra króna, enda breytast allar krónur í evrur í boði evrópska seðlabankans. Á leiðinni yfir í evruna yrði krónan tengd henni í fastgengisramma, ERM II, með sama hætti og danska krónan. Íslensk heimili og fyrirtæki nytu þá strax ávinnings af vegferðinni.

Number2Fullveldi Íslands efldist við það að landið fengi sæti við borðið þar sem lög og reglur ESB – og þar með evrópska efnahagssvæðisins – verða til. Evrópusambandið er lýðræðislegur vettvangur 28 þjóða (29 með Íslandi) þar sem tekið er á sameiginlegum viðfangsefnum sem spanna yfir landamæri.  Dæmi um þetta eru vinnumarkaður og vinnuvernd, fjármálamarkaðir, umhverfismál, loftslagsmál, löggæslumál og svo mætti áfram telja. Ísland hefur kosið að taka þátt í þessum vettvangi en aðeins sem viðtakandi að hluta með aðild að EES. Við höfum því lítil sem engin áhrif á þær reglugerðir og tilskipanir sem við erum skuldbundin til að framfylgja og taka upp í landsrétt skv. EES-samningnum. Með fullri aðild að ESB tækju fulltrúar Íslands sæti í framkvæmdastjórn sambandsins, í ráðherraráði þess og á Evrópuþinginu. Ástæða er til að ætla að áhrif okkar gætu orðið mikil í þeim málaflokkum við kysum að leggja sérstaka áherslu á, t.d. í sjávarútvegsmálum. Áhrif okkar yrðu almennt langt umfram hlutfall okkar af fólksfjölda sambandsins. Við ættum til dæmis einn fulltrúa af 29 í framkvæmdastjórninni og hefðum neitunarvald gagnvart breytingum á stofnsáttmálum sambandsins, svo eitthvað sé nefnt.

Number3Framtíðarhorfur batna með stöðugra efnahags- og stjórnmálaumhverfi og skýrri stefnu. Auðveldara yrði fyrir fyrirtæki og ríkisstofnanir að halda í sérhæft og færanlegt starfsfólk þar sem starfsrammi og kjör yrðu sambærileg því sem tíðkast annars staðar í Evrópu. Í aðild felst atvinnustefna sem byggir á alþjóðlegri samkeppnisfærni, tækifærum fyrir vel menntað fólk, örvun beinnar erlendrar fjárfestingar, sprotum, nýsköpun og skapandi greinum – í stað áherslu á þrengri sérhagsmuni einfaldra frumframleiðslugreina. Gjaldeyrishöft hyrfu og fjármagn til uppbyggingar yrði auðsóttara.


Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi! (Engar efndir bara nefndir)

Frétt af ruv.is:

Báðir stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa tapað fylgi frá kosningum, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Sjálfstæðisflokkurinn er þó stærstur flokka á landsvísu, en 23% kjósenda styðja hann. Það er þremur og hálfu prósentustigi minna fylgi en í kosningunum í vor. Framsóknarflokkurinn tapar mun meira fylgi en stuðningur við hann mælist nú um 15%. Það er tíu prósentustigum minna fylgi en í vor. Samfylkingin eykur fylgi sitt og mælist næst stærsti flokkurinn. 20% kjósenda styðja hana, 15% styðja Vinstri græn og 12% styðja Bjarta framtíð. 8% styðja Pírata, 2% styðja Dögun og 5% styðja aðra flokka. Tæplega þúsund manns tóku þátt í könnuninni en það var nærri 65% svarhlutfall.

 

Sjálfstæðisflokkurinn ........ 23%
Samfylkingin ....................20%
Vinstri græn ....................15%
Framsóknarflokkurinn ........15%
Björt framtíð .....................12%
Píratar ...............................8%
Dögun ............................. 2%
aðrir flokkar ....................... 5%

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband