Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Stjórnvöld vilji helst þjóðnýta allar eignir erlendra vogunarsjóða en það komi ekki til greina

Úr frétt á ruv.is byggð á frétt af Bloomberg

Þjóðnýting krafna komi ekki til greina

Rætt er við Andrew Jent, stjórnarformann vogunarsjóðsins Hayman Capital Management, sem er með aðsetur í Texas í Bandaríkjunum. Sjóðurinn keypti kröfur á Glitni um mitt árið í fyrra og Jent segir í samtali við blaðamann Bloomberg að hann geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem íslensk stjórnvöld séu í gagnvart kjósendum. Stjórnvöld vilji helst þjóðnýta allar eignir erlendra vogunarsjóða en það komi ekki til greina; hvorki samkvæmt landslögum né alþjóðalögum. Jent segist efast um að Íslendingar vilji lenda í sömu stöðu og Argentínumenn sem hafi farið þessa leið, þeir eigi í dag erfitt með að laða að erlenda fjárfestingu.

Og

Títtnefndur Andrew Jent segir hins vegar að það flæki málið hve ósamstíga stjórnarflokkarnir virðist vera í málinu. Forsætisráðherrann hafi sagt að bankarnir fái enga sérmeðferð en fjármálaráðherra hafi sagt mögulegt að aflétta gjaldeyrishöftum innan árs. 

Svona líta útlendir kröfuhafar á málið auk þess sem þeir virðast tilbúnir að biíða því þeir reikna með jafnvel að gjaldeyrishöftin geti verið hér í jafnvel í 6 ár.  Þetta rímar illa við það sem sérfræðingurinn Sigmundur Davíð sagði fyrir kosningar. Að þetta væri ekkert mál því öllum væri svon mikið mál að komast héðan að þær væru tilbúnir að gefa okkur helming eigna sinna. 


Ný stjórn skipuð á næstunni í Landsvirkjun!

Var að lesa DV þar segir frá því að fjármálaráðherra ætlar að drífa af að skipta um stjróna í Landsvirkjun. Það verður fylgst með því hverjir verða skipaðir og hvort að til standi að gefa fleiri stóriðjum okruna okkar:

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst skipta um stjórn Landsvirkjunar núna þrátt fyrir að mánuður sé eftir af skipunartíma núverandi stjórnar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, bar fram fyrirspurn á Alþingi rétt í þessu til Bjarna um málið. „Það er mikilvægt að hann segi okkur hér á Alþingi hvers vegna honum liggur svona á að breyta stjórnum þessara fyrirtækja,“ spurði Katrín.

Stjórnarskiptin munu eiga sér stað í þar næstu viku. Bjarni mun líka ætla að skipa nýjar stjórnir yfir RARIK, Isavia og Íslandspósti. Spurði Katrín hvort þessi breyting sé í einhverju samhengi við ummæli iðnaðarráðherra, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, á haustfundi Landsvirkjunar í gær þar sem hún sagðist vera orðin óþreyjufull eftir að tiltekin verkefni komist í framkvæmd og nefndi í því samhengi álversframkvæmd í Helguvík.

Bjarni svaraði Katrínu á Alþingi þar sem hann benti á að einhver hefði nú sagt að honum lægi greinilega ekki á fyrst hann hefði ekki enn skipað nýja stjórn í þessum fyrirtækjum hálfu ári eftir að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við stjórnartaumum í landinu. Sagði hann alls ekki óeðlilegt að skipt sé um stjórnir þegar nýr meirihluti er myndaður

 


Hvað þarf hver framsóknarráðherra marga aðstoðarmenn?

Nú 9 því þeir þeir geta bara notað einn putta á lyklaborðið og ef hann hefur 9 þá hafa þeir 10 putta til að slá inn!

Finnst þetta hláleg niðurstaða hjá fólki sem boðar hagræðingu. Finnst auðsjáanlega fyrirséð að ekkert sé að gera á Alþingi og því geti Alþingi bara borgað aðstoðarmanni Sigmundar laun. Finnst Ásmundur svo ómerkilegur þingmaður að hann þurfi bara ekkert að vera þar nema kannski til að greiða atkvæði eins og Sigmundur Davíð segir. 

En ef fólk er hissa þá hefur þetta alltaf verið tilhneigin hjá framsókn að fylla allar stöður í kring um þá af góðum og gildum Framsókar- og fólki úr Samvinnuskólunum og Sambandinu.  Og þetta er nú bara byrjunin. 


mbl.is Ráðning Ásmundar „stenst fullkomlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðsjáanleg ekkert að gera hjá þingmönnum Framsóknar!

Sigmundur Davíð ræður öllu og því þarf enga almenna þingmenn. Spurning hvort að þeir sem kusu hann á þing séu glaðir með þetta! Furðuleg ráðstöfun en sennilega undanfari á því að hann verði ráðherra.  Hélt reyndar að Alþingismenn mættu ekki vera í öðru fullu starfi með þingmennsku.
mbl.is Ásmundur aðstoðar Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona fá útvaldir nú gefins makrílinn!

Virðulegur forseti. Það hefði verið eðlilegt að spyrja hæstv. sjávarútvegsráðherra þessara spurninga en ég skal taka að mér að svara þótt málefnið sé á sviði annars ráðherra. Eins og hv. þm. Árni Páll Árnason veit stendur til og er vinna þegar hafin við endurskoðun fiskveiðistjórnarkerfisins þar sem verður horfið frá varanlegri úthlutun og menn færa sig yfir í það sem sáttanefndin svokallaða hafði raunar fjallað töluvert um og var komin langt með, þ.e. að samningar taki við af varanlegri úthlutun. Þá væri mjög óeðlilegt að ætla á sama tíma að fara að taka eina tegund þar út fyrir sviga og láta aðrar reglur gilda um þá tegund en aðrar.

Makríll, af því að ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður sé sérstaklega að ræða makríl, fer auðvitað inn í þetta kerfi með öðrum tegundum. Þeir sem verða með kvóta í makríl munu til dæmis þurfa að leggja sitt af mörkum til að setja í potta og aðrar ráðstafanir, alveg á sama hátt og þeir sem eru í bolfisksveiðum. Að ætla að taka tegundina út fyrir sviga að öðru leyti væri því mjög óeðlilegt og eingöngu til þess fallið að koma í veg fyrir að hér komist á heilsteypt kerfi sem skili hámarkshagræðingu og hámarkstekjum til samfélagsins.

Við skulum hafa það hugfast að nú lítur út fyrir að á þessu ári og því næsta verði tekjur af íslenskum sjávarútvegi meiri en nokkru sinni fyrr. Tekjur af veiðigjaldinu, það verður greitt veiðigjald af makríl, verða að minnsta kosti jafn miklar og á síðasta ári og heildartekjur af sjávarútvegi meiri en nokkurn tímann fyrr í sögu landsins.  (Sgmundur Davíð á Alþingi í dag)

Bara svona til að minna fólk á að samningaleiðinn gengur út á að einhverjir fá þá kvótan skv. samningi til 20 til 25 ára með möguleika á framlengingu.  Gegn "hóflegu veiðigjaldi"! Hefði ekki verið ráð að leigja  þennan kvóta næstu árin á ársgrundvelli þannig að hámarka tekjur okkar af honum a.m.k. fyrstu árin á meðan okkur vantar penigna. T.d. einhvern kvótamarkað.  En nei það verða einhverjir einkavinir sem fá þetta líka.


Er hreinlega ekki viss um að Sigmundur Davíð valdi verkefnum sínum.

Virðulegur forseti. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að tímasetningar muni standast í þessu efni. Hv. þingmanni er óhætt að gera ráð fyrir því. Það kann líka vel að vera að menn vilji setja hv. þingmann og aðra hv. þingmenn inn í málið áður en það verður kynnt.

Eins og ég hef hins vegar oft komið inn á í umræðum um þessi mál þá er mikilvægt að hafa það í huga að hér er um að ræða útfærslu á tiltekinni stefnu, þ.e. útfærslu á framkvæmd tiltekinnar stefnu. Í þessari vinnu var aldrei lagt upp með það að ná einhvers konar heildarsamkomulagi milli allra flokka á Alþingi enda var tekist á um þetta mál í kosningabaráttunni. Síðan lá fyrir ákveðin niðurstaða við stjórnarmyndun og markmið þessarar vinnu er einfaldlega að útfæra framkvæmd þeirrar vinnu.

Ef að Sigmundur Davíð er ekki búinn að gleyma síðustu 4 árum á sínum stutta stjórmálaferli hlýtur hann að muna að hann og flokkur hans stóðu í málþófi aftur og aftur af því honum fannst ekki haft nægt  samráð við sig og sinn flokk.  Og í framhaldi var manni nærri nóg boðið þegar menn tala svona. Honum er holt að muna að þó framsókn hafi aukið fylgi sitt þá eru þeir aðeins fulltrúar um 23 eða 24% þjóðarinnar. 

í dag spurði Katrín Jakobs Sigmund Davíð um hvort að stjórnarandstöðunni yðrðu kynntar tillögur í skuldamálum heimiliana þegar starfshópar Sigmundar myndu skila af sér,Eða hvort þeim yrði bara hent á netið þegar þær lægu fyrir.?


Og hvaða nýju samstarfs og samvinnuvinnubrögð sem hann boðaði í kosningum eru þetta? Finnst honum að fulltrúar tæplega helmings þjóðarinnar komi þetta bara ekkert við. Ef svo er væri kannski rétt að öll þessi mál færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og stofnarður yrði hér hópur í líkingu við Indefence sem héti "Skynsemi ræður" sem heimti með undirskriftum að öll mál sem ekki er hægt að fullvissa þjóðinna um að gangi upp farið í þjóðaratkvæðagreiðslu.


Alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við óveður! !

eina_jakvae_a.jpg


Megi hún dvelja þarna sem lengst!

Vigdís Hauksdóttir um Sæstreng til Bretlands.

Vigdís sem er með ESB á heilanum færir hér sín furðulegu rök um að rafstrengur til Bretlands gæti verið hluti af leynimakki varðandi ESB umsóknina!

„Ein af ástæðum þess að hagkvæmt kann að þykja að leggja rafstreng milli Íslands og Bretlands er að framkvæmdin getur dregið úr þörf fyrir óendurnýjanlega orkugjafa í Bretlandi og þannig stuðlað að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda þarlendis. Að sama skapi getur framkvæmdin verið liður í að uppfylla markmið Bretlands (og Evrópusambandsins) um hlutfall endurnýjanlegrar orku.“

Virðulegi forseti. Ég bara spyr: Er það hlutverk Íslendinga að sjá til þess að Bretar geti uppfyllt skilyrði sín varðandi Kyoto-bókunina? Ég segi nei. Við eigum nóg með okkur, sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin og Vinstri grænir fóru með það í gegnum þingið á síðasta kjörtímabili að ganga þessu losunarkerfi á hönd og þar með var sóað út úr höndunum á okkur sem þjóð fleiri milljarða eign sem fólst í íslenska ákvæðinu í losunarkerfinu. Mér finnst þetta því vera orðin ansi mikil samþætting á milli Íslands og ríkja Evrópusambandsins og þá einkum Bretlands ef við eigum að fara að bera ábyrgð á þeim þáttum fyrir Breta.

Henni dettur náttúrulega ekki í hug að þarna hefur Landvirkjun verið að skoða möguleika á að selja umframorku og jafnvel meira til Evrópu fyrir um 5x meira en við fáum frá stóriðju hér.  Þ.e. að hagnast á að selja umframrafmagn sem rennur í sjóinn  í dag þar sem við þurfum að vera með umframrafmagn til að tryggja stóriðjunni stöðugt rafmagn. En vissu lega finnst manni að ekki eigi að virkja bara til að selja út. Norðmenn gera þetta 

Eins segir Vigdís: 

Í fyrsta lagi mundi það breyta ásýnd okkar sem þjóðar. Við yrðum hreinræktaðir hrávöruframleiðendur fyrir Evrópuþjóðir í stað þess að flytja út fullunna vöru og vera fullvinnsluþjóð eins og sífellt er verið að kalla eftir, t.d. varðandi sjávarútvegsauðlindina okkar. Það er eitthvað sem ég vil ekki sjá, að við yrðum hrávöruframleiðendur að rafmagni fyrir ríki Evrópusambandsins með þessum streng. Við skulum fara aðeins yfir hvað þetta þýðir raunverulega og hversu risastórt verkefnið er. 

Veit blessuð kona að við erum í dag hrávöruframleiðendur. Stóriðja hér byggist á því að koma hiingað með súrál og nota orku  okkar og flytja héðan ál. Við vinnum það ekki neitt. Við vinnu fiskinn nærri ekki neitt nema að flaka hann og hreinsa. Kjót fer út óunnið svo ég held að Vigdís ætti nú að hugsa áður en hún talar. Orkan er þó eitthvað sem við myndum vinna og selja á góðu verði

En mesti brandarinn er þetta:

Verði sæstrengnum komið fyrir í sjó og við verðum farin að flytja rafmagn fram og til baka, því að þetta er ekki einstefnuvegur, erum við þá tilbúin til að blanda okkar hreinu orku saman við orku Evrópusambandsríkjanna sem er búin til á kolum og kjarnorku? Ég segi nei takk. Við erum því með því að fara í þetta verkefni um leið að gjaldfella okkar eigin orku og menga hana með þeirri skítugu orku sem þarna er að finna. Ég hafna því, virðulegi forseti, og tel að okkur sé betur komið með því að selja orkuna til fullvinnslu innan lands.

P.s. ég er ekki búinn að mynda mér skoðun á þessum með sæstreng og orkusölu en rök Vigdísar eru bara hlægileg. 

Hér getur fólk séð ræðunn í held

http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20131105T143832

 


Nokkur atriði úr fréttum

  • Fleiri starfa í nefndum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stofnað til að leysa skuldavanda heimilanna en þeir sem búa í Súðavík. www.dv.is
  •  Eygló Harðardóttir ítrekaði að Framsókn lofaði almennum lækkunum höfðustóls verðtryggðra lána en aldrei að þær yrðu  20% sem segir okkur að orð Guðmundar Steingríms um 5 til 10% lækkun gæti verið rétt. 
  • Sigmundur Davíð sagði að skattlagning eða sektir á fjármálafyrirtæki vegna þess að þau endurreikni ekki nógu hratt er ekki möguleg
  • Eins heyrðist í dag að verðtrygging yrði ekki afnumin á þegar teknum lánum. 
  • Kröfur um lánshæfismat og mat á greiðslugetu veldur því að fólk sem hefur lent í vanskilum eða hefur meðaltekjur geta ekki tekið húsnæðislán að óbreyttu. Þ.e. óverðtryggðir vextir valda því að greiðslubirgði er of há!
  • Eins þá er ljóst að Framsókn sem er búinn að vera með lausnir á vanda heimilina frá því 2009 dugar ekki hálft ár og þurfa sennilega 1 ár til að hrinda þessu í framkvæmd þó skv. þeim þetta hafi alltaf verið bara spurning um að taka ákvörðun. 

Svona má eyða tíma ráðuneyta af þingkonu sem vill skera þar niður alveg hægri og vinstri.

Rakst á þessa fyrirspurn á althingi.is sem var svarað í dag:

Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur verið skoðað að innheimta hærri gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu af þeim sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins?

    Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins og njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi greiða fullt gjald fyrir þjónustuna, sbr. reglugerð nr. 1101/2012, um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna. Reglugerð þessi er endurskoðuð árlega og gjöldum breytt með hliðsjón af verðlagsbreytingum. Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins greiða því nú þegar hærri gjöld en þeir sem búa innan svæðisins.

Spurning hvaða þingmaður vissi þetta ekki? Þetta vissi ég og sennilega flestir Íslendingar. Þ.e. að þeir sem eru utan EES og ESB þurfa að borga hér fullt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu.  En það var ákveðinn þingmaður sem þurfti að spyrja að þessu? Gott að hún hefur ekki farið hamförum út af því að þarna væri hægt að græða. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband