Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Hvað mundi ríkisstjórnin gera þá?

Segjum að ríkisstjórninni taksist að koma á þessari almennulækkun lána. Sem gengur nú orðið reyndar út á að lækkunin verði mismunandi eftir því hvenær fólk keypti. En segjum að það tækist. En í kjölfarið af því að og því að það fara einhverjar framkvæmdir fara vonandi í gang. Segjum að það valdi því að hér fari veðbólga í gang, aukin einkaneysla og aukinn innflutningur sem sem fóðrar verðbólgu á meða að tekjur okkar erlendis frá koma ekki þá erum við að nota prentaða peninga.  En segjum semsagt að þetta gerist um næstu áramót. Og þessu fylgi verðbólgu skot upp á kannski 7 til 8% verðbólgu megnið af næsta ári.  Er þá ekki kominn annar forsendubrestur fyrir þá sem hafa tekð húsnæðislán frá 2010 og fá litla lækkanir núna skv. Sigmundi og Co.

Hvað með þá sem nú hafa fengið 110% leiðréttingu eiga þeir að fá jafn mikla lækkun lána og þeir sem ekkert hafa fengið?

Og ef að menn verða búnir að afnema verðtryggingu og allir komnir með óverðtryggð lán þá vitum við að vextir verða hækkaðir gríðarlega á meðan til að hamla á móti þennslunni. Yðri það ekki forsendubrestur?

Krónan er náttúrulega eins og hún er. Verður næsta gengisfall ekki líka forsendufrestur 

Nú eru líkur á að það yrði komið fordæmi. Af hverju ættu bæði þeir sem fá nú lækkanir á lánum og þeir sem ekki fá lækkanir nú að sætta sig við t.d. næstu 4 árin að fá ekki bættar allar breytingar á lánum sem verða næstu 4 ár? Þ.e. á meðan þessi stjórn situr?


Enginn sérfræðingur sammála ríkisstjón varðandi skuldamál heimila.

En eins og venjulega veit Sigmundur Davíð betur. OECD segir skv. þessari frétt:

 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur þá flötu lækkun lána sem boðuð hefur verið ekki ráðlega og tekur undir þá gagnrýni Seðlabankans að slík lækkun myndi að mestu nýtast þeim sem ekki ættu í erfiðleikum með afborganir. Stofnunin sagði það mun árangursríkara að takmarka lækkanir við þau heimili sem ættu erfitt með að standa í skilum.

Og um Sjálfstæðisleiðna:

Stofnunin telur heldur ekki ráðlegt að gera afborganir af húsnæðislánum frádráttarbærar frá skatti. Benti David Carey, hagfræðingur OECD á slæma reynslu landa á borð við Holland af slíku fyrirkomulagi og sagði mörg þeirra landa sem stuðst hefðu við slíkt kerfi hafa afnumið það. Hann nefndi til dæmis að fyrirkomulagið í Hollandi skerti tekjuskattstofn ríkisins um þriðjung og hvetti til þess að heimilin greiddu síður niður lán sín og fjárfestu þess í stað, sem leiddi til aukinnar áhættu fyrir heimilin í landinu.

Þess í stað lagði stofnunin til húsnæðistengd fjárframlög ríkisins til þeirra sem ættu erfitt með að standa undir húsnæðiskostnaði og greina þannig ekki á milli þeirra sem keyptu eða leigðu húsnæði.

Þetta síðsta er nú nákvæmlega það sem unnði var að með því sem var kallað Húsnæðisbætur í tíð fyrri stjórnvalda.  

Eins þessi leið hans Sigmundar um allt að 800 milljarða sem ná mætti af kröfuhöfum. Eina landi sem ég veit að hefur veirð í svipaðri stöðu varðandi kröfuhafa. Argentína. Þeir hafa staðið í stríði við kröfuhafa þess lands í um 13 ár og hún stendur enn. Það er nefnilega það sem maður hræðist. Við lentum í hruninu 2008 vegna manna sem höfðu fundið sér Íslenskrar leiðir til að geta Ísland að fjármálaparadís og engir aðrir skyldu snillina. En úps óvart eru erlendar stofnanir sem hafa marg oft skoðað þessar leiðir og vita á þeim kosti og galla. En Sigmundur Davíð þarf ekkert að hlusta á aðra. Hann er svo víðlesin og klár að hann veit allt betur. 

 


mbl.is Flöt lækkun lána ekki ráðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar menn lofa öllu fyrir alla, þá verða menn að taka afleiðingu þess!

Sko ríkisstjórn sem er mynduð af flokkum sem lofuðu öllu fyrir alla fyrir kosningar geta bara ekki kvartað yfir því að allir bæði þeir sem lentu í minni hluta á Alþingi og allir hinir rukki þá um allt fyrir alla og helst meira.  Þannig að nú vill fólk:

  • lægri lán,
  • hærra kaup,
  • lægri skatta,
  • aukin umsvif,
  • lægra atvinnuleysi
  • aukna þjónustu.
Þetta eru nærri orðrétt heildarloforð þessara flokka.

Þeir sögðu aldrei að þetta yrði skoðað á kjörtímabilinu, heldur að ráðist yrði í þetta strax eftir kosningar. Og nú er það okkar bæði þeirra sem kusu þá og þá sem þurfa að búa við að þeir náðu meirihluta að rukka um þetta ef að þeir hafa einhverjar raunhæfar leiðir að þessu sem kosta almenna skattgreiðendur ekki hækkanir og verri lífskjör. Þannig blasir þetta við mér. 


Ekki var þetta eins mikið og maður hélt.

Það er sagt að þetta snerti um 7000 aldraðra en skv. því sem ég best sé að vef hagstofnuna eru fólk yfir 67 ára um 34.800. Hvaða stöðu eru þau 28 þúsund sem ekki fá neinar leiðréttingar?
mbl.is Frítekjumark aldraðra hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

veidigjald.is

Finnst lágmark að ríkisstjórnin tryggi að upphæð sérsaksveiðigjalds verð ekki minni en áætlað var í þeim lögum sem nú eru í gildi og hvort sem núverandi lög verða löguð eða ný lög taka gildi.

Og því skrifaði ég hér undir

 

 


Markverðast sem hefur gerst á mánuði nýrrar ríkisstjórnar:

TÍMALÍNA

22. maí Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar kynnt
23. maí Ný ríkisstjórn tekur við
28. maí Mótmæli umhverfisvernarsinna við stjórnarráðið
6. júní Alþingi sett
10. júní Forsætisráðherra kynnir skipan nefnda um skuldaniðurfellingu í stefnuræðu sinni á Alþingi
12. júní Menntamálaráðherra tilkynnir um breytingu á skipan í stjórn RÚV
13. júní Fjármálaráðherra segist þurfa að endurskoða lög um tannlækningar barna
14. júní Menntamálaráðherra skipar Jónas Fr. og aðra samflokksmenn í stjórn LÍN
16. júní Frétt um styrki sjávarútvegsfyrirtækja til stjórnarflokkanna
17. júní Undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds hrint af stað
19. júní Fjármálaráðherra segir ekki rými til að hækka laun hjúkrunarfræðinga

En Framsókn veit þetta svo miklu betur.

Íbúðalánsjóður:

Sé litið til neyslukönnunar Hagstofunnar og reglna um greiðslumat þá hefur ákveðinn hluti landsins ekki efni á því að kaupa sér þak yfir höfuðið og líklega ekki heldur efni á því að leigja sér húsnæði. Verði eingöngu boðið upp á óverðtryggð lán til húsnæðiskaupa mun þessi hópur stækka umtalsvert vegna hærri greiðslubyrði óverðtryggðra lána.

Tilgangur verðtryggðra jafngreiðslulána var einmitt sá að lækka húsnæðiskostnað eins og kostur var til þess að sem flestir gætu komið sér þaki yfir höfuðið, jafnvel þótt þessu fylgdu ókostir á borð við mikla skuldsetningu almennings sem leitast við að fá eins há lán og greiðslugeta leyfir. Þess vegna telur Íbúðalánasjóður æskilegt að boðið verði upp á bæði óverðtryggð og verðtryggð íbúðalán til húsnæðiskaupa, en að neytendur séu vel upplýstir um kosti og galla hvers láns fyrir sig. Enn fremur telur sjóðurinn að ekki eigi að bjóða lengri lán en til 30 ára nema í undantekningartilvikum og að skoða eigi að setja skorður við því hversu hátt hlutfall greiðslubyrði lána megi vera af ráðstöfunartekjum heimilis. Sjá hér

Seðlabanki:

Niðurstöður rannsókna sérfræðinga Seðlabankans sýna að almenn niðurfærsla verðtryggðra húsnæðislána er dýr og óskilvirk aðgerð til að koma til móts við þann hóp heimila sem glímir við hvað mestan vanda, þ.e. þann hóp heimila sem glímir bæði við greiðslu- og skuldavanda. Hætta er á að svigrúm til að bregðast við vanda þeirra yrði skert sökum kostnaðar við almennu niðurfærsluna.

Seðlabankinn talar jafnaframt um „meintan forsendubrest“ í umsögn sinni.

Vandséð er að hugtakið forsendubrestur eigi við í þessu tilfelli, enda er það kjarni verðtryggingar að raungildi afborgana og eftirstöðva sé óháð sveiflum í verðbólgu. Það er því ein af forsendum verðtryggðs láns að nafnvirði lánsins breytist með óvæntum sveiflum í verðlagi. Ætla má að langvarandi reynsla Íslendinga af verðbólgu og verðtryggingu lána geri það að verkum að þekking á þessu samhengi sé útbreidd. Sjá hér

Samtök atvinnulífssin:

Í umsögn SA segir að ekki verði gert lítið úr skuldavanda heimila og er skilningur á aðgerðum til að koma til móts við hann, einkum hjá þeim sem eru verst settir. Hins vegar verði ekki litið framhjá því að þegar hafi verið gripið til margvíslegra úrræða og aðgerða af hálfu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja, meðal annars 110 prósent leiðarinnar, hækkunar vaxtabóta og sérstakra vaxtabóta sem fjármagnaðar voru með sköttum á lántakendur og lífeyrisþega.

Áhyggjur SA snúa fyrst og fremst af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á stöðu ríkissjóðs og efnahagslífið. Stórfelld niðurfærsla skulda heimila hlýtur að hafa víðtæk áhrif á efnahagslífið, t.a.m. aukna einkaneyslu, aukinn innflutning og viðskiptahalla, og getur stuðlað að veikara gengi krónunnar, vaxandi verðbólgu og hærri vöxtum. Verði þróunin sú verður afnám gjaldeyrishafta enn fjarlægara en ella. Sjá hér

ASÍ leggur áherslu á þá sem líka haf orðið illa úti úr þessu svo sem leigjendur og fleiri hvort ekkert eigi að gera fyrir þá?

 

En Frosti veit þetta svo miklu betur enda hefur maðurinn menntun, áratuga reynslu í að fást við vandamál skuldugara ríkja,  stýring á gengi gjaldmiðla og niðurgreiðslum á skuldum (eða ekki) og hann segir :

Nú er þetta ekki ætlað til þess að koma til móts við þann hóp sem glímir við mestan vanda, það er nefnilega á misskilningi byggt. Aðgerðir til þess eru annars eðlis. Þetta eru svokallaðar almennar aðgerðir til leiðréttingar á forsendubresti sem allur almenningur varð fyrir,

Smá viðbót

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja vara við erfiðleikum við höfuðstólslækkun lána frá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Niðurfæslu þeirra lána þurfi að mæta með framlögum frá almenningi eða með niðurfærslu skulda íbúðalánasjóðs sem í reynd væri að mestu leyti á kostnað lífeyrissjóðanna.

Samband íslenskra sveitarfélaga og Alþýðusamband Íslands benda á fleiri hópa en húsnæðiseigendur sem hafi orðið fyrir áhrifum efnahagshrunsins. Leigjendur eru sérstaklega nefndir í þessum sambandi.

 


mbl.is Niðurfærsla lána óskilvirk og dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarleiðin ófær?

Hér setur Gunnar Tómasson fram athugasemdir sínar varðandi leið Framsóknar að ná í fullt af peningum til kröfuhafa og deila þeim á fólk sem keypti íbúðir fyrir 2008. Hann sýnir fram á að við eigum nú ekki á vísan að róa og engir ókeypis peningar þar. Helst að um nærri beina peningaprentun yrði að ræða:

En peningahagfræði er flókin og erfitt að rökstyðja fræðilega afstöðu í málum sem þessu þannig að gagn sé að fyrir allan almenning.

Mér datt því í hug að setja upp einfalt dæmi þar sem kjarni málsins ætti að vera flestum skiljanlegur.

1. Íslenzk stjórnvöld boða lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda um 400 milljarða.

2. Erlendir kröfuhafar eiga eftirfarandi eignir:

a. Tvo viðskiptabanka, 200 milljarðar.

b. Kröfur á Íbúðalánasjóð, 100 milljarðar.

c. Ríkisvíxla, 100 milljarðar.

d. Bankainnstæður, 100 milljarðar.

e. Gjaldeyrir utan Íslands 2.000 milljarðar.

3. Yfirtaka stjórnvalda á lið a. án endurgjalds eykur ríkiseignir í mynd hlutafélaga um 200 milljarða.

4. Yfirtaka stjórnvalda á liðum b. og c. og d. bætir hreina skuldastöðu ríkissjóðs um samtals 300 milljarða.

5. Tilraun stjórnvalda til yfirtöku á e. býður heim langvarandi dómsmálum innanlands og utan.

6. Yfirtaka b. og c. skilar engu reiðufé í ríkiskassann.

7. Yfirtaka d. skilar 100 milljörðum í ríkiskassann en hefur engin áhrif á peningamagn í umferð.

8. Notkun andvirðis d. til skuldaleiðréttingar eykur peningamagn í umferð um 100 milljarða.

9. Notkun andvirðis d. er því jafngildi peningaprentunar af hálfu Seðlabanka Íslands.

10. Um áhrif sölu tveggja banka á fjárhagslegan og greiðslujafnaðar stöðugleika fer eftir atvikum.

11. Innlendar eignir kröfuhafa upp á 500 milljarða (a.-d.) skapa 100 milljarða „svigrúm“.

12. „Svigrúm“ sem Seðlabanki Íslands getur skapað með pennastriki/peningaprentun.

Það er ábyrgðarhlutur að (a) vinna kosningar með endemis rugli, og (b) hafa skuldsett heimili landsins að ginningarfíflum í kjölfarið. Sjá hér

 


Er Sigurðu Ingi uppvís að lygum?

Úr frétt á ruv.is um þessar alvarlegu athugasemdir sem 2 sveitarfélög áttu að hafa komið með:

Í Morgunútvarpinu á Rás tvö kom fram að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, hafi frestað friðlýsingu Þjórsárvera. Hann sagði alvarlegar athugasemdir hafa komið frá tveimur sveitarfélögum ásamt Landsvirkjun. Sveitarfélögin eru Rangárþing Ytra og Skagafjörður.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti Ragnárþings Ytra segist hins vegar ekki hafa gert athugasemdir við friðlýsinguna. „Nei, ég get ekki útskýrt það, ekki nema ráðherrann eigi við örlitlar ábendingar sem sveitarstjóri okkar sendi til hans,“ sagði Guðmundur.

Þær ábendingar snerust um að sveitarstjórnin tæki enga afstöðu til Norðlingaölduveitu en friðlýsing hefði þýtt að þær fyrirætlanir væru úr sögunni. Guðmundi Inga þykir ekki gott að talað sé um þessa litlu ábendingu sem athugasemd við friðlýsinguna, og segir að það byggist líklega á því að hún hafi misskilist.

Í fundargerð sveitarstjórnar Skagafjarðar frá því í maí kemur fram að stækkun Þjórsárvera og friðlýsingarskilmálar hafi verið samþykktir með níu atkvæðum sveitarstjórnarmeðlima. Bjarni Jónsson oddviti segir að einu ábendingarnar sem sveitarstjórn Skagafjarðar hafi sent ráðuneytinu lúti að ferlinu sjálfu en breyti ekki afstöðu sveitarfélagsins til friðlýsingar svæðisins. 


Nú er að verða liðnir 2 mánuðir frá kosningum og hvað hefur breyst?

Svona miðað við væntingar og loforð hefði maður haldið að nú væru hafnar hér á landi stórkostlegar breytingar. En nei ósköp lítið hefur enn gerst.

  • Sigmundur Davíð eyddi jú drjúgum tíma til að mynda nýja stórn. Niðurstaðan var jú eins og allir reikuðu með en stjórnarsáttmáli ekki það plagg sem allir reiknðu með.
  • Síðan þá hefur lítið gerst nema að ráðuneytum var fjölgað og á sennilega eftir að fjölga meira.
  • Frá flestum ráðuneytum hefur heyrst lítið nema frá skúffunni hjá Atvinnuvegaráððherra sem kölluð er umhverfisráðuneyti og hann vill helst leggja niður.
  • Sami ráðherra hefur lagt fram frumvarp um að lækka veiðigjöld og fela það bak við galla í nýsamþykktu frumvarpi. Og fólk ekki sátt við það.
  • Um leið og á að lækka tekjur ríkissjóðs um milljarða í veiðigjöldum þá lýsa félagarnir Sigmundur og Bjarni því yfir að staða ríkissjóðs sé grafalvarleg.
  • Gunnar Bragi fer til útlanda að tala við ESB og engin skilur hvað hann er að segja. Þ.e. á að hætta viðræðum alveg eða hætta þar til að þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram? Og þá hvenær?

Ekkert af stóru málunum sem fólk reiknaði með hafa komið fram. Engar endanlega útfærslur sem fólk getur myndað sér skoðun á.  Á meðan snóar upp í nefið á forsætisráðherra í ræðum þar sem hann bullar svo með sögu okkar að sagnfræðingar urðu nærri orðlausir nema að Guðni Th tekur hana almennilega fyrir í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann m.a.

„söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þá hafi Íslendingar sýnt það göfuga fordæmi að leysa erfið úrlausnarefni í sameiningu, eins og heyra mátti í stefnuræðu hans við upphaf sumarþings. Sannara er að sjaldan hafa landsmenn verið eins sundurþykkir og í kreppunni miklu. Þar að auki var ríkið á vonarvöl þegar harðærinu linnti loks á Íslandi með erlendu hernámi og skyndigróða. Bjargráðin komu að utan."

Og

„Á sama hátt hljóta þeir sem hafa kynnt sér sögu Íslendinga á nítjándu öld að efast um þau orð forsætisráðherra í ávarpi sínu 17. júní að þá hafi þjóðin öll trúað því að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og þau nýlendu- og herveldi sem heiminum réðu. Ekki einu sinni Jón Sigurðsson vildi rjúfa öll tengsl við Danmörku um sína daga og hér bjó ekki einhuga þjóð með einn draum og einn hag. Sé því haldið fram hverfur allur litur og allt líf úr sögunni. Einstaklingar verða aðeins hluti heildar, marserandi saman undir einum fána. "

Og

„Þannig beindi forsætisráðherra spjótum sínum að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Auðvitað var hann í fullum rétti til þess og ýmislegt má finna að framferði þeirra sem þar ráða ferðinni. En sögunni hefði alveg mátt fylgja að það voru íslensk stjórnvöld sem leituðu til þessara stofnana á sínum tíma. Það gerðist eftir stórkostlegt hrun á Íslandi. Bankar hrundu, gjaldmiðillinn líka og ríkið rambaði á barmi greiðsluþrots. Hrun var það og hrun skal það heita. Og orsakir ófaranna var einkum að finna hér á landi. "


Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband