Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Ekki er þetta nú traust verðugur fyrirlesari sem Heimssýn náði í

Af Silfri Egils:

Flokkur fyrir bullur?

Marta Andreasen, Evrópuþingmaðurinn sem hélt fyrirlestur hjá Heimssýn í gær, er skrautleg kona.

Andreasen var í Ukip, breska sjálfstæðisflokknum, en er nú komin í raðir Íhaldsmanna.

Viðskilnaður hennar við Nigel Farage, leiðtoga Ukip, var mjög harður. Hún sagði að Farage væri “stalínískur harðstjóri sem hefði andúð á konum”.

Skoðun hans væri sú að konur ættu annað hvort að vera “í eldhúsinu eða svefherberginu”.

Farage sagði þegar Andreasen yfirgaf flokkinn að hún væri “ómöguleg manneskja og Íhaldsflokkurinn fengi það sem hann ætti skilið”.

Í þessari grein í New Statesman má lesa ýmislegt fróðlegt um skoðanir Farages og flokksmanna á konum, samkynheigðum, fötluðum, múslimum og útlendingum almennt og tengsl við öfgaflokka í Evrópu.

Í fyrirsögn er spurt hvort Ukip sé flokkur fyrir bullur? Það er erfitt að svara því neitandi.

 


mbl.is Telur að ESB muni hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu eigum við að rifja upp það sem Sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn sögðu fyrir kosningar!

Nú stendur til að loka skurðstofum í Vestmannaeyjum 1 október n.k.

Þetta er spaugilegt í ljósi yfirlýsinga frá bæði Framsókn og Sjálfstæðismönnum fyrir kosningar og á síðasta kjörtímabil um að alllt of langt væri gengið í sparnaði á sjúkrastofnunum út á landi sérstaklega. Og þessu yrði snarlega kippt í lag eftir kosningar. Enda væri það ekkert mál skildist manni. En úppps. Nú er þeir þegar búnir að skera tekjur niður um tugi milljarða og svara því með því að höggva í það sem þeir söguðu að alls ekki mætti gera. 

Það er ekkert að marka þetta fólk. 

Í tilkynningu sem Vestmannaeyjabær sendi frá sér segir að „illu heilli þarf stöðugt að vera að minna embættismenn og pólitíska fulltrúa ríkisvaldsins á staðreyndir þessara mála.  Fyrir kosningar virðist skilningurinn alger. Þeir sem leita eftir atkæðum geta þá ekki til þess hugsað að skerða þjónustu samfélagsins á þann máta að konur geti ekki fætt börn í næststærsta byggðarkjarna á landinu utan stórhöfuðborgarsvæðisins.  Skilningurinn á öryggi íbúa, eðli atvinnulífsins, hættunni sem fylgir sjómennsku og fleira er á sama hátt mikil fyrir kosningar.  Að loknum kosningum þarf hinsvegar að verja þessa sjálfsögðu þjónustu með kjafti og klóm.“

Og sv segir í þessari yfirlýsingu:

Bæjarráð gagnrýnir sérstaklega að jafn afdrifarík ákvörðun og þessi skuli tekin án samráðs við bæjaryfirvöld. Ákvörðunin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, ekkert hafði verið rætt við bæjaryfirvöld um málið. Af þessum sökum krefst bæjarráð þess að heilbrigðisráðherra fundi með bæjarstjórn hið fyrsta vegna þessa og jafnframt er þess krafist að ekkert verði aðhafst til undirbúnings fyrirhugaðri lokun fyrr en að loknum slíkum fundi,“ segir í tilkynningunni.

Held að Elliði hefði ekki átta að fagna svo mjög þegar hans flokkur komst til valda með Framsókn. 


mbl.is „Eins og þruma úr heiðskíru lofti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er bara ekki að ná þessu sorry!

Sko nú er sagt að allir sem tóku lán fyrir hrun fái leiðréttingu á lánum sínum. Jú allt í lagi. En Sigmundur Davíð segir nú að þó fólk sé búið að selja þá fái það leiðréttingarnar samt. En það er ég ekki að skilja sér í lagi þegar hann segir fyrir viku að fólk fái ekki tékka í póstinum heldur verið höfuðstóll lána lækkaður. Nú ef þú ert búin að selja eign þína með lánum. Hvernig geta fyrri eigendur fengið leiðréttingu þegar þeir eiga hvorki eignina sem lánið er á né lánið sjalft? Nema þá með feitum tékka?

Eins sé ég ekki alveg ef ég kaupi nú íbúð með áhvílandi láni og það er settur fyrirvari um að sá sem ég kaupi á njóti leiðréttingarinnar. Nú verð ég þá kannski að borga nokkrar milljónir daginn sem lánin á eigninni lækka. Eða sækja um hærri lán á eignina sem því nemur? 

Eins vantar sárlega að vita hvort að lækkanir lána koma til með að miðast við verðbólgu umfram þessa venjulegu þ.e. umfram 4 til 5% verðbólgu og eins hvort að 110% leiðrétting kemur líka til frádráttar. Ef við erum að tala þá um 10 til 15% leiðréttingu munar færst heimili lítið um þetta. 15% leiðrétting á 20 milljóna höfuðstól eru jú um 3 milljónir sem gera lækkun á mánaðargreiðslum upp á um 18 þúsund. Það eru um 13 sígarettupakkar á mánuði.  Það segir  lítið fyrir fjölskyldur sem standa illa. 

Sorry enn á ný á ég erfitt með að sjá að þetta verði eitthvað sem skiptir máli ef þetta verður svona. Nema náttúrulega fyrir þá sem eru með mun hærri lán kannski 40 til 60 milljónir. 


mbl.is Óþarfir fyrirvarar í kaupsamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það! - Ályktanir Alþingis hafa enga merkingu

Skv. þessu ályti lögfræðinga utanríkisráðuneytis eru Ályktanir Alþingis marklausar og því tilgangslausar! Sbr.

 Í bréfi til utanríkismálanefndar sem fylgir álitsgerðinni segir utanríkisráðherra að ályktun sú sem vísað sé til hafi verið samþykkt af öðrum þingmeirihluta er nú situr. Núverandi stjórnarflokkar  hafi báðir haft á stefnuskrá sinni að gera hlé eða hætta þeim viðræðum sem ályktunin fjallar um og augljóst var fyrir kosningarnar að þeir stæðu henni ekki að baki. Að fengnu þessu áliti verði ríkisstjórnin því ekki talin bundin af að fylgja þessari ályktun eftir. Af sjálfu leiði að sama gildi um heimildir ráðherra til að víkja frá því skipulagi sem vísað var til í nefndaráliti með þingsályktunartillögunni.

Og í framhaldi verið samninganefndinar leystar frá störfum. Þar með vitum við að ályktun Alþingis frá í sumar um skuldir heimila og fleiri aðgerðir eru marklausar og tilgangslausar ef að ráðherrar geta bara umgengist þær eins og þeir vilja. 


mbl.is Þingsályktun um ESB ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu ætti fólk að átta sig á!

Hér á landi eru sterkir hagsmunaaðilar sem beita fyrir sér auðtrúa sakleysingjum í baráttunni gegn ESB aðildarviðræðum. Þetta er aðilar í Landbúnaði, sjávarútvegi og ýmsum verslunar og fjárfestingum.

AF hverju?

Jú þeir óttast að missa spón úr aski sínum þegar að hér kemst á almennileg samkeppni.  Ef fólk trúir því ekki þá vær holt fyrir fólk að muna hvernig hlutir hér hafa orðið þegar erlend samkeppni hefur verið í boði eða staðið til.

  • Man fólk ekki eftir þessum tilraunum í flugi hér áður.
  • Allir muna eftir látunum við að kæfa tilraunir til samkeppni á tryggingarmarkað
  • Látunum þegar erlendir aðilar skoðuðu að koma hingað með olíu og bensínsölu.

Nú þarf að passa að það verði ekki hróflað við einokun á sölu á Landbúnaðarvörum

Eins með Sjávarútvegin og að þeir þyrftu kannski að borga aðeins meira fyrir að Kvótan af því aðrir væru tilbúnir til þess

Eins sé ég fyrir mér að menn vilji verja það að einhverjir aðrir fjárfesti hér og séu tilbúnir að borga ríkinu meira en innlendir aðilar. 

Eins vilja menn hafa krónuna sem þeir geta látið fella eftir sínum hag í framtíðinni til að lækka hér kaupmáltt án þess að launþegar geti nokkuð gert. 


mbl.is Óskar eftir upplýsingum frá Gunnari Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll lán lækkuð í hvelli eftir kosningar var lofað! En hverjar eru efndirnar!

Rakst á þessa mynd á facebook og fékk hana lánaða!

 Framsókn fyrir og eftir kosningar!

 En nú liggur ekki meira á en svo að hópar og nefndir um þessar lækkanir og breytingar hafa ekki enn veirð kallaðar til starfa og samt átti þetta allt að liggja fyrir í Nóv. Það eru komnir um 4 mánuðir frá kosningum og ekkert farið að gera í neinu af þessum málum sem þoldu enga bið fyrir kosningar og í raun allt síðasta kjörtímabil. 

Munið þið ekki: "Engar nefndir bara efndir."

Sé að Frosti er nú t.d. að segja að hann hafi aldrei lofað skuldalækkunum strax:

Fyrirsögnin í grein mbl.is er ekki mín orð. Lesið frekar það sem ég sagði í raun og veru: http://www.mbl.is/frettir/kosning/2013/04/23/segir_heimilin_fa_leidrettingu_strax/

en samt stendur í einni af þessu fréttum:

 

Hin leiðin byggir á því að lánastofnanirnar þurfa ekki að fá þetta greitt út þó að skuldin verði lækkuð strax hjá þeim sem tóku lánin. Lánastofnanirnar geta átt von á að fá þetta greitt frá ríkinu á 15-20 árum. Það er hins vegar misskilningur hjá Össuri að skuldararnir fá ekki leiðréttinguna sína strax.“

Það væri með afbrigðum ef nær allir sem heyrðu boðskap Framsóknar fyrir kosningar hefi misskilið þá. 


Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband