Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Svona að velta fyrir mér hvað yrði um landið ef að 2000 milljarðar af krónum kæmu hér á markaðin?

Er ekki talað um að eignir gömlu bankana séu um 2000 milljarðar í erlendum eignum og svo um 800 milljarðar í krónueignum sem m.a. eru báðir bankarnir. En er svona að velta fyrir mér hvað þessi dómur þýðir. Er verið að tala um þessa 800 milljarða sem við vissum öll að væru í krónum? Eða er verið að tala um allan pakkan?

Eins þá væri gaman að vita hvað ríkisstjórnin ætlar að gera til að koma í veg fyrir verðbólgu ef við segjum að við fáum um 3 til 400 milljarða af krónueignum beint eða óbeint inn í hagkerfið snögglega. Síðast þegar það gerðist var þegar Kárahnjúkar voru byggðir og lán tekin fyrir því. Það fylgdi því einmitt verðbólguskot sem stóð nærri til 2008.


mbl.is Hvati fyrir kröfuhafa að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gætu þetta verið ástæður fyrir erfiðri stöðu okkar.

Þetta er grein eftir Jón Steinsson á eyjunni i kvöld:

Láglaunalandið Ísland

Í dag er Ísland láglaunaland í samanburði við nágrannalöndin. Tímakaup á Íslandi er svipað og í Slóveníu. Héðan streyma læknar stríðum straumum með þeim afleiðingum að það ríkir „neyðarástand“ á lyflækningasviði Landsspítalans. Í Noregi er staðan allt önnur. Þar eru laun svo há að ódýra vinnuaflið kemur meðal annars frá Svíþjóð (og Íslandi). Velmegun Noregs byggir að miklu leyti á nýtingu náttúruauðlinda. En við Íslendingar búum líka yfir miklum náttúruauðlindum. Raun búum við líklega yfir verðmætari náttúruauðlindum per íbúa en Norðmenn. Hvað er eiginlega að á Íslandi?

Einn stór munur á Íslandi og Noregi er að á Íslandi nýtur almenningur ekki góðs af nýtingu náttúruauðlinda þjóðarinnar nema að litlu leyti. Við seljum til dæmis stærstan hluta af þeirri raforku sem við framleiðum til nokkurra álvera á tombóluverði (um 30 bandaríkjadali á Mwstund). Til samanburðar eru stjórnvöld í Bretlandi tilbúin að kaupa endurnýjanlega orku á sex til átta sinnum hærra verði. Lagning sæstrengs til Bretlands gæti skilað þjóðinni tugum milljarða í hreinan hagnað og farið langleiðina með að gera okkur ríkari en Norðmenn.

Svipaða sögu er að segja í sjávarútvegi. Þar fá eigendur útgerðarfyrirtækja nýtingarrétt yfir sjávarauðlindinni án þess að þurfa að greiða nema lítið brot af raunverulegu markaðsvirði þessara réttinda. Um er að ræða tugi milljarða sem gætu runnið til almennings í formi lægri skatta eða bættrar þjónustu. Fyrir afsláttinn sem útgerðarmenn fá af eðlilegu leiguverði af auðlindinni væri unnt að leysa vanda Landsspítalans og gott betur. Hvaða vit er í því að útgerðarmönnum sem hagnast um tugi milljarða árlega sé veittur 80% afsláttur af nýtingarrétti yfir sjávarauðlindinni á meðan 6 deildarlæknar sinna 25 stöðugildum á Landsspítalanum? (Hvaða vit er í því yfirleitt.)

Varðhundar núverandi ástands hafa teflt fram ótal falsrökum gegn því að þjóðin njóti arðsins af auðlindunum: Rafmagnsreikningur heimila mun hækka. (En einungis um brotabrot af ágóðanum af sölu orkunnar.) Hvað með störfin sem ekki skapast? (En hvað er hægt að búa til mörg störf fyrir þá tugi milljarða sem við myndum hagnast?) Fyrirtæki í sjávarútvegi munu fara á hausin. (Einstaka lítil fyrirtæki sem eru með allt niðrum sig frá því fyrir hrun.)

Við megum ekki láta minni hagsmuni verða meiri hagsmunum yfirsterkari. Og við megum ekki láta varðhunda núverandi ástands drekkja okkur í smjörklípum af þessu tagi. Ísland er láglaunaland að verulegu leyti vegna þess að við kjósum að gefa frá okkur verðmætustu náttúruauðlindir þjóðarinnar. En þetta þarf ekki að vera svona.

Sjá hér

 


mbl.is Fjárlögin ástæða uppsagnarinnar
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Er það þetta sem menn kalla hið íslenska fullveldi?


Á hrakhólum í eigin landi

Á meðan forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekkert til ESB að sækja eru kaupmáttamiklir ESB borgarar ólmir að komast til Íslands og spranga um í fínustu og dýrustu íbúðum og sumarhúsum landsins með láglauna Íslendinga stjanandi í kringum sig.

Þúsundir Íslendinga eru á harkhólum í eigin landi því húsaleiga er farin að taka mið af kaupmætti útlendinga.  Menn kvarta yfir að leiga sé komin út úr öllum kortum, en er það rétt?

Miðað við byggingarkostnað, afskriftir, og íslenskt vaxtastig er ekki hægt að sjá að leiga sé óeðlilega há, enda ráða útlendingar við hana.  Það eru íslensku launin sem eru hlægilega lág og langt fyrir neðan meðaltal ESB landanna að ekki sé talað um meðallaun á hinum Norðurlöndunum.

Íslenska hávaxtahaftakrónan er að færa húsnæðismál landsmanna áratugi aftur í tímann.

Ísland er í auknu mæli að verða frátekið fyrir útlendinga og Íslendinga með gjaldeyristengd laun.  Krónulaunþegar verða að sætta sig við annars flokks aðganga að eigin landi – er það þetta sem menn kalla hið íslenska fullveldi? 

(grein frá því dag af eyjunni eftir Andra Geir Arinbjarnarson)


mbl.is Ekki von á verðmætari seðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkuð ljóst að það liggur fiskur þarna undir steini!

Ljóst er að einhverjir hagsmunaaðilar hafa hag af því að gömlu náttúruverndarlögin haldi gildi sínu.  Nú er það vinna fyrir fróða menn að skoða hverjir það eru sem græða á því að gömlu lögin veirð látin gilda áfram næstu ári. Því annar tilgangur getur ekki verð því engin hefur kvartað um þessi lög síðan þau voru sett. Nema hugsanlega orkufyrirtækin en við eigum þau jú. Almenningur hefur ekki kvartað sáran yfir þessu.

Alveg ljóst að Sigurður Ingi er að vinna fyrir einhverja hagsmunaaðila í þessu máli.  Gæri verið að Kaupfélag Skagfirðinga ætti í einhveru virkjanafélagi?


mbl.is Lög um náttúruvernd afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á ráðherrann við?

Í fréttinni segir:

„En burtséð frá stöðu ríkissjóðs þá eigum við að vera opin fyrir aðkomu annarra en ríkisins að uppbyggingu innviða í landinu, hvort sem það er við uppbyggingu vega, flugsamgangna eða hafnarmannvirkja.

Sko ég get skilið að aðrir geti komið að því að byggja hafnir sem þeir svo sjálfir nýta eða selja aðgang að. Eins með flugvelli. En hvað á hún við með aðkomu annarra að vegagerð? Er hún þá að tala um að fjáfestar geti byggt vegi og selt fólki að keyra þá? Sorry sé það ekki gerast hér á Íslandi. Þ.e. að fólk verði sífellt að borga fyrir hvern kafla sem þeir keyra. Gat sætt með við gegn verulegum bótum á leiðum út úr Reykjavík að tekði væri hóflegt gjald tímabundið. En ég minni á að hætt var við það eftir mikil læti. Enda borgar fólk ríflegt bensíngjald sem á að standa undir vegabótum en er notað í annað í dag. 


mbl.is Fleiri en ríkið komi að uppbyggingu innviða landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbb varðandi samskipti við kröfuhafa?

Var að vafra um netið og rakst á pistil eftir Vilhjálm Birgisson sérlegan vin Framsóknar, sérfræðing í afnámi verðtryggingar og verkalýðsleiðtoga á Akranesi. Hann segir í pistli frá því gær hluti sem ég er hissa á að engin fjölmiðill hafi kannað nánar. Þarna talar jú maður sem fundar með Sigmundi og Eygló:


Ég er algjörlega sannfærður um að við munum sjá þessi merki í komandi fjárlagafrumvarpi að stjórnvöld ætla að taka á kröfuhöfum föllnu bankanna og ég spái því að það verði gert með því að skattleggja þá hressilega.

Um leið og það liggur fyrir munu kröfuhafar föllnu bankanna koma á fjórum fótum og óska eftir samningum og það strax! 

Á ég að trúa að allir blaðamenn séu svon þreyttir á lofræðum Vilhjálms um Sigmund og Framsókn að þeir séu hætti að lesa pistla hans. Þarna  segir hann að í fjárlögum verði tekið til við að skattleggja kröfuhafa fölnu bankana. Án þess að reynt hafi verið að semja við þá. Þetta kemur mér mjög á óvart.  Og full ástæða fyrir fréttamenn að skoða þetta. 


mbl.is Frumkvæði kröfuhafanna ekki mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko hvernig á maður að skilja þessa ræðu!

Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki góður í "framsóknsku" en ég gat ekki skilið Sigmund öðruvísi en að í nánustu framtíð sennilega á næst ári yrðum við skattlaus, skuldlaus og með gríðarlaun! Og ég veit ekki hvað. Sé fyrir mér að kröfuhafar eigi kannski að sjá um framfærslu landsins næstu ár. Lækkun skatta og fækkun laga og reglna ásamt skuldaafléttingu komi til með að redda þessu öllu.  Og svo reyndar má skilja hluta ræðunar eins og einn facebook vinur minn túlkaði hana:

Lykilorð úr fréttinni: rekstrarumhverfi fyrirtækja mun taka stakkaskiptum, skattkerfið allt til endurskoðunar, heilbrigðis- og almannatryggingakerfin aðlöguð, þjónusta við almenning endurskipulögð, menntakerfið endurskipulagt, horfið frá stefnu síðustu ríkisstjórnar.

Þegar ég les þessi orð þá heyri ég bara tvennt: einkavæðing og niðurskurður.

Sennilega rétt túlkun á ræðunni!

Svo er það Egló Harðar sem ætlar að lækka öll lán, og tryggja öllum lán á lágum vöxtum. Hún ætlar að hækka allar greiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega.  En því er ég hugsi. Af hverjur eru þau þá að boða niðurskurð. Af hverju hagræða þau bara ekki svo féið nýtist betur og auka það svo.  Þau láta eins og það sé til ótakmarkaður peningur til að gera þetta allt og lækka öll lán og létta af skattgreiðslum. Þannig að einhverstaðar ætla að þau að fá pening til að greiða niður lán ríkisins og gera þetta allt.  Kannski að kröfuhafarnir borgi þetta allt? Eða að þau séu galdramenn? Eða staðan sé bara miklu betri enn þau segja að hún sé. Og þá skil ég ekki af hverju þau hækka ekki laun lækna á Landspítalanum um helming strax!

 

 


mbl.is Mörg stór verkefni stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur verið reynt oft áður og rýmar illa við yfirlýsingar annarra ráðherra

Stjórn sem boðar frekar afnám reglna og eftirlits kemur nú til með að eiga erfitt með þetta. Það hafa áður verið gerðar aðgerðir í þessa átt sem ekki hafa skilað miklu til lengda.

Og á meðan að hún segir þetta þá boða aðrir ráðherrar að hér eigi að aflétta lögum og reglum á atvinnulífinu og ekki setja neinar reglur nema að aflétta þá öðrum um leið. Það vita allir um að fyrirtæki hafa komist upp með að færa eignir í önnur félögu og skilja eftir skuldirnar. Þetta var áberandi varðandi veitingarekstur hér um árabil. Sé ekki hvernig að hægt sé að breyta þessu nema að gera eigendur persónulega ábyrga fyrir skuldum fyrirtækja. Eða banna þeim alfarið að koma að fyrirtækjarekstri ef að fyrirtæki eða félögu í þeirra eigu stunda þetta.  Eða banna eignarhaldsfélög. 

En þetta er tilraunarinnar virði en þverrt á það sem sama ríkisstjórn hefur veirð að segja. 


mbl.is Ráðast gegn kennitöluflakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband