Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Kjósa Sjálfstæðismenn í Kópavogi - Varla eftir að hafa lesið þetta

Var að lesa grein frá frambjóðanda Dögunar í Kópavogi. Ekki það að ég hefi áhuga á því framboði og mun ekki kjósa þau en greinin rifjaði upp atriði sem fólk ætti að hafa í huga:

Að borga niður skuldir
Skuldastaða Kópavogsbæjar er alvarleg og um það getum við Ármann verið sammála um. En hverju er um að kenna? Var Mídas ekki í vinnu hjá Golíat þegar:

1. Tekin var sú stórkostlega ákvörðun að leigja af einkahlutafélagi stórkostlegar byggingar í Kórnum og byggja upp í anda Sjálfstæðismanna, einkaframtakið skyldi nú aldeilis fá að blómstar. En hvað kostaði þessi ævintýramennska frjálshyggjunnar? 7.0 milljarðar í skuld. Engar tekjur. Mídas orðinn að köldum og ósveigjanlegum gullklumpi, sem skilar ekki krónu í bæjarsjóð?
2. Eigum við að ræða Glaðheima? Úbbs! Golíat með Mídas sér við hlið, var hræddur um að einkaframtakið væri að fara framúr sér og ákvað að redda því á kostnað okkar Kópavogsbúa. Það eru 12 milljarðar þar sem þarf að borga af? —Snillingar!

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, hælir sér af góðri fjármálastjórn þá ættu Kópavogsbúar að staldra við og spyrja sig spurninga:

1. Af hverju er bæjarsjóður með 44 milljarða í skuld eftir áralanga stjórnun fjármálasnillinganna?
2. Hvað hefur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um einkaframtak kostað skattgreiðendur í Kópvogi?
3. Hefur verið auðvelt að finna fjármagn til launahækkana úrvalsliðsins, meðan fatlaðir og öryrkjar þurfa að búa við skerta þjónustu? Sjá hér

Þetta ætti fólk að hafa í huga í Kópavogi þ.e. að Íhaldið með Framsókn stóð fyrir brjálæðinu hér í Kópavogi fyrir hrun og komust aftur til valda nú eftir að meirihluti þeirra sem tóku hér til eftir 2010 sprakk. Það eru sömu menn sem að mestu fara en með völd í Sjálfstæðisflokknum.

Gefum honum verðskuldað frí í Kópavogi!


Kjósa Pirata í Kópavogi? - Varla eftir að hafa lesið þetta!

Var að lesa grein eftir Margréti Tryggvadóttur og þar virðist eitthvað mikð vera að! Hún var í Pirötum í smá tíma en honum lýsir hún ekki fallega. M.a. að Alþingismenn Pirata virðist hafa nær alræðisvald flokknum og upplýsingar sem aðrir félagar fá ekki eða hafa aðgang að. Sem er skrýtið í ljósi þess fyrir hvað flokkurinn stendur.  Margrét rekur þetta mjög ítarlega og hvet ég fólk til að lesa þetta því það er ekki í neinu samræmi við það sem flokkurinn boðar út á við:

Margrét telur upp þessi  helstu atrið og fjallar svo ítarlega um reynslu sína í greininnii:

Ég hef meðal annars komist að því að:

  • Bara sumir félagsmenn í pírötum fá tölvupóst og fréttir frá flokknum.
  • Þingmenn flokksins láta sér detta í hug að hringja í frambjóðendur í prófkjöri til að reyna að fá þá til að falla frá framboði.
  • Hið rafræna kosningakerfi pírata virkar ekki sem skyldi og er auk þess notað til að auka á miðstýringuna í flokknum.
  • Einn af þingmönnunum er jafnframt “tæknimaður” og virðist hafa aðgang að öllum innviðum og upplýsingum í kerfinu.
  • Annar þingmaður greinir frá trúnaðarupplýsingum um starfsumsóknir til flokksins á opinberum vettvangi og reynir að nýta þær í pólitískum drulluslag.
  • Kjörnir fulltrúar leyfa sér að nota orðbragð um aðra félagsmenn flokksins sem hæfir frekar götustrákum en alþingismönnum.
  • Kjörnir fulltrúar yfirtaka félagsfundi aðildarfélags sem þeir eiga enga aðild að.
En endilega lesið greinina í heild! Það  viðrist sem Helgi og félagar  a.m.k. sé að skipta sér af meira en góðu hófu gegnir og kunna lítið af því lýðræði og beinu lýðræð sem þeir boða.
En hér má sjá greinina í heild

 


Til hamingju með afmælið! - En smá vangaveltur

Ástæða til að óska þeim til hamingju með að hafa þó lokið um 1/4 af kjörtímabilinu. En í ljósi frétta um fjárveitingar hingað og þangað sem berast nú þessa dagana til að hjálpa væntanlega sínu fólki í sveitarstjórnakosningum vakna nokkrar spurningar.

  • Í gær las ég fréttir um að nú eigi að stórauka fjármagn í nýsköpun og rannsóknir.  En úps þeir skáru þær allar niður fyrir 5 mánuðum! - Til hvers var það gert. Jú Forsætisráðherra talar um að það hafi verið nauðsynlegt þar sem leggja átti fram hallalaus fjárlög. En nú 5 mánuðum seinna hvað hefur breyst? Minnir að fjárlög hafi verið lögð fram með um 200 milljóna afgangi! Síðan hefur verið samið við ýmis ríkisstarfsmannafélög um hækkanir umfram það sem var gert ráð fyrir í fjárlögum, í haust verða svo lánin lækkuð og ekki er tryggð enn fjármögnun á því.  Er staða ríkissjóðs mun betri en þeir reiknuðu með. Hvar getur maður séð t.d. uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. 
  • Ekki það að maður fagni ekki auknu fé í nýsköpun og rannsóknir en úps það er búið að skera niður skatta og veiðigjöld um heilan helling. Hvar ætla þau að fá peninga í þetta. Kannski með sölu eigna ríkisins? Og hverjum þá? Nú eða eru þeir að ná í peninga frá kröfuhöfum sem við vitum ekki af enn! Og af hverju voru þeir þá að slá af fyrri áætlun með öllu í síðustu fjárlögum en lofa nú enn meiri fjármunum í það sama?
  • Eins er verið að tala um að fara í samninga við einkaaðila um byggingu Sundabrautar. Hvernig á að fjármagna það! Eru menn að reikna með að fólk almennt borgi fyrir að nota hana? Var það ekki slegið af borðinu hér fyrir nokkrum árum?  Og halda menn að ríkið þurfi ekkert að borga í þessari fjárfestingu?
  • Ekki það að maður fagni ekki að fá Sundabraut en ekki á hvaða kjörum sem er!
Ég er bara svon tregur að ég næ því ekki að í desember voru þeir að skera allt niður sem þeir gátu til að ná fjárlögum hallalausum en nú allt í einu eru þeir með fullar hendur fjár sem þeir geta dælt út 5 mánuðum seinna. Ekki misskilja mig en ég næ ekki hvernig ríkissjóður verður hallalaus ef þeir fara ekkert eftir fjárlögum og geta aukið útgjöld mikið en samt staðist fjárlög! 
En ég fagna mörgu af þessu enda stóð það til hjá fyrri stjórn sem reyndar lagði til flestar fjaðrinar sem núverandi stjórnvöld geta skreitt sig með, eins og lága verðbólgu, minnkandi atvinnuleysi og fleira. Eina sem þeir hafa lagt til er nærri því afnám veiðigjalda, afnám auðlegðarskatts og örlítil lækkun tekjuskatts á millistéttina. 
mbl.is Ár frá því ríkisstjórnin tók við völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló Kópavogur! - Það eru að koma kosningar!

Finnst alveg makalaust hvað kosningabarátta og umræða í Kópavogi fer hljótt. Reyndar á svo við með flest stærstu sveitarfélögin!

Held að kjósendur í Kópavogi ættu að líta til Reykjavíkur varðandi val sitt í næstu kosningum!  Í Reykjavík er að koma í ljós að ný úthverfi, flugvöllur og fleira er ekki það sem fólk er að hugsa um. það er að hugsa um þjónustur við fólkið í bænum, börnin, og þjónustu við aldraða.  Fólk í Reykjavík sér eins og eðlilegt er að hugsanleg ný byggingarlönd marga kílómetra frá þjónustu og vinnu er eitthvað sem núverandi borgarbúar hafa hvorki hag af né óska sér. 

Eins er þetta í Kópavogi. Er ekki helstu málin hvort að bærinn sér að veita börnum, barnafólki og öldruðum þá bestu þjónustu sem völ er á.  Fólk sem þegar býr í bænum er ekki að flytja á hverju ári og þurfa því ekki sífellt nýtt húsnæði.  Auðvita þarf að vera framboð af húsnæði en það brjálæði sem gekk yfir bæinn okkar fyrir hrun á eftir að greiða niður á næstu áratugum og bærinn teygst í langleiðina upp á Hellisheiði án þess að við bæjarbúar höfum notið þess í neinu nema flottum Íþróttahúsum!  

Er ekki kominn tími til að einbeita sér að því að Kópavogur verið fyrirmyndarbær þar sem hugað er að fólkinu sem þar býr og aðstoða alla við að lifa mannsæmandi lífi.  Gera vel við börnin, gera vel við aldraða og gera manneskjulegri. 

Til þess þarf að kjósa rétt. Það er komin áratugareynsla af sumum flokkum. Ég hvet fólk til að vanda valið! Það hafa lengst af nú verið við völd verktakaflokkar sem sé ekki framfarir nema verið sé að byggja. Innviðir bæjarins og þjónusta hefur stundum verið neðar í forgangi.

Hér áður var bærinn þekktur af því að láta velferð fólks hafa algjöran forgang. Þannig bæ vill ég aftur auk þess að þennan bæ þarf nauðsynlega að skipuleggja þannig að hann verði ekki svefnbær fyrir fólk sem svo lifir og starfar annarstaðar. 

Ég persónulega treysti Samfylkingunni í Kópavogi til að vinna að þessu!  Hvað með ykkur?


Kosningar í Kópavogi! Hvað á að kjósa?

Nú þegar kosningar nálgast óðfluga er eðlilegt að fólk skoði hvað það á að kjósa og þetta á við okkur Kópavogsbúa sérstaklega. Hér eru nú í boði hvað um 8 framboð!  Held að þau hafi sjaldan verið fleiri.

Og það vekur mig til umhugsunar! Þarna erum við að tala um valdaflokkana Framsókn og Sjálfstæðisflokk sem hafa farið með völd hér í Kópavogi nær óslitið frá tíundaáratug síðustu aldar (fyrir utan tæp 2 ár eftir hrun þar sem aðrir tóku til eftir þá)

Nú er fólk örugglega ekki sammála mér en ég vil benda á nokkra punktar sem kjósendur ættu að horfa í áður en þeir taka ákvarðanir.

  • Sjálfstæðisflokkur hefur staðið fyrir hér í Kópavogi eins og víðar ógurlegri áherslu á lóðasölu og fjölgun íbúa. Ég sem Kópavogsbúi til áratuga velti því stöðugt fyrir mér hvað það er sérstaklega sem við við höfum grætt á þessari útþenslu. Veit ekki betur en að bæjarfélagið hafi skuldsett sig upp úr öllu valdi til að kaupa lönd og skipuleggja byggð. Ekki er áberandi lægri gjöld hér í bænum svo ég spyr alltaf hvað erum við bæjarbúar að græða á þessari æsilegu uppbyggingu nema skuldir næstu árin.
  • Framsókn hefur nær öll árin fylgt með Sjálfstæðisflokki í stjórn! Og verið þar þæga hækjan sem hefur gert það sem þeim er sagt nema rétt fyrir kosningar að maður heyrir í þeim.
  • Píratar: Ungur spennandi flokkur en þar eru ungir frambjóðendur sem varla hafa þurft að hafa fyrir lífinu og félagsskapur sem saman stendur af nokkrum aðilum! Efast um reynslu og þekkingu þeirra og því tel ég það bjóða upp á mistök ef þeir fengju mikil völd strax!
  • Dögun: Um það framboð veit ég lítið en það hefur ekki fengið hljómgrunn í fyrri kosningum!
  • Næstbestiflokkurinn. Það er ágætur maður þar Hjálmar og vinnusamur. En hann sýndi í meirihlutasamstarfi ógurlega skammsýni og varð m.a. til meirihlutinn sprakk.
  • Björt framtíð í Kópavogi er að uppistöðu blanda af m.a. Lista Kópavogbúa og framganga þeirra í núverandi og fyrrverandi meirihluta veldur því að mér finnst sá flokkur komi ekki til greina.
  • Vg og félagshyggjufólk.  Þarna er á ferðinni framboð sem virkilega er hægt að skoða. Þarna er m.a. hópur fólks sem hefur starfað með Samfylkingunni en fékk ekki framgang þar hjá vali. Vg og Samfylking hafa starfað mjög vel saman.
  • Eins og allir vita þá er ég flokksbundin í Samfylkingunni! Og hún hefur það fram yfir flest öll framboðin a.m.k. þau nýju að þetta er mjög virkt félag í Kópavogi þar sem haldnir eru opnir félagsfundir allan veturinn hvern einasta mánudag. þar hef m.a. ég getað farið og rætt við mína bæjarbúa þegar eitthvað brennur á mér. Þarna mæta vikulega 30 til 60 manns og ræða málefni bæjarins. Eins hef ég séð þar að nauðsyn þess að í flokkum sér reynslumikið fólk sem þekkir leikreglur, skipulag og ferla innan bæjarins hjálpa við að flokkurinn þarf ekki að leggjast í margra mánaða vinnu eftir kosningar að setja nýja fulltrúa inn í störfin í öllum nefndum og ráðum bæjarins. Eins tryggir svona virkur félagsskapur að þarna myndast ekki klíka  nokkurra einstaklinga sem ná kjöri og vina þeirra sem svo þurfa ekki að hlusta á kjósendur næstu árin. Samfylkingin sýndi það ásamt fleirum að flokkurinn var ekki hræddur við að taka á erfiðum málum hér eftir síðustu kosningar og ef ekki hefði verið fyrir reynsluleysi og óstöðugleika annarra í þeim meirihluta þá væru Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Kópavogslistinn ekki að skreyta sig núna með stolnum fjöðrum. 
Hvet kjósendur í Kópavogi að vanda val sitt í bæjarkosningum og sem kjósandi Samfylkingarinnar bendi ég á ágætan vef þeirra  http://betrikopavogur.is/
 
mbl.is Ekki lengur með meirihluta í bæjarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband