Leita í fréttum mbl.is

-"Economist: Icesave var síðasta púslið í endurreisn Íslands sem var á réttri leið"-

Eftirfarandi grein er á www.pressan.is og er endursögn á grein í Economist. Margt þar sem fólk ætti að skoða. Þar kemur m.a. fram að menn erlendis telja að Íslendingar hafi verið á hraðri leið upp úr kreppunni fyrir þetta útspil Indefence og Forsetans.

 

Economist: Icesave var síðasta púslið í endurreisn Íslands sem var á réttri leið

Ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave lögunum gæti orðið banabiti Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnar hennar, segir í breska tímaritinu Economist. Icesave-málið var síðasta púslið í endurreisn Íslands sem fram að þessu hafði gengið vel.

Í greininni, sem birtist í nýjasta hefti Economist, segir að hin vel menntaða þjóð sé enn að ná tökum á hruni bankanna og þeim veruleika sem blasir við, það er háar skuldir, skattahækkanir og niðurskurð hins opinbera. Þá sitji hryðjuverkalögin sem Bretar beittu gegn Íslandi enn í fólkinu. Til að ráðast í verkið hafi hin „hugrakka“ Jóhanna Sigurðardóttir verið kölluð til í kjölfar byltingar.

„Á þessu stutta tímabili hefur ríkisstjórnin tekið nokkrar óþægilegar ákvarðanir og var farin að öðlast varfærinnar virðingar á alþjóðavettvangi fyrir það hvernig hún hefur nálgast nær óleysanlegt verkefni. Hún hefur hafið endurbyggingu viðkvæms efnahags og öðlast vott af trú umheimsins...Icesave málið var síðasta púslið í endurreisninni. Ísland var, að því er virtist, á trúverðugri en skuldahlaðinni leið til bata og lokamarkmiðið var aðild að Evrópusambandinu.“

Ekki lengur, segir í tímaritinu, því ákvörðun forsetans gæti riðið ríkisstjórn Jóhönnu að fullu. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þá veit hún að málið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu og bæði endurreisnin og ríkisstjórnin riðar til falls.

Þó er bent á þann möguleika að Jóhanna geti notað þjóðaratkvæðagreiðsluna til að knýja fram betri samning við Hollendinga og Breta, ekki síst á lánakjörunum sem eru 5,5 prósent vextir. Furðar blaðið sig á þeim kjörum þar sem vextir í Evrópu eru nærri við núllið víðast hvar.


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þessir sem töldu okkur vera á hraðri uppleið fyrir synjun forseta - eru þetta ekki sömu aðilar og töldu bankana í flottum málum 2-3 dögum fyrir hrun?

Matsfyrirtæki sem mærðu bankana fram á síðustu klukkutímana setja okkur núna í ruslflokk -

Fyrirgefðu ágæti Magnús - ég get bara ekki tekið mark á þessu liði -

ekki heldur á griningarfólkinu sem sagði alla hluti í góðum málum hjá bönkunum alveg fram á síðustu stund fyrir hrun - og eru svo núna aðal ráðgjafar ríkisins og eru enn að "greina".

Farsælla hefði verið að leita til þeirra sem gagnrýndu og höfðu rétt fyrir sér - vöruðu við og höfðu rétt fyrir sér -

slatti af þeim er í Danmörku.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.1.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Sammála Ólafi.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 8.1.2010 kl. 20:48

3 identicon

Og hver mataði blaðið á frettinni um þessa frábæru frammistöðu Rikisstjórnarinnar '!  Össur , Johanna sjálf , eða?????

ransy (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:24

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ha! Ég er ekki að skilja þig ransy. Held að svona blað láti nú ekki mata sig. Ólafur þú verður að afsaka en þetta fólk í Danmörku og víðar sem vöruð við var að vinna hjá svipuðum fyrirtækjum. Og í þessu blaði og fleirum hefur veirð varað við þessum bólum um árabil. Ég var bara að birta þetta til að sýna að erlendum aðilum finnst að við höfum á einu ár náð töluverðum árangri. Um greiningar fyrirtækin veit ég náttúrulega lítið nema að fjárfestar og lánafyrirtæki fara eftir mati þeirra. Hvað sem okkur finnst um það.


Magnús Helgi Björgvinsson, 8.1.2010 kl. 23:41

5 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Hvaða árangri ertu að tala um? Skuldasöfnun eða eitthvað annað sem enginn hefur heyrt um.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 9.1.2010 kl. 02:40

6 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Reyndar er verið að endurreisa bankakerfið á þeim sama grunni og brast 2008. Forsjálnin og fyrirhyggjan er ekki meiri.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 9.1.2010 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband