Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri nú að snúa þessu við Sigmundur?

Svona væri nú allt í lagi að heyra eitthvað annað en þetta.

Á hverjum einasta fundi er vonast til þess að fyrir næsta fund verði komnar einhverjar meiri upplýsingar að utan. En svo koma þær aldrei,“ segir Sigmundur Davíð.

„Þá segi ég alltaf: Hvernig dettur mönnum í hug að Bretar og Hollendingar fari að sýna einhvern vilja til að semja um breytta niðurstöðu þegar ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru alltaf að segja að það eigi bara að halda við gildandi samning og hann sé það eina rétta?“

Hvernig væri nú að heyra t.d. hvað það er sem að Sigmundur vill láta breyta í þessum samning? Hvernig á að fá Breta og  Hollendinga til að samþykkja það? Og hvernig hefði verið að fá óháða stofnun til að rökstyðja með almennilegum rökum að okkur beri ekki að greiða þetta? Ekki svona menn sem halda því fram að af því að Bretar lána sínum innistæðutryggingarsjóð með 1,5% vöxtum þá eigi það við hjá okkur líka. Finnst það furðuleg rök. T.d. held ég að við mundum ekki lána örðum þjóum með 1,5% vöxtum sér í lagi ef að það væri ekki verðtryggt og verðbólga í því landi væri kannski að meðaltali um 2 til 3%. Og hvaða rök væru það gegn Hollendingum að nota vaxtakjör innan Breska stjórnkerfisins ætti að eiga við samninga við Holland?

Hvernig ætlast stjórnarandstaðan til þess að koma á sátt sem öll á að ganga út á að ríkisstjórnin lýsi því yfir að allt sem hún geri sé vitleysa, þrátt fyrir að byggt sé á ráðum alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og öllum sérfræðingum Seðlabankans og ráðuneyta? Ef að sáttin á að ganga út á að stjórnin gefi slíkar yfirlýsingar þá verður engin sátt.


mbl.is Til í að fresta skýrslunni fram yfir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En staðreyndin er nú bara einfaldlega sú að ríkisstjórn Jóhönnu flugfreyju er búin að vera að gera allt rangt. Það er nú staðreyndin sem blasir við.

Heiða (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 19:22

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já þú segir það. Og hvað hefði hún átt að gera nákvæmlega sem ekki hefur verið gert? Hefði hún átt að búa til peninga sem ekki eru til? Hefði hún átt að loka landinu og neita öllum skuldbindingum sem fyrri ríkisstjórn var búin að gera?

Ef fólk er að sækjast eftir t.d. sjálfstæðismönnum í stjón þá bendi ég á þennan lista sem ég fann í athugasemdum hjá Agli Helgsyni. 

Það stefnir í að helmingur þingflokks Sjálfstæðisflokksins sé með meiri eða minni óhreinindi á fjármálaflibbanum:

Árni Johnsen (þéttidúkur o.fl.)
Ásbjörn Óttarsson (lögbrot af gáleysi)
Bjarni Benediktsson (vafningar)
Guðlaugur Þór Þórðarson (FL-milljónir)
Illugi Gunnarsson (Sjóður 9)
Tryggvi Þór Herbertsson (Askar capital)
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir (kúlulán)

Heldur þú Heiða að þetta fólk sem kvartar nú yfir Jóhönnu komi með betri lausnir? Og sanngjarnari?

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.1.2010 kl. 21:05

3 identicon

Og þess vegna á þjóðin að sætta sig við hvaða sem er sem stjórn?

Það er hægt er að hugsa út fyrir rammann.  Það væri örugglega happadrjúgra fyrir þjóðina að skipa utanþingstjórn og velja blindandi ráðherra úr símaskránni.

Steingrímur skopparakringla telur nú að það er mikið atriði að bíða eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar áður en gengið er til kosninga.  Vill núna tefja málið enn lengur sem hann hefur hingað til vælt um að nánast á hverjum degi verður heimsendir ef ekki verður gengið frá samningnum.

Athyglisvert, en hvers vegna heldur hann að seinkunin komi til með að bjarga honum og stjórninni?  Hvers vegna er hann tvisvar sinnum búinn að samþykkja Icesave án upplýsinga úr skýrslunni og aldrei minnst á að þær gætu haft einhver áhrif sem skipta máli?  Hvers vegna var hann tilbúinn að samþykkja Icesave án þess að meðráðherra og stjórnarþingmenn fengu að sjá hana?  Hvað þá að stjórnarandstaðan og þjóðin fengi að sjá hana?  Það muna öruggleg allir að henni var lekið til fréttastofu RÚV og InDefence.  Hvers vegna skiptir Steingrím og stjórnvöld núna að allt verði uppá borðinu þegar engin hefur verið ástæðan, eins og öll leyniskjölin sýna og sanna?  Væri honum ekki nær að leyfa þjóðinni að sjá þau vegna þess að þau fjalla beint um Icesave og geta þess vegna haft áhrif á niðurstöðu kosninganna?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvernig í ósköpunum datt Framsóknarönnum í hug að kjósa þennan dreng fyrir formann.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2010 kl. 23:49

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég meinti Framsóknarmönnum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.1.2010 kl. 23:50

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hversvegna er stjórnin alltaf að boða stj.andstöðuna á fundi en er svo ekki með neitt í farkestinu. Vefst þetta svona fyrir þér, að auðvitað er Sigmundur að ætlast til einhvers nýs,vegna þessara boðuðu funda.´Við bíðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni.      Þann rétt skal enginn taka frá okkur.                Þessi stjórn á að skammast sýn fyrir að troða á lýðræðinu.Rétt eins og Guðmundur bendir réttilega á,leyfa sér að samþykkja,Ísklafann´nánst óséðann af réttkjörnum fulltrúum okkar, segi aftur OKKAR  sem á að klína þessum ósóma á.

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2010 kl. 03:53

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Helga kannski vegna þess að þau eru að reyna að koma á þverpólitískri samstöðu þannig að ekki sé rokið í að reyna að fá þessar þjóðir aftur að samningaborði án þess að við getum staðið við samniga sem við hugsanlega getum fengið. Stjórnarandstaðan gengst upp í að halda þessu máli í óvissu! Bendi á ágæta grein um þetta mál http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/1/27/icesave-staersta-smjorklipa-sogunnar/

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband