Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg frétt! Eða kannski ekki!

Það er merkilegt að Hollenskumælandi maður finnur ekki þessa leiðréttingu sem mbl.is talar um. Þ.e. að ekki hafi verið nefndur Seðlabanki Íslands heldur aðeins FME

Eftirfarandi er tekð af Silfri Egils

1.2, 2010 - Rita ummæli »

Seðlabankinn – eður ei

Hollenskumælandi lesandi síðunnar sendi þetta bréfkorn.

— — —

Gott kvöld.

Á vefnum mbl.is (kl. 18:47) sé ég m.a. þetta:

Arnold Schilder, fyrrum yfirmaður hollenska bankaeftirlitsins, nefndi ekki Seðlabanka Íslands, í framburði sínum fyrir hollenskri þingnefnd í dag, þegar hann sagði að  íslenskir kollegar sínir hefðu logið að hollenska seðlabankanum um stöðu Landsbankans árið 2008…. —–  …

.Á vef blaðsins Het Financieele Dagblad hefur frétt um málið verið breytt og segir þar nú að íslenska fjármálaeftirlitið hafi sagt hollenska seðlabankanum ósatt um stöðu Landsbankans.

Kl. 22:00 sama kvöld sé ég þetta á vef Het Financieele Dagblad:

De IJslandse centrale bank heeft De Nederlandsche Bank ‘voorgelogen’ over de toestand van Landsbanki, het moederbedrijf van de IJslandse internetspaarbank Icesave waar veel Nederlanders hun geld verloren.

Dat zei Arnold Schilder, tot 2008 directeur Toezicht bij DNB maandag tegen de commissie-De Wit. Deze commissie doet onderzoek naar de oorzaken van de kredietcrisis.

‘Ik kan niet anders zeggen dan dat de IJslandse collega’s ons hebben voorgelogen’, zei Schilder. Samen met DNB-president Wellink trok hij met zorgen over Landsbanki keer op keer aan de bel bij de IJslandse centrale bank. ‘Het was steeds een halleluja verhaal’, zei Schilder over het antwoord van de IJslanders. In oktober 2008 gingen Landsbanki en Icesave toch failliet.

Ég sé ekkert annað um þetta á vef Het Financieele Dagblad.  Enga leiðréttingu.  Gæti Morgunblaðið sett upp krækju á mbl.is svo hægt sé að lesa hina leiðréttu frétt um að Schilder hafi nefnt íslenska fjármálaeftirlitið en ekki íslenska seðlabankann?


mbl.is Talaði ekki um Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hollensku fréttinni er talað annars vegar um De IJslandse centrale bank, sem þýðir Seðlabanki og hinns vegar um Landsbanki. Svo það fer ekkert á milli mála að mogginn er að ljúga og verja Davíð.

Valsól (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:00

2 Smámynd: Agla

Tek undir hvert einasta orð sem þú segir og þó ég fylgist nokkuð vel með hollenskum fjölmiðlum hef ég hvergi séð þessa "leiðréttu frétt".

Kannski skiptir það ekki öllu máli, eins og staðan er, hvort fjármálaeftirlitið eða seðlabankinn sögðu allt í fínu.

Var allt í fínu?

Agla, 2.2.2010 kl. 00:14

3 identicon

Hvað með matsfyrirtæki sem gáfu Landsbankanum topp einkunn fram á síðasta dag.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband