Leita í fréttum mbl.is

Svona andskotist nú til að klára þetta mál!

Hvernig má það vera að stjórnarandstaðan sem hefur alltaf talað fyrir því að það þurfi að semja aftur og ríkisstjórn sem vill koma þessu máli frá, geti ekki klárað þetta á skemmri tíma. Finnst að það skuli vera nú kominn mánuður frá því að þetta fólk fór að hittast og nú fyrst skuli menn vera að sættast um svo sjálfsögð mál eins og hverjir eigi að ráðleggja þeim með afbrigðum! Gera menn sér ekki grein fyrir því að hverri viku sem þetta mál dregst á langinn kostar okkur til framtíðar í verri kjörum og minnkandi líkum á fjárfestingum?

Halda menn að það sé freistandi fyrir menn og fyrirtæki að koma hingað og fjárfesta þegar að stjórnvöld og stjórnarandstaða eru upptekin í einhverjum leik sem aðallega snýst um hvernig hver og einn á að halda andlitinu eftir að málið er leyst? Menn flækja sig í hlutunum og snúast í hringi og ekkert kemst áfram á meðan.  Það sem skiptir máli er að halda áfram. Ekki láta eitthvað mál og nokkra milljarða tefja það að hér hefjist uppbygging aftur.


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sammála síðasta ræðumanni. En það er bara ein spurning, fá ekki bloggarar fráhvörf ef ICESAVE klárast einhvern tíman?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 23:35

2 identicon

Sammála þér Magnús Helgi, með minni hentusemi. Hólmfríður það verða ekki nein fráhvarfseinkenni, það kemur upp einhvert annað hneigsli að tala um það get ég lofa þér í annari eins spillingu og er á landinu, t.d. sakleysi útgerðarmanna með veðsetningu ófæddra fiska, en það er svo sem ekkert skrítið þegar að það er hægt að veðsetja 1 árs gömul börn á landinu og síðan þegar það gemur á daginn þá er bara að afskrifa það eins og allt annað. Svo það er að nóu að taka. Ekki allt búið þegar ICESAVE er komið í höfn, þó að það sé með þeim stærstu kanski, annars er ekki skírslan komin í dagsljósið.

Ingolf (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband