Leita í fréttum mbl.is

Eins gott að Indefence er á leiðinni til Hollands :)

Þessir strákar í áhugamannafélaginu Indefence eru búnir að telja þjóðinni trú um að það sé ekkert mál að redda þessu. þeir segja m.a. á síðunni sinni:

Íslendingar standa ekki einir

Núverandi Icesave samningur með viðaukasamningnum sem samþykktur var af Alþingi Íslendinga þann 30. desember er ótækur fyrir Íslendinga. Financial Times hefur líkt honum við skuldafangelsi.

Í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði lögunum staðfestingar þann 5. janúar s.l. hefur skapast meðbyr erlendis með málstað Íslendinga sem ekki hefur áður sést í Icesave málinu.

Leiðandi fjármálablaðamenn og fjölmiðlar erlendis, t.d. Martin Wolf viðskiptaritstjóri Financial Times, hafa lýst eindregnum stuðningi við málstað Íslands.

Virtir erlendir sérfræðingar m.a. í skuldaaðlögun ríkja, hafa lýst áhyggjum af núverandi Icesave samningi og tekið skýrt undir sjónarmið Íslendinga í málinu. Meðal þeirra má nefna Sweder van Wijnberger prófessor og ráðgjafa hollenska fjármálaráðuneytisins, Ann Pettifor sem starfað hefur við skuldaaðlögun Afríkuríkja um áraraðir og Lee Buchheit, einn virtasta fjármálalögfræðings heims.

Ýmis alþjóðleg samtök styðja málstað íslendinga, enda á baráttan gegn því að almenningur taki á sig skuldir einkafyrirtækis sér marga málsvara um allan heim.

Lettland hefur lýst opinberum stuðningi við Ísland í Icesave málinu og virtir erlendir stjórnmálamenn hafa lýst áhuga á að aðstoða Ísland í deilunni, m.a. forseti Eistlands.

Stjórnmálaöfl í Noregi hafa lýst því opinberlega yfir að þau styðji Íslendinga og að þau hyggist berjast fyrir auknum skilningi og aðstoð við málstað Íslendinga, bæði í Noregi og á hinum Norðurlöndunum, og á vettvangi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Norsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau telji að Icesave málið skuli ekki tengt efnahagsáætlun Íslands.

Það er því rangt sem sumir hafa haldið fram að málstaður Íslands í Icesave deilunni njóti hvergi stuðnings í alþjóðasamfélaginu.

Nauðsynlegt er að nýta þennan meðbyr og vinna að nýrri lausn, sem byggir á lagalegum, og efnahagslegum staðreyndum málsins.

Furðulegt að "allir" þessir vinir þeirra hafi ekki reddað okkur. Minni svo á fyrri færslu mína um herkostnað okkar af málflutningi Indefence og framsóknar. ASÍ sammála mér um áhrif þess að leysa ekki Icesave! Þar tel ég að megi færa rök að því að þessar tafir og vitleysa varðandi Icesave kosti okkur til lengri tíma fyrir þessa 6 mánaða töf 250 til 400 milljarða umfram það sem við svo þurfum að borga


mbl.is Telja litlar líkur á samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þetta lið er gjörsamlega búið að drulla upp á bak.  Indefence, stjórnarandstaðan og forsetinn hafa valdið þjóðinni óbætanlegu tjóni.  Þetta er hreinlega sorglegt að þjóðin skuli láta þessa fábjána og viðvaninga teyma sig á asnaeyrunum og blekkja sig.

Óskar, 26.2.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband