Leita í fréttum mbl.is

Icesave í höndum stjórnaranstöðunar er að kosta okkur hundruð milljarða

Það er nokkuð ljóst að sú kyrrstaða sem icesave deilurnar hafa orsakað hafa kostað okkur gríðarlegar upphæðir. Menn hafa áætlað að endurreisn efnahagslífsins hafi tafist um allt að 6 mánuði. Hagfræðingur hefur átætlað að kostnaður okkar fyrir hvern mánuð sem þetta dregst séu um 75 milljarðar til framtíðar. Svo það er hægt að segja skv. þessu að máið sé farið að kosta okkur hundruð milljarða nú þegar umfram það sem við getum náð út úr samningum um að bætt greiðslu kjör á Icesave. Enda ljóst að við borgum þessar skuldir hvernig sem við hugsum þetta.

Það er með öllu ófært að fulltrúar 2 flokka sem eru fulltrúar minnihluta þjóðarinnar haldi þessu máli áfram í gíslingu. Þetta er mál sem við þurfum að koma frá okkur jafnvel þó það kosti einhverja milljarða meira. Því að tapi sem við verðum fyrir núna þessar vikurnar og mánuði er gríðarlegt og eins að við náum okkur ekki aftur af stað fyrr en þetta er afgreitt.

Bendi á ágæta grein í Fréttablaðinu eftir  Óla Kristján Ármannsson: Þar sem hann segir m.a.

Full ástæða virðist til að efast um vilja sumra þeirra sem hæst hafa talað gegn Icesave-samningunum til að komast að nokkurri niðurstöðu í málinu. Í það minnsta þykir undirrituðum ljóst að náist ekki niðurstaða á þessum dögum sem til stefnu eru fram að þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé vandséð að stjórnmálaleiðtogar landsins geti nokkurn tímann komið sér saman um að ljúka málinu.

Í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu gefst fólki fágætt tækifæri til að taka málið úr höndum misviturra stjórnmálamanna og leiða það til lykta með því að staðfesta lögin sem Alþingi setti í desemberlok. Vandséð er að einhver vaxtaprósentuábati fái vegið upp þann skaða sem frekari töf veldur.

Væri ekki óskandi að fólk reyndi að kynna sér þetta mál sjálf. Skoða lögin og reglurnar. Hætta að láta Sigmund, Davíð og Indefence mata sig á óáreiðanlegum upplýsingum. Mæta svo og snúa á þá og samþykkja Icesave 2 því Bretar og Hollendingar miða við þann samning þega þeir bjóða okkur nú mun betri kjör.


mbl.is Yfir fimmtán hundruð hafa kosið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband