Leita í fréttum mbl.is

Á ég að trúa því að Ólafur skilji þetta ekki?

Ólafur Ragnar hlýtur að sjá að það er nauðsynlegt að upplýsingar um stöðu mála séu samræmdar sem héðan koma. Hann er ekki eins og hver annar álistgjafi. Og ekki er hann hér einvaldur. Hann hlýtur að sjá að hann verður að ráðfæra sig við stjórnvöld áður en hann fer með skilaboð frá Íslandi tíl útlanda.

 T.d. hefur verið bent á að í þeim tilfellum sem Katla hefur gosið í tengslum við gos í Eyjafjallajökli hafa þau gos ekki verið mikið stærri en gosið sem er nú í Eyjafallajökli. Eins þá er aðalhætta af Kötlu flóðahætta. Og hann sem reyndur stjórnamálamaður og ráðherra hlýtur í ljósi undangengina atburða að sjá nauðsyn þess að fara nú ekki fram úr sér og bera svona mál undir sérfræðinga að minnsta kosti áður en hann ræðir við alþjóðlega fjölmiðla.


mbl.is Óábyrgt að draga fjöður yfir goshættuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

A) Forseti er ekki deild í utanríkis- eða örðu ráðuneiti og þarf því ekki að ráðfæra sig um "PR mál" ríkistjórnarinnar. Hann má alveg tjá sig í fjölmiðlum án ritskoðunnar.

B) Hann sagði ekkert nema sannleikann um Körlu og það sem vísindamenn og aðrir fréttaskýrendur hafa verið að segja undanfarna daga.

C) Hann er þjóðkjörinn fulltrúi okkar og hefur fullt umboð til að segja hvað sem honum dettur í hug innan þeirra marka sem stjórnarskrá setur, sem eru nokkuð víð. Þar stendur ekkert um að taka hugsanlega fjárhagslega hagsmuni iðngreina á Íslandi fram yfir sannsögli og varnaðarorð þegar hætta steðjar að.

D) Ábendingar um stærðir á gosum hafa ekki neitt um mögulega hættu að gera og best að vera við öllu viðbúin.

E) Má forseti ekki tala eins og vísindamenn? Á hann að tala eins og rotinn pólitíkus frekar?

Þorbergur (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 20:29

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Ekki miklu hægt að bæta við það sem Þorbergur hefur sagt.

  Við gætum auðvitað líka haldið kjafti og leikið idiota þegar kemur að Kötlu,  "neinei, engin hætta, komið bara, það er allt öruggt hérna". Hvað svo ef Katla gýs og það verður stærra öskugos en Eyjafjallajökull og vindátt verður óhagstæð og gjóskan nær alla leið til keflavíkur og lamar flugumferð til og frá landinu.  Hvað ef gosið verður lengi, hugsanlega vikur eða mánuði?.  með hundruði ef ekki þúsundir ferðamanna fasta hérna,  væri ekki betra að geta sagst hafa varað við þessum möguleika?  frekar en að hafa logið til um staðreyndir svona einsog ákveðnir aðilar gerðu sem komu þjóðinni á kné?.

  Eiga ferðamenn ekki rétt á að vera upplýstir af hættunni ef Katla gýs eða eigum við bara að hugsa um að komast yfir peningana þeirra?.

Jóhannes H. Laxdal, 20.4.2010 kl. 21:04

3 identicon

Sammála þér Magnús! Það er ekki von að fólk í öðrum löndum þar sem mest öll flugumferð liggur niðri út af gosi í órafjarlægð, geti skilið hvaða áhrif þetta hefur hér á landi og hvað þau eru í raun staðbundin, allavega eins og er. Það þarf ekki að fela neitt en óþarfi mála  á vegginn. Ps. Ólafur á að tala og hegða sér eins og þjóðhöfðingi, ekki glaumgosi eða spámiðill!

Merkúr (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 21:09

4 identicon

Vegna athugasemdar Jóhannesar. Hvað ætlar þú að loka landinu lengi fyrir ferðamönnum? Kannski svona eina öld?

Merkúr (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 21:16

5 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

 Þú vilt semsagt að við höldum kjafti, lokkum ferðamenn hingað, tökum peningana þeirra og segjum "sorrý" ef allt fer á versta veg? 

 Hvernig í ósköpunum gastu lesið útúr þessu hjá mér að við eigum að loka landinu?.  Það á einungis að upplýsa ferðamenn um stöðuna sem er einfaldlega sú að : 1) Katla er stór eldstöð sem veldur yfirleitt stórum gosum,  2) Kötlugos hefur alltaf fylgt gosi í Eyjafjallajökli/Fimmvörðuhás, 3) Miðað við eldsumbrot undanfarnar vikur þá kæmi það ekki á óvart ef Katla færi að rumska, 4) Katla hefur gosið með tiltölulega reglulegu millibili og hún er "komin á tíma", 5) Ef vindátt er óhagstæð þá gæti aðal umferðaræðin til og frá landinu (keflavíkurflugvöllur) lokast.  Það má svo alltaf fá einhverja vísindamenn til að koma með einhverja tímaramma en þeir verða að vera unnir útfrá vísindalegum forsendum. Það að ferðamannaiðnaðurinn byrjar að blómstra uppúr maí er ekki gild forsenda.

  Ef ferðamenn eru upplýstir um þetta þá geta þeir sjálfir tekið upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilja koma hingað eða ekki... Við ættum EKKI að gerast sek um það að halda upplýsingum leyndum og fegra sannleikann útaf græðgi í peninga fólks.  Sérstaklega þar sem útrásarpakkið er tiltölulega nýbúið að gera það í fjármálageiranum og það myndi lýta verulega illa út fyrir okkur ef við verðum uppvís að því að Ferðamannageirinn sé að gera það líka.

  En ég veit ekki með þig en ég myndi vilja vita fyrirfram ef það væru líkur á eldgosi eða öðrum náttúruhamförum á þeim stað sem ég er að fara að ferðast til hvaða áhrif það myndi hafa á mitt ferðalag. Ef ég væri útlendingur og væri að koma til Íslands þá væri ég allt annað en sáttur ef Katla gýs og lokar Keflavíkurflugvelli þegar ég ætti að vera að fara heim og ég myndi vita það að upplýsingum hefði verið vísvitandi haldið leyndum af stjórnvöldum og forsvarsmönnum ferðamannageirans.  (Ég er ekki lögfróður maður en myndi slíkur gjörningur ekki opna á skaðabótaskyldu gagnvart þeim sem verða illa úti ef allt fer á versta veg?)

Jóhannes H. Laxdal, 20.4.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband