Leita í fréttum mbl.is

Í kjölfar þessarar fréttar er rétt að vísa á ágæta greiningu á þessu framboði

Illugi Jökulsson fjallar um framboð Besta flokksins á blogginu sínu sem og í DV

Þar segir hann m.a.

En auðvitað fer ekkert milli mála að í upphafi var framboðið tómt grín. Eiginlega bara prívatbrandari Jóns Gnarr, eða ein þeirra eins manns leiksýninga sem hann hefur áður haldið úti. Þekktust þeirra er vitaskuld leikritið “Þegar Jón Gnarr varð trúaður” en það gekk heillengi í ýmsum fjölmiðlum og um var um tíma leikið af heilmiklum sannfæringarkrafti af höfundinum og eina leikaranum.

 

Honum tókst þá (eins og nú) að útvega sér aukaleikara sem óafvitandi tóku þátt í gríninu með því að fjalla af mikilli alvöru um hina nýfundnu trú hans og merkingu hennar.

 


Þetta leikrit hafði hins vegar þann galla – að minnsta kosti fyrir aðra en Jón Gnarr sjálfan - að það vantaði eiginlega pönsið, það fjaraði bara hægt og rólega út án þess að áhorfendur fengju mikið fyrir snúð sinn.

 

Fyrir þetta nýja leikrit var Jón hins vegar búinn að tryggja sér pönsið fyrirfram – það er að segja kosningarnar. Þær yrðu sjálfkrafa hápúnktur leikritsins “Jón Gnarr fer í framboð”.

 

Leikritið, sem mér skilst að hafi verið kvikmyndað alveg frá upphafi, átti líklega að verða einskonar skemmtimynd um einfeldninginn sem dettur óvænt inn í pólitík – eins konar íslensk útgáfa af Mr.Smith Goes to Washington.

 

Nema hvað einfeldningur Jóns Gnarr átti ekki að vera vammlaus og prúður skátaforingi og bláeygur baráttumaður gegn spillingu og hræsni, heldur þvert á móti óður og uppvægur að taka sjálfur þátt í spillingunni – bláeygur bitlingagosi ef þannig má að orði komast.

 

Þetta var frábær hugmynd og hefði getað orðið – og getur auðvitað enn orðið – stórkostleg ádeila á samfélag okkar og stjórnmál, þar sem “siðbót” eftir spillingartímann er til dæmis fólgin í því að Sjálfstæðisflokkurinn þykist hafa gert upp við Hrunið með því að kjósa sér formann, sem var á kafi í allskonar Vafningum með þeim sem nú lítur út fyrir að hafi verið einhverjir óforskömmuðustu þrjótar útrásarinnar.

Og síðar:

FJÖGURRA ÁRA LANGUR BRANDARI
 
 
Þannig virðist upphaflegur brandari Jóns Gnarr óðum að verða eitthvað allt annað en í byrjun – rétt eins og flakk Jeshúa frá Nasaret um sveitir Galíleu og rabb hans við fylgismenn sína varð að hátimbruðum trúarbrögðum, og hann sjálfur að guði – sem hann hefði alveg áreiðanlega sjálfur talið argasta guðlast.
 
Tiltölulega beinskeytt grín um spillingu og hallærislega orðræðu stjórnmálamanna er orðið að ansi þokukenndum hugmyndum um nýtt líf, nýja tíma og minna sjónvarpsgláp.
 
Og pönsið, sem kosningarnar á morgun áttu að verða, virðast nú bara vera lok á fyrsta þætti – leikurinn stefnir í að verða að minnsta kosti fjögurra ára langur.

 


Kannski verður þetta samfelld gleði, og kannski það glæsta upphaf á splúnkunýjum degi sem margir virðast vonast eftir. Ja, það gæti farið svo, auðvitað vona ég það, en ég verð að viðurkenna að ég efast.

En endilega lesa þessa færslu Illuga hún heitir:JÓN GNARR ER BARA ALVEG EINS OG JESÚS!


mbl.is Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband