Leita í fréttum mbl.is

Til umhugsunar varðandi væntanlega ákærur

Hef verið að velta fyrir mér þessum ákærum. Það tala allir um þessi lög um ráðherra ábyrgð. En svo þegar maður les þessar ákærur þá er þær upp á að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi. Þrátt fyrir að við vitum að ráðherrar í smærri fótum funduðu um þetta mál reglulega. Sem og að ljóst er að 2008 hefðu slíkir fundir engu skilað.  Og svo vitanað mikið í eftir á skýringar.

En aðallega er ég að velta fyrir mér af hverju bæði Alþingi og þjóðin hafa ekki farið fram á þetta áður t.d.

  • Varðandi einkavæðingar (einkavinavæðingar) sem má finna nokkur dæmi um í sögunni
  • T.d. þegar Ólafur Ragnar stóð að því að setja lög á kjarasamninga kennara um 1990
  • Þegar Halldór og Davíð skráðu okkur sem þátttakendur í árásum á Írak.
  • Árásir á fólk vegna samþykktar á inngöngu í Nató á Austurvelli 1948
  • Jón Baldvin vegna áfengiskaupa á kostnað Ríkisins
  • Fyrri ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokk sem hægt hefði verið að kæra 2008 og 2009 því að brot hennar var ekki fyrnt þá.
  • Hagsmunapot ýmissa ráðherra fyrir sín byggðarlög á kostnað allar þjóðarinnar.  Og fyrir einstaka stéttir á kostnað okkar.

Síðan má velta fyrir sér hverjir vilja gerast ráðherrar hér í framtíðinni ef að hugsanleg mistök verða kærð sem glæpur. 


mbl.is Meirihluti vill ákæra ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Af hverju ekki vegna einkavæðingarinnar ? sennilega af því lögin voru opin sem Alþingi setti til að heimila sölu á þeim ? Hin atriðin eru meira klár spillingarmál og væru því lögreglumál ef Lögreglan væri með hausinn á sér. Önnur mál þarna eru löngu fyrnd. '' Ljóst er að slíkir fundir hefðu engu skilað '' segir þú en Rannsóknarnefndin komst að því að þeir hefðu getað lágmarkað tjónið. Fyrir Íslendinga hefði verið miklu betra að hafa enga Ráðherra frekar en þessa sem sváfu í embætti ( Geir t.d. alla sína tíð og IGS líka alla sína tíð ). Að hafa enga Ráðherra hefði þýtt að allir hefðu getað séð að hér var enginn að stjórna.

Einar Guðjónsson, 26.9.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband