Leita í fréttum mbl.is

Athyglisvert innlegg í umræðuna

Var að lesta blogg eftir Jón Daníelsson. Sumu er ég sammála og öðru ekki. Sér í lagi varðandi hvað hann hengir sig í fasteignamat þegar hann talar um að skuldir umfram við séu 125 milljarðar og í þeim flokki séu mest fólk sem er að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti:

Á vef forsætisráðuneytisins má sjá glærukynningu fjármálaráðherra(PDF, 44 KB) þar sem fram kemur að skuldir þessara heimila nema um 125 milljörðum umfram fasteignamat. Hér er áhugavert að skoða töflu um fjölda skuldara. Út frá henni er auðreiknað að fasteignamat hverrar íbúðar er að meðaltali innan við 20 milljónir. Sú tala er mjög svipuð hvort heldur umframskuldin er 10, 50 eða 100% yfir fasteignamatinu.

Hér er sem sé komið unga fólkið sem var að kaupa sína fyrstu íbúð á árunum fyrir hrun.

Það er alveg ljóst að megnið af þessum 125 milljörðum mun aldrei innheimtast. Þessa peninga þarf að afskrifa sem allra fyrst. það lendir á Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðunum og bönkunum. Bankarnir þola sinn hlut. Lífeyrissjóðirnir neyðast til að skerða lífeyri, en hlutur Íbúðalánasjóðs lendir á ríkinu.

Af þeim 220 milljörðum sem talað hefur verið um að 18% flöt niðurfærsla muni kosta, eru þá 95 milljarðar eftir. En þessa peninga þarf að nota í úrræði á borð við greiðsluaðlögun og sértæka skuldaaðlögun. Þau úrræði kosta nefnilega líka peninga.

Fjöldamargt fólk hefur ekki nýtt sér þessi úrræði og ein veigamesta ástæðan er vafalaust sú að allt of margir eru enn að bíða eftir töfralausninni, þeirri stóru og almennu niðurfellingu skulda, sem nú hefur verið prédikuð samfellt í nærri 3 ár.

Ég velti fyrir mér hvort þeir sem haldið hafa þessari reginfirru á lofti, geri sér grein fyrir hversu miklum skaða þeir hafa valdið, hvort þeir átti sig á því að fólk er nú þegar búið að missa húsnæði sitt, vegna þess að það lagði trúnað á þennan boðskap.

Það er ljótur leikur að vekja fólki óraunhæfar vonir.

Það sem mér finnst athyglisvert eru nokkur atriði. Ef að við reiknum með að lán sem komin eru yfir fasteignamat innheimtist aldrei og þurfi því að afskrifa það sem er yfir fasteignamati þá myndi það gera 125 milljarða. Síðan muni hin ýmsu sértæku úrræði fyrir þá verst settu eins og skuldaaðlögun og fleira kosta mikið. Því er von að hann velti fyrir sér af að um almenna skuldaniðurfærslur verði að ræða hvaðan á þá peningur í afskriftir á lánum sem áfram verða yfir 100% eigi að koma og hvaðan eigi að finna fé í sértækar lausnir fyrir þá verst settu.

Og ég vek sérstaklega athygli á lokaorðum hans um þann skaða sem boðberar risa afskrifta á lánum heimila eru búnir að valda mörgu fólki sem ekkert hefur gert í sínum málum af því þau trúðu á þessa boðbera skuldaaflausna og patentlausna.


mbl.is Ekki raunverulegur samráðsvettvangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er eins og þú og Jón skilji ekki að það eru lánadrottnar sem ákvarða lausnir á málum en ekki skuldunautar. Hér vantar jarðtengingu.

Það er áður óþekkt sjónarmið að "stórskuldugt" fólk geti sjálft ráði því hvernig farið er með skuldir þess. Ég hef aldrei heyrt það áður og mér er til efs að gerir það heldur.

Undanfarið hafa lánadrottnar á Íslandi aðeins verið hliðhollir vinum og vandamönnum eins og þú þekkir mætavel!

Mosi (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband