Leita í fréttum mbl.is

Gríðarlegur munur á kostnaði eftir leiðum.

Alveg eins maður hefur sagt þá eru þessi flata lækkun skulda um 15,5% og jafnvel 20% okkur ofviða. Aðrar leiðir sem mest hafa verið í umræðunni kosta okkur gríðarlega. Sértæk skuldaaðlögun kostar um 25 til 30 milljarða og nær til þeirra sem mest þurfa. Og  með því að mæta hækkunum á lánagreiðslum með hækkun vaxtabóta kostar ríkið aðeins um 2 milljarða ári. Við það yrði greiðslubirgði fólks því svipuð og fyrir hrun og fólk hefði því meira fé milli handa í neyslu.  Held að fólk verði líka að horfa til ömurlegrar stöðu ríkisssjóðs þegar það metur þessar tillögur.

  •  15,5% flöt niðurfærsla m kostata 185 milljarða króna
  •  Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæ myndi kosta 155 milljarða króna
  •  Niðurfærsla skulda að 110% af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða
  •  Lækkun vaxta myndi kosta 24 milljarða
  •  Hækkun vaxtabóta myndi kosta 2 milljarða

Eins kemur fram í þessu fréttum að um 5% heimila verður ekki hægt að bjarga með viðkomandi húsnæði og þau verða að fá aðstoð við að komast í viðráðanlegt húsnæði frá sveitarfélögum eða ríkinu.

Athygli vekur að færri eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð en voru árið 1997. Jafnframt eru vanskil í hópi 20% tekjulægstu lántakenda hjá sjóðnum færri en þau voru árið 2004.

Hins vegar eru um 5% lántakenda, alls 3651 manns, í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir grunnneyslu. Það er mat sérfræðingahópsins að það sé fjármálastofnana, ríkis eða sveitarfélaga að bjóða þessum hóp upp á húsnæðisúrræði. Þeim verði ekki bjargað með skuldaaðgerðum. www.mbl.is

Þar erum við að tala um kaupleigukerfi, leiguhúsnæði og félagslegar íbúðir.

 Fækkun heimila í vanda eftir aðgerðFækkun heimila í vanda eftir aðgerð 
 Kostnaður milljarðar kr.Neysluviðmið UMS +50%Neysluviðmið UMS +100%Fjöldi sem úrræði nýtist
Sértæk skuldaaðlögun 18-26 2.100 (29,5%) 2.100 (19,6%) 2.605
Flöt lækkun skulda um 15,5% 185 1.500 (21,0%) 2.100 (19,6%) 72.762
Niðurfærsla skulda m.v. upphaflega lánsfjárhæð 155 1.250 (17,6%) 1.750 (16,4%) 72.762
Lækkun skulda að 110% verðm.eigna 89 900  (12,6%) 1.050  (9,8%) 15.203
Lækkun skulda að 100% verðm.eigna 125 1.250 (17,6%) 1.470 (13,8%) 20.348
Stiglækkandi niðurfærsla skulda að 90% af verðm.eigna 150 1.450 (20,5%) 1.800 (16,7%) 36.081
Hækkun vaxtabóta 2 á ári, 1.450 (20,5%) 1.070 (10,0%) 36.524
40 ef
varanlegt
Lækkun vaxta í 3% 24 ári 2.600 (36,3%) 3.770 (35,3%) 72.762
240, ef
varanlegt

 


mbl.is Vaxtabótahækkun árangursríkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Athygli vekur að færri eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð en voru árið 1997"

Það er ekki bara 1997.  Heldur færri en 1992-1998  (sýnist mér á stöplariti í skýrslu)

Eg hefði búist við miklu mun meira en nokkurntíman hefur þekkst.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2010 kl. 18:00

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. og 1999-2003 eru aðeins lítillega minni vanskil en nú er.  (það er aðallega 2006-2007 sem sker sig úr með lítil vanskil á þessu tímabili þ.e. 1992-2009)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2010 kl. 18:03

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Okkur" hverjum er þetta ofviða? Settu íbúðaeigendur þjóðina á hausinn? Fengu ekki bankarnir innheimtu íbúðalánanna fyrir ca 50% af nafnverði? Hafa bankarnir ekki verið að skila milljarða hagnaði ? Eiga íslenskir íbúðaeigendur að styrkja bankana eins og einhverjar líknarstofnanira' Hvað kostar það íslenska ríkið ef þúsundir heimila fara á vonarvöl umfram þau sem nú eru komin þangað?

Norræn velferðarstjórn eða hvað sem þetta móverk í stjórnarráðshúsinu kallar sig - verður að skilja að hún fékk umboð frá fólki en ekki fésýslustofnunum.

Kannski getur þú upplýst mig um einhverja endurreisn samfélagsins sem komin er í gang á vegum- eða með aðstoð þessara banka.

Og ég hef enga samúð með þessum lífeyrissjóðum. Hversu miklum fjármunum tapa þeir á tímum atvinnuleysis?

Þessir lífeyrissjóðir eiga að gera svo vel og koma hressilega til skjalanna þegar sjóðsfélagar standa frammi fyrir neyðarástandi.

Árni Gunnarsson, 10.11.2010 kl. 18:10

4 identicon

Það kostar líka 0 kr. að gera ekkert = besta leiðin?

Karma (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 18:15

5 Smámynd: Hvumpinn

Það er búið að taka vaxtabætur af flestum í landinum, nema rétt þeim lægstlaunuðu og þeim sem keyptu húsnæði og skuldsettu sig uppí rjáfur á árunum 2006-2008.  Hinir hafa engar og munu engar fá, það verður stungið dúsu uppí þá sem fá vaxtabætur núna.  Aðrir éti það sem úti frýs.

Hvumpinn, 10.11.2010 kl. 18:29

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er best og skynsamlegast að framkvæma svona aðgerðir í gegnum skattakerfið.  Þessi flata vitleysa var alltaf bara það.  þ.e. vitleysa.  Það sá hver maður með smá hugsun.

Það sem er í raun umhugsunarvert er, afhverju það varð slík hystería í kringum áróðurinn.    

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2010 kl. 18:34

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Á maður síðan að hlaupa upp til handa og fóta og samþykkja þetta möglunarlaust. Sérstaklega i ljósi þess hverjir sitja í þessari nefnd. Allir á vegum hagsmunaaðila sem sem auðvitað eru að passa sína hagsmuni. Enda skilar fulltrúi hagsmunasamtaka heimilina séráliti.

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband