Leita í fréttum mbl.is

Ætli Sigumundur Davið eigi ekki sinn þátt í að 2 ár hafa farið til spillis?

Það væri t.d. gaman að velta fyrir sér hvað Icesave hafi kostað okkur.

Þannig mæli Guðmundur Gunnarsson:

Óábyrgastir allra voru formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Forseti lýðveldisins stóðst ekki mátið að stíga lýðskrumsölduna í örvæntingarfullri tilraun til þess að víkja sér undan þeirri smán, að hafa farið næstur á eftir Hannesi Hólmstein sem helsta klappstýra blöðruselanna, sem blésu upp kúluna sem kom Íslandi í þrot. Allt í boði afskiptaleysis Seðlabanka og Fjármálaeftirlits

Hann talar um að Icesave og lætin í Sigmundi varðandi það  og uppblásin umræða um að ekkert mál sé að fella niður skuldir á öllum sé:

Allt þetta hefur valdið óþarfa eins árs kyrrstöðu á lausnum fyrir atvinnulífið í eðlilegum samskiptum við erlendar lánalínur og tafið viðsnúning á almennum vinnumarkaði. Stór hluti hinna 15 þús. manns sem enn eru atvinnulausir eru það að sakir lýðskrumsins. Sama má segja um úrlausnir á stöðu þeirra fjölskyldna verst standa.

Nú liggur þessi heita kartafla í fangi framangreindra manna og fylgisveina. Sigmundur Davíð gengur enn fram fyrir skjöldu og sýnir okkur þá hlið að hann hefur hvorki burði eða drengskap til þess að axla ábyrgð á gjörðum sínum.

Og svo segir Andri Geir Arinbjarnarson í dag:

Íslendingar eru byrjaðir að borga fyrir Icesave.  Ný hagspá OECD upp á 1.5% fyrir 2011, er mikið áhyggjuefni.  Hagvaxtahorfur fyrir 2011 hafa nú lækkað um 2% stig sem jafngildir rúmum 30 ma kr.  Þetta er helmingur af Icesave reikninginum sem verður líklega upp á 60 ma kr.

Ástæðan er fyrst og fremst að stóriðjuframkvæmdir hafa tafist vegna skorts á fjármagni.  Erlendir lánamarkaðir eru í Icesave frosti.  Lánamarkaðir munu ekki opnast á viðráðanlegu verði fyrr en semst um Icesave.  Á meðan hægist á hagkerfinu, atvinnuleysi eykst, kaup stendur í stað og fólk og fyrirtæki hyggja á landflótta.

Ef við gefum okkur að áhrif Icesave á hagvöxt verði -1% 2010, -2% 2011 og -1% 2012, þá verðum við búin að borga Icesave einu sinni áður en við förum að borga Icesave í annað sinn.

Ef við neitum að borga Icesave og hagvaxtatapið verður varanlegt þá margfaldast „reikningurinn“ sem lendir á næstu kynslóð.

Það er borðleggjandi að niðurskurður og skattahækkanir 2011 og 2012 verða meiri með Icesave óleyst en leyst.


mbl.is Ráðist að grunnstoðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það sem er mest óþolandi er að Sigmundur Davíð mun síðan standa upp og segja, ég sparaði þjóðinni þetta og þetta mikið í vaxtakostnað, án þess að nokkurn tímann se hægt að festa í hendi hvað kostnaðurinn við lýðskrumið í honum hafi verið.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 03:44

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Örvæntingartilraun til að vikja sér undan landráðsdómi verður hlutskipti þessarar aumu stjórnar. Það er ekki saknæmt að gleðjast með góðum árangri í viðskiptum,ef þú kallar það líðskrum þá ætla ég að segja þér að það er ekki tilefni til að draga menn til ábyrgðar.       Hvað ert þú að gera með svona bull skrifum,ná þér í prik,Samfylkingarskrum.  Það gengur bara ekki upp það sem stjórnin ætlaði,svíkja þjóð sína fyrir auðrónana,og hafa haldið áróðrinum uppi,fría sig ábyrgð þykjast hvergi hafa komið nálægt falsarar. EKKI BENDA Á MIG. Þjóðin á eftir að hegna ykkur eftirminnilega .

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 05:18

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega hefur icesave gert okkur lífið leitt. En hverjum er það að kenna? Stjórnarandstöðunni? Forsetanum? Þjóðinni? Nei, núverandi stjórn!

Sá samningur sem Svavar og Indriði nenntu að gera var með þeim ósköpum að ekki var með nokkru móti hægt að sætta sig við hann, enda felldur af stórum meirihluta þjóðarinnar.

Ef stjórnin hefði tekið höndum saman við alla flokka strax í upphafi og þingið gengið heillt til samninga við Breta og Hollendinga er hugsanlegt að vitrænn samningur hefði náðst.

Þess í stað ákváðu núverandi stjórnvöld, sem þá voru í minnihluta á þingi með trausti Framsóknarflokks, að hefja viðræður upp á eigin spýtur og sendi sem fulltrúa í þær samningaviðræður ágætismenn sem höfðu þann annmarka að hafa ekki nægt vit á alþjóðalögum og ekki vilja til að standa á rétti þjóðarinnar. Þetta starf hóf núverandi stjórn, þá í minnihlutastjórn sem var varin af Framsóknarflokknum. Skýrt var tekið fram í stuðningsyfirlýsingu Framsóknarflokksins að ekki yrði gert neitt í þessu máli nema í samvinnu við þá. Það var eina gjaldð sem Framsóknarflokkurinn sett upp til stuðnings minnihlutastjórnar Steingríms og Jóhönnu. Þau sáu sér ekki fært að standa við það!!

Gunnar Heiðarsson, 21.11.2010 kl. 08:50

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Icesave klúðrið er klúður sitjandi ríkisstjórnar, þó hún reyni að benda á alla aðra og kenna þeim um.

Stóriðjuframkvæmdir hafa fyrst og fremst tafist vegna þess að stjórnvöld hafa notað öll tækifæri til að seinka þeim.

Þessi ríkisstjórn er búin í nær 2 ár að lofa því að eitthvað gerist eftir "helgi" en sú helgi virðist bara aldrei ætla að renna upp.

Vísa Geirs í Eskihlíð lýsir best vinnubrögðum þessarar ríkisstjórnar:

Illa bítur orðastálið

algengast er það:

Halda fundi, hugsa málið

en hafast ekki að.

Hreinn Sigurðsson, 22.11.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband