Leita í fréttum mbl.is

Er þetta ekki rétt hugsað hjá mér?!

Það er talað um að meðal skuld þeirra heimila  í vandræðum sem eru með verðtryggð lán

  • sé um 18 milljónir.
  • Ef að um almennar niðurfærslu  upp á 15,5%
  • Þá væri meðal skuldari að fá lækkun upp á  2.790 þúsund.
  • Sem gerir að meðallán verða upp á 15.2 milljónir hjá þessu fólki.
  •  Það er talað um að hver milljón þýði afborgun upp á um 5 þúsund á mánuði.
  • Sem þýðir þá þessi niðurfærsla þýðir að afborganir per mánuð lækka úr svona cirka 90 þúsundum í um 76 þúsund. Sem þýðir lækkun á greiðslubirgði um 14 þúsund á mánuði.  Eða um 164 þúsund á ári. Sé ekki að þetta skipti skuldug heimili sköpum.
  • Enda ljóst að svona aðgerð kostar ríkið milli 170 til 250 milljarða sem þarf þá að taka einhverstaðar á móti. Annað hvort með sköttum eða niðurskurði.

Held að fólk haldi að þetta sé miklu meira en það er í raun

Held að stjórnarandstaðan og fleiri séu nú ekki heiðarlega þegar þau þrá stagast á þessari almennu niðurfærslu sem allsherjarlausn.

 Halda menn virkilega að þetta skipti sköpum varðandi afkomu heimila heilar 14 þúsund.  Þetta gildir bara um verðtryggð lán. Þessi almenna niðurfærsla getur ekki verið varðandi gengistryggð lán um þau gilda væntanlega dómarnir og nýtt frumvarp að lögum sem er í þingi.

En ef við setjum dæmið upp þannig að einhver sé með 50 milljóna lán  sem fær niðurfærslu upp á 15.5% þá erum við að tala um allt annan hlut.  Þá lækkar lánið úr 50 milljónum niður í 42,250 milljónir sem þýðir lækkun á greiðslubirgði úr 250 þúsund niður í 211 þúsund. þannig að þar er lækkun á greiðslubirgði um 39 þúsund.

En í fjótu bragði sé ég ekki að þetta skipti heldur sköpum fyrir fólk. Hefði haldið að lækkun greiðslubirgði kannski um 50% eins og sjálfstæðisflokkur lagið til eða hækkun vaxtabóta verulega til kannski næstu 5 ára hefði hjálpað fólki betur.


mbl.is Þingmenn óska eftir fundi með ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta skiptir um það bil ÖLLU máli.

Þetta er líka LEIÐRÊTTING ... ekki niðurfærsla.

Siggi (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:45

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Siggi þetta er niðurfærsla. Verðtryggð lán hækka með verðbólgu! Og heldur þú að fyrir heimili sem ekki geta greitt af lánum sínum skipti 14 þúsund miklu máli. Frekar en greiðslubirgði yrði lækkuð um kannski 50% frekar. T.d. meðallán úr 90 þúsundum í 45 þúsund á mánuði næstu 5 árin.  Sem myndi kosta ríki og lífeyrissjóði miklu minna. Og því þyrfti ekki að hækka skatta fyrir þessu eða beita meiri niðurskurði. Er það virkilega betra fyrir heimli kannski að lækka greiðslubirgði um 14 þúsund ef að skattar hækka kannski um 10 þúsund á mánuði í staðinn?

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2010 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband