Leita í fréttum mbl.is

Meðalfjölskyldan borgar 21 þúsund krónur á mánuði í efnahagsmistök

Finnst að fólk megi hugleiða þetta. 21.000 krónur á mánuði sem þýða um 250.000 krónur á ári vegna mistaka ríkisstjórn í efnahagsstjórn hér á landi..

Eftirfarandi er tekið af www.samfylking.is

 

30. janúar 2007 16:42
Meðalfjölskyldan borgar 21 þúsund krónur á mánuði í efnahagsmistök

Greiðslu- og vaxtabyrði heimilanna hækkar um 21.7 milljarða kr á árinu 2007 vegna þess að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að halda aftur af þenslu. Fyrir meðalfjölskylduna þýðir þetta um 250 þús kr á ári eða 21 þúsund kr á mánuði. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í dag.

 

Í máli Ingibjargar kom fram að frá því þessi ríkisstjórn tók við hafa skuldir heimilanna aukist um 1000 milljarða. Heimilin skulduðu 299 milljarða kr. á öðrum ársfjórðungi 1995 en skulda nú 1300 milljarða. Um 86% af þessum skuldum eða 1100 milljarðar kr. eru verðtryggðar skuldir og 100 milljarðar eru yfirdráttarlán á himinháum vöxtum.

Aukin greiðslubyrði vegna verðbólgu

 

Í árslok 2006 skulduðu heimilin 44 milljarða krónum meira en í ársbyrjun einungis vegna þeirrar verðbólgu sem hér hefur verið umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þessir 44 milljarðar leggjast á höfuðstól lánanna og hverfa ekki, jafnvel þótt verðbólgan lækki. Að því gefnu að meðallánstími sé 20 ár þýðir þetta því að greiðslubyrði heimilanna hækkar um 2.2 milljarða á ári hverju í heil 20 ár.

 

Aukin greiðslubyrði vegna vaxtahækkana

En lán hafa ekki einungis hækkað vegna verðtryggingar. Vegna þenslunnar hafa vextir einnig hækkað. Varlega áætlað má gera ráð fyrir að heimilin borgi um 1% hærri vexti af verðtryggðum lánum en þau ella hefðu gert. Þetta þýðir að greiðslubyrði þeirra er 11 milljarða krónum hærri en hún ella hefði verið. Þá borga heimilin um 4 milljarða kr meira en áður af yfirdráttarlánum og um 4.5. milljarða kr meira vegna almennrar raunvaxtahækkunar Seðlabankans.

 

Niðurstaðan er því kristaltær: 

2,2 milljarðar + 11 milljarðar + 4 milljarðar + 4,5 milljarðar = 21,7 milljarður.

Greiðslu- og vaxtabyrði heimilanna hækkar um 21.7 milljarða kr á árinu 2007 vegna þess að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að halda aftur af þenslu. Fyrir meðalfjölskylduna þýðir þetta um 250 þús kr á ári eða 21 þús kr á mánuði.

 

“Þetta er herkostnaðurinn - reikningurinn sem ríkisstjórnin sendir heimilunum vegna óábyrgrar efnahagsstefnu á þessu kjörtímabili,” sagði Ingibjörg í ræðu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband