Leita í fréttum mbl.is

Verktakarnir að viðhalda veru Bandaríkjana í Írak

Ætli þetta sé ekki ein ástæðan fyrir því að þetta stríð hófs og hefur varað svona lengi. Það eru ýmis verktakafyrirtæki sem taka þátt í nær öllum athöfnum Bandaríkjamanna þarna í Írak. Þeir eru stórhluti af Bandaríska hernum. Eins þá sinna þeir uppbyggingarstarfinu. Og svona hagnast þeir. Það er vitað að varaforsetinn hefur verið í stjórn eins stærsta verktakafyrirtækisins sem hefur fengið flest verkefnin þarna.

Í skýrslunni eru einnig nefnd dæmi um sóun fjármuna í Írak. M.a. hafi bandaríska utanríkisráðuneytið greitt verktakanum DynCorp International 43,8 milljónir dala, jafnvirði 3 milljarða króna, til að byggja búðir fyrir lögreglunema í Bagdad. Þessar búðir hafi aldrei verið notaðar. Íraska innanríkisráðuneytið hafi krafist ýmiss búnaðar í búðunum án heimildar Bandaríkjastjórnar. Meðal annars hafi verið byggðir 20 íbúðir fyrir tigna gesti og sundlaug í fullri stærð.

Þetta gætu nú stjórnvöld hér á landi lært af. Einkaaðilar eru ekki alltaf bestir til að veita opinbera þjónustu. Því að einkafyrirtæki sem ekki er fylgst nóg með reyna náttúrulega að hámarka gróða sinn. Og Íslendingar hafa nú oft verið brendir með því að þeir fylgjast ekki vel með hvað verður um peninga sem þeir eru að greiða til óskyldra aðila (Byrgið t.d.)


mbl.is Milljónum dala af bandarísku skattfé sóað í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband