Leita í fréttum mbl.is

Heyr, heyr Jóhanna!

Það kemur ekki til greina að hætta við stjórnlagþing. Það má auðveldlega kjósa aftur, skipa þessi 25 í stjórarskrárnefnd en Sjálfstæðisflokknum skal ekki takast að koma í veg fyrir að auðlindir og yfirráðaréttur þeirra verið sett í stjórnarskrá.

Fáránlegt að kenna ríkisstjórn um að undirbúningsaðilar og kjörstjórn skildu ekki gæta að því að framkvæmd stæðist lög. Þó eins og Ögmundur sagði á þingi að ekkert benti til þess að úrslitin hefðu orðið öðruvísi þó þessi atrið hefðu verið í lagi.

En ég held að stjórnarandstaðan hafi ekki skorað neitt með sínum ömurlega málflutningi.


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já Magnús það er sannarlega ömurlegur málflutningur að ætlast til þess að helferðarstjórn VG og samfylkingar fari að landslögum, Auðvitað sjá allir kratar og kommar að þessi stjórn er langt yfir landslög hafin.

Hreinn Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 18:31

2 identicon

Það hlýtur að hafa verið svindlað einhvers staðar, annars væri þetta þing gilt. Réttlætisgyðjan er blind, það er glæpur sem hægt að sækja fyrir alþjóðadómstólum að samþykkja ólöglegt þing, og þetta er ólöglegt þing.

Það góða sem stjórnlagaþing hefur lagt til er þrískipting ríkisvald. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vil ekki sjá slíkt, sem sést á því hversu hún vanvirðir dóma Hæstaréttar í þessu máli. Hún vill halda áfram að geta valtrað yfir þjóðina í trossi við dóma Hæstaréttar. Man einhver eftir Lýsingarmálinu sem hefði getað bjargað ótal heimilum frá gjaldþroti, hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ekki ákveðið að ógilda með öllu dóma Hæstaréttar, eins og ævinlega kom hún þarna auðvaldinu til bjargar í öllum þess stríðum gegn almenningi á vonarvöl.....Þar slær hjarta hennar ríkisstjórnar, fyrir peningalyktina hvar sem hún gýs upp, og af hatri til þjóðarinnar.

Það sem ríkisstjórn Jóhönnu ætlaði að gera var að nota stjórnlagaþing sem fyrirslátt til innlima okkur í Evrópubandalagið, með að reyna að kippa í spotta til að nema burt fullveldisákvæðið, en þá verður enn auðveldara fyrir peningavaldið að kúga almenning, ESB er ekkert alvöru lýðræði, heldur miðstýrt kerfi sem þokast sífellt fjær öllum lýðræðishugsjónum í átt að einhverju sem varla er þorandi að nefna á nafn.....Svo alvarlegt er það mál. Það var meiningin allan tíman að strunta í vilja almennings og hunsa þrískiptingarákvæðið, það hafa gerðir þessarar ríkisstjórnar sýnt, sérstaklega svívirðileg vanvirðing ríkisstjórnarinnar í máli Lýsingar og megi það mál verða henni til ævarandi háðungar. Þetta fólk hefur blóð á höndum sínum. Þau eru ófá sjálfsmorðin sem framin hafa verið í tíð þessarar ríkisstjórnar út af gjaldþrotum og útburðum úr húsum og fleira sem Lýsingarmálið jók til muna eftir að ríkisstjórnin breytti niðurstöðu Hæstarréttar, eins og henni hefði aldrei verið fært í ríki svo sem Frakklandi eða Bandaríkjunum, þar sem er alvöru þrískipting ríkisvalds. Flestir sem hafa tekið eigið líf í kreppunni er ungt fólk sem hafði ekki lengur neina framtíðarvon...þökk sé ríkisstjórninni.

Democracy (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband