Leita í fréttum mbl.is

Gæti þetta verið viðskiptatækifæri?

Er að velta fyrir mér hvort það gæti verið viðskiptahugmynd að stofna fyrirtæki sem safnar undirskriftum til að senda forseta. Þ.e. gæti t.d. verið með undirskriftarlista á lagaer. Auðvelt að safna undirskriftum því að það er stór hópur fólks sem skrifar undir hvað sem er. Menn gætu síðan keypt sér undirskriftir. T.d. 100 þúsund á hver 10 þúsund nöfn.

Þarna gætu t.d. verkalýðsfélög keypt sér lista til að senda forsetanum næst þegar á að hækka skatta. Eða þegar á að skera niður. Umhverfissamtök keypt sér lista þegar á að virkja einhversstaðar eða byggja verksmiðju og svo framvegis.

En auðveldast er að fá fólk að skirfa undir. Maður gæti t.d. kynnt þetta sem könnun á því hversu fljótt maður gæti safna 100 þúsund undirskriftum. Og svo selt hann í skömmtum.


mbl.is Ríkisstjórnin ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað er erfitt hjá Samfylkingargenginu núna.

Númi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 23:50

2 Smámynd: Umrenningur

Magnús. Þú lítillækkar engan nema sjálfan þig með svona málflutningi. Endilega haltu áfram að sína fólki hvað kratahjartað er lítið og aumt.

Umrenningur, 20.2.2011 kl. 23:56

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekkert erfitt hjá mér takk fyrir. Ég hef það fínt. Og þar sem ég er ekki viss um hverjir eru í samfylkingargenginu þá get ég ekki sagt til um hverning aðrir hafa það. En vissulega rétt að ég hef kosið samfylkinguna en er ekki í neinu gengi takk fyrir

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.2.2011 kl. 23:58

4 Smámynd: Benedikta E

"Auðvelt að safna undirskriftum því það er til hópur fólks sem skrifar undir hvað sem er" segir þú Magnús - sá hópur sem þú vitnar til rataði ekki inn á undirskriftasíðuna - Icesave já takk - sem varð sjálfhætt - því það skrifaði sig enginn inn á þá síðu.

Benedikta E, 21.2.2011 kl. 00:09

5 identicon

Öryggi er aðeins til í móðurkviði, og þar jafnvel aðeins í ófullkominni mynd, en óþroskaða veran þar inni hefur engan samanburð og heldur sig ranglega vera örugga, því hún er þekkir ekki umhverfi sitt, heldur lifir þarna í hjúpi sem takmarkar veruleika hennar.

 Margir þroskast ekki meira en svo að sækja stanslaust aftur í fals-öryggið. En öryggi er ekki til í lífinu. Hið illa hefði engin völd nema afþví það höfðar til þarfar mannanna fyrir öryggi. Ofsatrú vekur til dæmis mikla öryggiskennd. Þú þarft ekki að hugsa, því bækur og kenningar hugsa fyrir þig, þarft ekki að taka ákvarðanir, bara að kíkja á hvað trúbók eða predikari skyldi segja um málið, og lífið einkennist af mikilli reglufestu og trúarsiðum sem færa þér öryggiskennd. Sama með öfgafull stjórnmál. Hitler sigraði með að höfða til þarfar fólks fyrir öryggi.

Lífið er stríð. Friður er ekki til. Allt sem við berjumst ekki fyrir, eignumst við aldrei, og allt sem við höldum svo ekki áfram að berjast fyrir, missum við. Þetta gildir alveg sérstaklega um frelsið.

Eins og Benjamin Franklin sagði : "Those who would give up essential liberty to purchase a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety, and will lose both."

Segjum NEI við Icesave (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 01:49

6 identicon

"Er ekki í neinu gengi", maður sem hefur ekki meiri sómatilfinningu en svo að gera það opinskátt á vefsíðu sinni að hann hafi nánast allt sitt lifibrauð af Samfylkingunni. Ég myndi aldrei vinna fyrir mann eins og Össur, þó hann biði mér milljarða á mánuði. Þú virðist sneyddur sjálfstæðum vilja og bara fær um að gelta það sem húsbóndar þínir sem borga þér segja þér að gellta.

K (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 01:51

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Magnús,undirskriftir til sölu? Stundið þið slík viðskipti? Ég gæti gert yfirskrift andvana ríkisstjórnar gratís.         ( Þið vitið ekki fólksins,sem skipa hana,guð minn góður.)

Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2011 kl. 01:51

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heyrðu góði "K"  Ég er nú starfsmaður Borgainnar og aldrei fengið borgað krónu fyrir skrif mín. Ég get ekki séð að það standi hvergi á síðunni minni að ég fái greitt fyrir eitt né neitt annað en ég vinn við. Ég sá um heimasíðu ÞÍ sem er Þorskaþjálfafélag Íslands og um SSR sem var svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík. Bið um að menn bulli ekki svona! Hef aldei fengið krónu fyrir blogg og einu peningalegu samskipti mín við Samfylkinguna er að ég greiði 2500 kr á ári í Samfylkingarfélagið í Kópavogi.

Biðst undan svona ávirðingum sem ekki eiga sér nokkra stoð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2011 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband