Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt að benda framsóknarmönnum á eftirfarandi

Gunnar Bragi kom í ræðustól Alþingis og sagði að Icesave væri ekki að koma í veg fyrir lán til Íslands. Og nefndi lán sem Landsvirkjun væri að fá nú sem dæmi um það. En úps!

Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist (www.visir.is )

Þetta sýnir eins og svo margt annað barnalegarn málflutning meirihluta þingmanna Framsóknar og ábyrgðarlausan málflutning þeirra og lýðskrum. Um leið  í raun þann vanda sem Icesave er að skapa atvinnuuppbyggingu í landinu. Um leið er ekki skritið að samtök atvinnuveitenda og verkalýðshreyfingin vilji að Icesave samningur sé samþykktur.


mbl.is Fjárfesting fari í 18-20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"...er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist."

 Það væri gaman að fá EITT dæmi um LÁN, sem er hluti af heildarfjármögnun verkefnis, sem hefur EKKI þessa skilmála og er ég þá að tala um hvar sem er í heiminum.

Eggert Sigurbergsson, 17.3.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Verri skuldastaða (IceSave samþykkt) er yfirleitt ekki þess valdandi að lækka skuldatryggingarálag.

Óskar Guðmundsson, 17.3.2011 kl. 13:00

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á í þessu sambandi að Evrópski fjáfestingarbankinn hefur sagt að lán til OR og Landsvirkjun komi ekki til greina með Icesave ófrágengið. Öll mats fyrirtæki segja að lánshæfi bæði Ríkisstjornar og fyrirtækja verði ekki hækkað fyrr en Icesave er leyst.

Bendi á að Össur fær ekki lán í gegnum móðurfélag sitt hér á landi.  Við getum haldið áfram.

Bendi mönnum á að erlendis er okkur talið skilt að gangast í ábyrgð fyrir Tryggingarsjóðinn okkar varðandi Icesave. Og heldið þeið að bankar og fjármálafyrirtæki horfi ekki í að við neitum að greiða þetta? Verið ekki svona barnalegir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2011 kl. 13:06

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er haft eftir forstjóra Landsvirkjunar í dag:

"Ég tel það mjög ólíklegt að við fáum ekkert lán. Það sem gerist hins vegar er að þá verða lánin mjög óhagstæð og styttri, sem er vandamál fyrir okkur

Og í fréttinni á visir segir Hörður einnig:

 Evrópski fjárfestingarbankinn, sem til stendur að verði aðallánveitandi, hefur hins vegar sett lausn Icesave-deilunnar sem skilyrði. Hörður segir að Landsvirkjun sé í viðræðum við fleiri en evrópska bankann. Ef það lán klárist ekki verði Landsvirkjun að hafa önnur plön.

"En það er ljóst að Icesave er að tefja þessi mál, eins og hefur ítrekað komið fram hjá okkur," segir Hörður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2011 kl. 18:48

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Rétt að geta þess að EIB fær framlög frá Íslandi í gegnum EFTA sem eru notuð til útlána og til að greiða niður vexti á lánum til afmarkaðra verkefna á sviði endurnýtanlegrar orku.

EIB getur og mun aldrei getað neita Íslandi opinberlega um lán sem er innan kvóta Íslands á þeim forsendum um að ósamið sé um Icesave enda væri það óþolandi yfirgangur og afskipti af málefnum Íslands og ætti að kalla á viðstöðulausa úrsögn þessu samstarfi.

Það sem þessi blessaði forstjóri Landsvirkjunar láðist að geta þegar hann lét hafa sig út í þessa vitleysu er sú einfalda staðreynd að Íslenskir skattgreiðendur greiða þessi lán niður og ALGJÖRLEGA augljóst að ekki fást niðurgreiddir vextir á almennum markaði og þar af leiðandi fást óhagstæðari lán þegar fjármunir Íslenskra skattgreiðenda er haldið í gíslingu af EIB vegna pólitískra þvingunaraðgerða.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=89246

http://www.eib.org/projects/press/2009/2009-226-eib-lends-eur-170-million-for-geothermal-energy-project-in-iceland.htm

http://www.eib.org/projects/regions/enlargement/iceland/index.htm?lang=-en

Eggert Sigurbergsson, 17.3.2011 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband