Leita í fréttum mbl.is

Þetta fólk talar um vinnubrögð annarra. En hvað er þetta?

Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri þingflokks VG segir tilkynningu þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar hafa komið samstarfsfólki þeirra algjörlega í opna skjöldu enda hafi þau fyrst heyrt af málinu í kjölfar tilkynningar sem send var á alla fjölmiðla. (www.smugan.is )

Er þetta drengilegt. Sem og að þau sögðu á blaðamanna fundi að þau hafi kynnt þetta útvöldum í gær í trúnaði. Er þetta ekki að koma í bakið á félögum sínum?


mbl.is Ætla ekki að styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kallast sjálfstæð hugsun, mennska og hugrekkið til að fylgja eigin samvisku. Nokkuð sem viðhengi sem hafa aldrei aðra skoðun en yfirmenn þeirra borga fyrir geta aldrei skilið, afþví þeir eru nær kjölturökkum eða öpum en siðmenntuðum manni færum um sjálfstæðar uppgötvanir og hugsanir, þróunnarlega séð, og öll siðmenning þeirra ristir ekki dýpra í raun en talið í páfagauk. Þeir vanþróuðustu af þessu tagi eru þeir sem gera sér ekki grein fyrir þróunnarlegri stöðu sinni og verða sér til skammar með að tala illa um sér betra fólk, fólk af því tagi sem þeim er ófært að skilja eða virða, því skósveinar hræsnara og tækifærissinna, jafn illa innrættum og þeir sjálfir, en þó gæddir meiri klókindum, en sneyddir allri sannri visku, eru þeir að eðlisfari, og ekki færir um að virða andlega hærra setta einstaklinga en þessa yfirmenn sína.

Örn (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 12:13

2 identicon

Þú semsagt skrifar það og viðurkennir núna opinberlega að trúnaður við flokksfélaga sé ofar eigin samvisku og sannfæringu ?

Ég held þú ættir að fara að leita þér læknishjálpar við þessari samfylkingarveiki þinni Maggi.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 12:18

3 identicon

Ég ætla nú ekki að leggja bloggaranum orð í munn en mér sýnist hann nú ekki vera að gagnrýna að þau fari úr flokknum heldur hvernig þau stóðu að því.

Gulli (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 12:31

4 identicon

Gulli, ef þú hefur skoðað fréttina þá sögðu þau það fyrir að þau myndu ekki styðja stjórnina ef ágreiningurinn yrði ekki leistur.  Það er bara Steingrímur og forystan í flokknum sem hefur rætt það opinberlega eins og þetta væri ekki í vændum.

Þetta er ekkert nema léleg tilraun Magga til þess að gera lítið úr þessu ágæta fólki fyrir drengskaparheit þeirra.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 12:59

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Blogghöfundur hefur ekki stjórnmálaskoðanir, heldur trú. Hann trúir á Samfylkinguna og allt sem þaðan kemur er gott og blessað og honum ber að fylgja því og lofa í hvívetna.

Guðmundur Pétursson, 21.3.2011 kl. 14:36

6 identicon

Trú er nánast undantekningarlaust blind.

Í tilfelli ríkis"stjórnarinnar" er trúin einfætt og illt í hinni, blind á báðum heyrnarlaus og daufdumb.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband