Leita í fréttum mbl.is

Á rökum hverja byggja "Nei" sinnar það að við eigum ekki að skrifa undir Icesave 3

Hef verið að velta þessu fyrir mér nú síðustu daga. Helstu niðurstöður mínar eru eftirfarandi:

  • Lögfræðilega hlið málsins:Það eru aðallega 2 lögfræðingar sem vísað er til þessa dagana. Reimar Pétursson og svo Stefán Már. Reynda hef ég heyrt Stefán Már benda á að því geti fylgt mikil hætta á að ganga ekki að samningnum þó hann sé enn ekki sammála ESA. Reimar Pétursson er svona með allskonar spár um þetta og hitt sem margt hefur verið hrakið. Man t.d. eftir því að lögfræðingur benti á að rök hans fyrir því að krafan breyttist í Íslenskar krónur ef að Bretar og Hollendingar myndu sækja málið fyrir dómsstóla hér væru óstudd þar sem fyrir þeim væri ekkert fordæmi.
  • Hagfræðilega hlið málsins:Það eru sennileg 5 til 6 hagfræðingar sem Nei sinnar vitna í. Þetta eru t.d. Gunnar Tómasson sem hefur nú nokkuð sérstæðar skoðanir á málum nú þegar hann er kominn á eftirlaun. Og nokkrir með hagfræðimenntun til viðbótar sem fæstir starfa sem slíkir í dag. Þetta eru menn sem boða að Icesave kosti okkur hundruð ef ekki þúsundir milljarða. Og fólk kaupir þetta.
  • Svo er það stjórnamálmenn:Svona eins og Sigmundur Davíð sem hikar ekki við að spá því að Bretar og Hollendingar nenni ekki að rukka okkur ef við neitum að veita ábyrgð á innistæðum á Icesave. Maður sem hefur held ég aldrei starfað að milliríkjasamningum, deilum, varla sem hagfræðingur. Og lifir fyrir svona patent lausnir eins og stór lán frá Noregi, að kaupa allar skuldir íslendinga á útsölu og lækka þau niður í ekki neitt.

Og svo er það "Nei" kórinn sem stjórnað og peppaður upp af leikmönnum sem láta eins og þeir séu snillingar í lögfræði af því að þeir hafa lesið eitthvað á netinu. Muna ekkert eftir því að lagatexti er eitthvað sem menn þurfa yfirleitt að mennta sig til að læra að túlka hann sérstaklega í erlendum lögum. Því menn verða að getað túlkað hann og skoðað dómafordæmi En þessir menn fara hér hamförum eins og þeir séu útlærðir sérfræðingar í Evrópulögum og eru búnir að telja fólki trú um að ef það samþykkji ekki Icesave þá gufi það upp.

Allir aðrir hvort sem það eru Samtök Atvinnuveitenda verslunar, fjármálafyrirtækja, iðnaðarins og verkalýðshreyfingin, 70% þingmanna, sérfræðingar sem unnu að samningaviðræðum við Breta og Hollendinga og nærri sama hverja við nefnum þeir telja að samningurinn sé það góður að minni áhætta sé að taka honum en að láta þetta ganga næstu 5 árin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað veist þú,Magnús minn,hvað veit ég?   Afhverju skildu lögfræðingar sem taka að sér mál vera á öndverðum meiði,hafandi lært í sömu skruddunum. Það eru sko doðrantar,ég hef setið yfir nemendum í gagnaprófum og þekki það vel. Lögfræðingur sem er skipaður verjandi meints brotamanns,leitar að lagakrókum,til að hnekkja framburði sækjanda,líklega vega sannanir þó mestu. Löglræðingar NEI-hópsins,eru með lagalegu hliðina á hreinu,bentu á hana fyrstir manna,nú viðurkennið þið já-menn hana.   Þá er gripið til þess ráðs í örvæntingu (vegna loforðs til ESB,sem er mikilvægara en öll loforð til landsmanna),að höfða til samvisku Íslendinga,sem mega ekki vamm sitt vita,en þeir eru margir.Ég hef staðið þá að því að,þekkja enga aðra hlið en þá,sem stjórnin matreiðir í Ruv.Auk samvisku brýninga er fólk hrætt með kal skemmdum á hagkerfinu,þeir eldri grípa óttann um kulda,því þeir upplifðu hann og ískalt mat smýgur inn í merg og bein. Svo koma skáldin sem reyna að spéhræða líftóruna úr fólki.Maður finnur svo sem fyrir því þegar Össur og aðrir ,,vonbiðlar,, ESB. birtast á skjánum,í þingsölum ESB. ég er ekkert að meina dúrinn hans þar,hann fer honum vel. Er þessi ríkisstjórn ekki meðvituð um hættuna á gengis breytingum og ætlar hún ekki að segja sannleikann um eignasafn L.Í. Okkar lögfræðingar munu skipta sköpum,þeir vinna af hugsjón. Kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband