Leita í fréttum mbl.is

Mjög göfugt hjá Ögmundi en vanhugsað

Setti þessa athugsemd inn á eyjan.is við sömu frétt:

Mjög göfugt hjá Ögmundi en held að hann hafi ekki hugsað þetta til enda: Svona t.d. þá þyrfti þá allt nám og uppfærsla á námstíma að vera ókeypis. Því ef að fólk hefði lítinn sem engan ávinning af því að mennta sig þá legði það ekki út í að taka námslán og lifa á lágri framfærslu á meðan á námi stendur ef það þyrfti síðan án nokkurs ávinnings að borga af námslánum næstu áratugina á meðan þeir sem fara beint á vinnumarkað slyppu við það. 

Og engin væri til í að taka að sér mjög krefjandi starf með mikilli ábyrgð ef að hann gæti án þess að það munaði ógurlega í launum sloppið við mikla ábyrgð.

Auk þess sem að við myndum upplifa að fólk kæmi ekki heim úr námi því þeim byðist mun betri kjör í öðrum löndum. Þannig t.d. fengjum við sennilega enga lækna heim úr framhaldsnámi.


mbl.is Hæstu laun verði þreföld lægstu laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki bara andskotans nóg ef verkamaður hefur 200 þús útborgað að hann palli jónsson arkitekt sé með 600 þús útborgað.. það geta auðvitað allir sem láta græðgina ráða för flutt til dubai eða los angeles eða whatever til að fá 4 milljónir á mánuði í laun.. leyfum þeim þá bara að fara en á þá íslenskt þjóðfélag að vera að borga námið undir þetta fólk.. finnst það ætti að vera bundið skyldu að vinna í x tíma á íslandi ef það fær námslán hérna.. það vita allir að maður borgar hvað 2% af launum á mánuði í námslánin og byrjar ekki að borga af þeim fyrr en 2 árum eftir að námi lýkur.

Það eru orðnar ákveðnar stéttir hérna t.d. lögfræðingar og læknar og fleiri sem finnst bara sjálfsagt að fá 20 föld verkamannalaun á mánuði. Ég er nú sjálfur rafvirki og eyddi 4 árum í það nám og ég rétt skríð í 300 þús í heildarlaun. Er þetta fólk að vinna eitthvað göfugra eða erfiðara starf en ég?

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 23:12

2 identicon

Skólarnir eru ókeypis og svo færðu vinnu hjá ríkinu þegar þú ert búinn og einu árin sem þú þarft að ramfleyta þér á lánum eru á skólatímanum.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 00:20

3 identicon

Þú ættir í raun að þakka fyrir að fá menntunina frítt og þarft ekki endilega að grenja um hærra haup af því þú fékkst að vera í fríu námi í þrjú ár. Það hlýtur að gagnast í lífinu þó það færi þér ekki endilega hærra kaup og margir stunda nám í leit að þekkingu en gera það ekki bara til að fá hærra kaup. Þú ættir að leiða hugann að því.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 00:24

4 identicon

Ég er fullkomlega sammála greinarhöfundi, sjálfur er ég í námi erlendis og sé ekki fram á það að vilja koma aftur heim ef ég þarf að lifa í sovíet-íslandi

Aron (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 03:29

5 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Aron - ef þú ert að læra erlendis með því hugarfari að geta grætt á íslendingum eftir nám - væri mér alveg sama þó þú ílentist þar......

Eyþór Örn Óskarsson, 2.5.2011 kl. 03:50

6 identicon

Sjálfur lauk ég háskólanámi, vinn fulla vinnu auk þess sem ég rek fyrirtæki sem ég kom sjálfur á laggirnar. Ég veit það vel að ef það á að fara að takmarka launin mín þannig að ég geti ekki þénað meira en 600 þús á mánuði (svo ég fari eftir dæminu hans Jóns hér að framan), þá mun ég að sjálfsögðu leggja niður reksturinn og bara vinna mína dagvinnu. Ég er viss um að ég sé ekki sá eini í þessari stöðu þannig að það myndu mörg fyrirtæki hætta rekstri ef þetta væri svona.

Bjarki (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 10:07

7 identicon

Vá ég er með 125 þús útborgað í atvinnuleysisbætur.. ég gæti lifað eins og kóngur ef ég væri með 600 þús á mánuði!

Sigurður (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband