Leita í fréttum mbl.is

Menn þola ekki að þrátt fyrir mótspyrnu er ríkisstjónin að koma öllum sínum málum af stað.

Breytingar á kvótakerfi eru jú eitt af því sem stjórnin var mynduð um. Menn í stjórnarandstöðu hafa reynt að setja fætur fyrir stjórnvöld í hverju málinu á fætur öðru. En þrátt fyrir það er alveg ótrúlegt hverju þau hafa náð að áorka. Þessi listi er fengin af síðu Gísla Baldvinssonar á eyjunni (sjá hér: http://blog.eyjan.is/gislibal/2011/05/17/alitsgjafar-og-serfraedingar/)

Einn álitsgjafanna sem jafnframt er prófessor í sínu fagi staðhæfir að þessi ríkisstjórn hafi ekki gert neitt og ekkert frá henni komið nema til skaða. Þetta er áhyggjuefni því þó enginn hafi haft orð á þessu þá er prófessorinn stétt sinni og fagi til skammar ef eftirfarandi er skoðað:
- Hagkerfið er tekið að vaxa á ný eftir hrun.
- Verðbólga er komin niður í 2.8% úr 18.6%.
- Stýrivextir hafa lækkað úr 18% í 4,25%.
- Atvinnuleysi er hætt að aukast, er minna nú en á sama tíma á síðasta ári og lækkar næstu mánuði, samkvæmt spám.
- Mikill afgangur er af viðskiptum við útlönd – undirliggjandi viðskiptaafgangur nemur hátt í 200 milljörðum á ári.
- Skuldastaða þjóðarbúsins hefur stórbatnað – hrein staða þjóðarbúsins við útlönd er neikvæð um 18% af landsframleiðslu í ár, en var neikvæð um 112% árið 2007.
- Fjármálakerfið hefur verið endurfjármagnað.
- Ábyrg stefna í fjármálum hins opinbera sem tekið hefur verið eftir á alþjóðavettvangi. Ísland klárar AGS-áætlunina í ágúst, aðeins tæpum þremur árum eftir hrun.
- Fjárlagahallinn verður kominn í 37 milljarða í lok árs, úr 200 milljörðum árið 2008. Allar spár sýna að hagvöxtur verði jákvæður í ár og næstu ár.
- Heimilin hafa fengið lausn á vandamálum vegna gengistryggðra lána – endurútreikningi og útborgun að mestu lokið.
- Endurskipulagningu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur verið hrint í framkvæmd og fær þorri lífvænlegra en skuldugra fyrirtækja tilboð um endurskipulagningu fyrir sumarið.
- Velferðarkerfið hefur verið varið – útgjöld til velferðarmála eru hærri nú en árið 2007.
- Kjör hinna lægst launuðu hafa verið varin – kaupmáttur lægstu launa er hærri nú en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri.
- Gerðir hafa verið kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem tryggja launafólki verulegar kjarabætur. Með þeim er stigið er stórt skref í að bæta kaupmátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.

Þá hefur aldrei í sögunni verið komið lengra til að koma til móts við skuldug heimili á Íslandi en af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Með stórfelldum skuldaniðurfellingum, tugum milljarða í auknar vaxtabætur og algerri umbreytingu á réttarstöðu skuldara hafa þúsundir heimila og hundruð fyrirtækja náð að aðlagast aðstæðum og leysa úr vandanum.

Betra samfélag er að verða til. Unnið markvisst að ýmsum réttlætis- og mannréttindamálum sem jafnaðarmenn og félagshyggjufólk hefur lengi barist fyrir og komið mörgum af þeim í framkvæmd nú þegar, þótt kjörtímabilið sé aðeins hálfnað:

- Heildarendurskoðun þjóðarinnar á stjórnarskrá Íslands hafin í fyrsta sinn með Stjórnlagaráði.
- Fjármálaeftirlitið stóreflt með hærri framlögum frá fjármálafyrirtækjum.
- Starfshættir og skipulag Stjórnarráðsins stokkað upp með lærdómarannsóknarskýrslunnar að leiðarljósi.
- Reglum um skipan dómara breytt – nú ráða ekki ráðherrar einir.
- Ný löggjöf sett um fjármálamarkað með hertum reglum.
- Fagleg yfirstjórn sett yfir Seðlabanka Íslands og peningastefnunefnd sett á fót með auknu gegnsæi.
- Umgjörð um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna gjörbreytt – Ísland komið í fremstu röð.
- Forréttindi alþingismanna og ráðherra til lífeyrisréttinda afnumin.
- Bann sett við vændiskaupum.
- Ein hjúskaparlög sett fyrir alla.
- Sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á heimilum fyrir börn greiddar.
- Baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi og mansali sett á oddinn.
- Aðildarviðræður við ESB hafnar – niðurstöðurnar verða lagðar fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.


mbl.is Reynt að tryggja sjávarútvegi stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Magnús Helgi !

Þessi lofgjörðarulla; frá Alþingi og Stjórnarráði, flæddu einnig yfir, Vorin; 2009 og 2010.

Hvað; hefir áunnist, Kópavogsbúi góður ?

Vissu menn ekki betur; sem til skrifa þinna þekkja, Magnús minn, mætti ætla, að Dr. Joseph Goebbels væri afturgenginn, í fullum skrúða, ber andi lygar sínar á torg - sem fyrrum, í þágu sinna húsbænda.

Er það kannski markmið þitt; að feta hans slóð, ágæti drengur ?

Með; kveðjum vorkunnar og umburðarlyndis, að þessu sinni, úr Árnes þingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband