Leita í fréttum mbl.is

Kæru kvótaeigendur og útgerðir!

Mikið held ég að staða ykkar væri nú betri ef þið hefðuð að minnsta kosti tekið undir eða jafnvel haft frumkvæði að því að borga hærra auðlindagjald/rentu. Ef þið hefðu samþykkt takmarkanir við framsali á einhvern hátt. Ef þið hefðuð ekki gert í því að kaupa upp nær alla smærri útgerðamenn með því að sprengja upp verðið á kvótanum. Ef þið hefðuð samþykkt að þeir sem ekki nýta kvótan sinn sjálfir gætu ekki með brögðum leigt hann öðrum á okur verði og lifað svo sjálfir góðu lífi á leigunni.

Eins náttúrulega ef kvótaeigendur hefðu ekki verið svona gráðugir og skuldsett sig svona rosalega til að fá peninga til að fjárfesta í einhverjum skýjaborgum alls óviðkomandi útgerð til að græða enn meira á. Eitthvað sem hrundi svo í andlitið á þessum mönnum sem dreymdi um að komast á lista ríku mannanna í Evrópu. Ef menn hefðu sýnt einhverja skynsemi þá væru þeir í dag skuldlitlir og með góðan hagnað til að lifa. á.

En þessir sömu menn hafa staðið gegn öllum breytingum á kerfinu. Þeir hafa viljað sitja á þessari auðlind eins og gæsir á gulleggi. En óvart þá eiga þeir þetta ekki. Þeir greiða ekki nóg til okkar eigendanna fyrir þetta og okra á öllum sem vilja komast að þessari auðlind. Og því er staðan sú að nú dugar ekki að þeir bjóðist til að borga aðeins meira til okkar eigendanna því við vitum að þeir fara svona strax að berjast fyrir því að lækka greiðslur sína aftur. Því verður að breyta þessu varanlega.


mbl.is Bylting kerfis ábyrgðarlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þjóðnýta kvótann og senda hverju einasta mannsbarni ávísun á sinn hlut í árlegri úthlutun veiðiheimilda. Svo stofnum við kauphöll þar sem allir geta boðið sinn kvóta til sölu og þeir sem vilja fiska bjóða í hann eins og á hverju öðru uppboði. Allir gætu þá tekið upplýsta ákvörðun á hverju ári um hvort þeir vilja sjálfir veiða sinn kvóta eða selja hann öðrum sem það vill. Jafnvel mætti snua þessu við og venjulegur kvótaeigandi (Íslendingur) orðið atvinnurekandi með því að ráða einhvern annan til að veiða sinn kvóta.

Þannig yrði framsal ekki lengur vandamál því það yrði aldrei til meira en eins árs í senn => aldrei óafturkræft. Menn gætu stofnað með sér félög um kvótaeign sína til að bjóða hana út í stærri blokkum. Ekki ósvipað og eignarhaldsfélög um hlutabréfaeign. Menn gætu tryggt sér nýtingarrétt til lengri tíma með beinum samningum á milli einstaklinga eða hópa. Allir sætu við sama borð, en hagsmunir þeirra sem vilja fjárfesta í upbyggingu atvinnurekstrar væru tryggðir.

Allir sem vilja veiða fengju það. Og það besta => engin ríkisafskipti! Þar með eru veiðigjöld óþörf og engar deilur um eignarhald lengur (allir eiga sinn hlut), almenningur myndi nota árlegar tekjur af kvótaeign sinni til að borga skattana sína og eiga meiri afgang til neyslu => hvetjandi fyrir hagkerfið.

Með núverandi stjórnvöld er útilokað að þetta verði að veruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2011 kl. 15:09

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Þú kemur þarna vel að kjarna málsins, og hvers vegna ósættið er svo mikið.

Þetta snýst líklega mikið um hvert arðurinn rennur af auðlindinni, en ekki hver sér um veiðarnar. Líka hver fær að njóta atvinnu og arðs fullvinnslunnar. Og að veiðum sé þannig háttað, að ekki sé verið að kasta fiski fyrir borð og svindla og breyta tölum og skýrslum í sambandi við kvótaúthlutun.

Þar liggur meinið, sem eitrar allt og alla umræðu, eða hvað? 

Það er ekki hægt að reka sjávarútveginn lengur undir yfirborðinu og með falskar upplýsingar, ef raunhæf umræða og framkvæmdir eiga að verða til góðs. Nú er Hafró búið að viðurkenna að friðunin hafi ekki skilað meintum árangri, og það er gott, og stórt skref í rétta átt. Litlu skrefin telja mest, í stefnu að stóru takmarki. Það er ekki hægt að leysa mál á farsælan hátt, ef verið er að ljúga og falsa allt sem birt er opinberlega. Þar er gjáin, sem svo erfitt að brúa.

Það er auðvitað óafsakanlegt, án skýringa, að allt uppbyggingarstarf og velviljuð vinna Aðalsteins (Alla ríka) á Eskifirði, hafi verið með ólöglegum hætti selt burt með kvótanum frá Eskifirði, þegar gamli maðurinn hætti að geta stjórnað. Og ekki nóg með það, heldur selt úr landi! Eftir sat fólkið sem hann var að byggja starfsemina upp fyrir, atvinnulaust og með verðlaust húsnæði og húsnæðislán á óhagkvæmustu kjörum í heimi.

Hvernig er hægt að verja svona ólöglegan gjörning, án þess að útskýra í það minnsta fyrir almenningi (eigendunum fiskanna) hvernig menn voru blekktir til að selja kvótann úr landi?

Svona ólögleg dæmi eru út um allt land. Enginn getur lokað augunum fyrir þeirri staðreynd. Það dugar skammt að segja, að fólk vilji ekki vinna í fiski, því það vilja allir vinna í fiski ef launin eru mannsæmandi.

Þegar búið er að koma öllum staðreyndum upp á yfirborðið, og viðurkenna blekkinguna, er hægt að skilja og ræða framhaldið af einhverju viti og réttlætis-skilningi. Það er heiðarlegt fólk inn á milli, í útgerð, sem hefur borgað fullt verð og rúmlega það, fyrir að veiða þennan fisk, og það er ekki sanngjarnt að taka allt af þeim núna.

Þetta er flókið mál og þarfnast réttlátrar rökræðu.

En hvers vegna er ekki farin Færeyska leiðin? Sjá hér: YouTube Svindlið í Kvótakerfinu í Kompás. 

Þeirri spurningu hefur ekki enn verið svarað af stjórnvöldum, og það er svartur blettur á vinnubrögðum þeirra sem ráða. Mér er fyrirmunað að skilja, að það sé hagkvæmt að kasta mörgum tonnum af fiski fyrir borð í Íslenskri landhelgi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2011 kl. 15:46

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Þú er einn af glöggystu, réttsýnustu og víðsýnust bloggurum sem ég hef séð. Þessi hugmynd þín er í mínum augum mikilvæg í umræðuna. Þeir sem hafa eitthvað á móti þessari hugmynd þinni, koma svo með mótrök, sem verða að byggjast á réttlæti fyrir alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.6.2011 kl. 15:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Anna Sigríður, hugmyndin á rætur að rekja til Alaska. Þar tóku menn ákvörðun um það á sínum tíma að leyfa ekki utanaðkomandi fyrirtækjum að stunda olíuvinnslu nema íbúarnir fengju að njóta góðs af því til jafns við áhættuna fyrir nærumhverfi þeirra. Þetta var leyst þannig að ríkið innheimtir sérstakan skatt (auðlindagjald) af þeim sem bora eftir olíu. Íbúarnir (sem eiga olíuna í jörðinni) fá svo árlega heimsenda ávísun fyrir sínum hlut í hagnaðinum. Þessa peninga geta þeir notað til að borga skatta, fjárfesta í atvinnurekstri á svæðinu, kaupa sér nýjan bíl eða bara fara í bíó og út að borða. Allt skapar það atvinnu.

Mín hugmynd er í eðli sínu eins nema auðlindin er óveiddur fiskur í stað olíu í jörðu, og verðbréfið sem eigendurnir fá í arð er ekki ávísun á Bandaríkjadali heldur ávísun á íslenskt þorskígildi sem hægt er að selja fyrir krónur, evrur, dollara, strætómiða eða hvern annan gjaldmiðil. Þegar fisksalar væru svo farnir að taka við þessum kvittunum sem beinni greiðslu frá neytendum og nota þær svo til að kaupa birgðir frá fiskframleiðendum og þeir svo kaupa með þeim hráefni af útgerðum, þá er komin lokuð hringrás og kvittanirnar hafa öðlast ígildi gjaldmiðils sem er verðtryggður í fiski. Það væri meira að segja ekki svo stórt skref að gera þetta að ríkisgjaldmiðli, við erum nú þegar með myndir af fiski á krónunni. ;) Ég væri til í að fá launin mín í þessum gjaldmiðli! Miklu frekar en einhverjum matadorpeningum prentuðum af bankakerfinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2011 kl. 16:20

5 identicon

Magnús, menn stóðu nú gegn kvótakerfinu enda var verið að skerða heimildir þeirra til veiða. Þú áttar þig vonandi á því að það er alþingi sem skapað hefur öll lög og umgjörð sjávarútvegsins, þannig að ef þú ert ósáttur við kvótakerfið ættirðu að hnýta í stjórnvöld en ekki þá sem fara eftir lögum og reglum í landinu.

---------

Guðmundur, þetta er bara fín hugmynd. Væri þá ekki ráð að ríkið keypti til baka allar veiðiheimildirnar til að afhenda þær fólkinu í landinu.

Menn gætu svo keypt heimildirnar til sín til baka á miklu lægra verði, enda myndi verð á kvóta hrynja við þetta.

Nú eða ef þú vilt taka þetta bótalaust til ríkisins og úthluta því fara sjálfkrafa allar útgerðir á hausinn og fólk fær enn minna fyrir sinn hlut, allt að því ekki neitt.

Ástæðan fyrir að eitthvert verð er á kvóta er að menn sjái fram á að geta skapað sér þeim mun meiri tekjur út á hann og það er ólíklegt að allir íslendingar hafi hug á því að skella sér út að veiða sinn hlut... hvað þá að einhver þori að fjármagna kaup á skipum og veiðarfærum fyrir þá.

Þegar kvótanum var úthlutað á sínum tíma var það til þeirra sem stunduðu sjávarútveg, enda höfðu aðrir ekkert með kvóta að gera og í raun og veru fáránlegt að ætlast til þess að útgerðir sem verið var að skerða rétt til veiða á ættu að fara að borga fólki út í bæ fyrir þann veiðirétt sem eftir stóð. En eins og þú e.t.v. veist voru veiðar áður fyrr ekki takmarkaðar og menn mokuðu fiski á vörubílspalla... en samt gátu þeir ekki náð fram hagnaði.

Njáll (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 16:53

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Alveg rétt hjá þér Magnús því miður hefur ÞVERMÓÐSKA og GRÆÐGI útgerðamanna svipt þá öllum rétti að gera einhverjar kröfur um áframhaldandi kvótakerfi.

Vitleysan í kringum Kvótakerfið hefur undið svo uppá sig að hreinlegast er að afnema kvótastýringu og taka um nýja stefnu í fiskveiðistjórnun sem byggir ekki á EINOKUN.

Skuldsetningar í sjávarútvegi og matadorpeningarnir sem út úr þeim komu kostuðu okkur hrunið. Núna þarf að taka á þessum málum og þar sem kemur til afskrifta koma aflaheimildir að sjálfsögðu til baka. En þessi mál verður að leysa á öðrum vettvangi. Fiskveiðistjórnin og hámörkun afraksturs af auðlindinni má ekki skaðast af þessu. 

Ólafur Örn Jónsson, 23.6.2011 kl. 17:28

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Njáll: Þú virðist ekki átta þig fyllilega á hugmyndinni, samfara þessu yrði auðvitað veiðigjald og aðrar álögur ríkisins afnumdar þar sem þær yrðu þá með öllu óþarfar. Ríkið myndi einfaldlega fá sitt í gegnum tekjuskatt hinna raunverulegu kvótaeigenda (almennings) og útgerðir þyrftu að borga þeim fyrir afnot af veiðiréttindunum í stað þess að borga til ríkisins. Eftir sem áður mun þurfa að borga hin og þessi gjöld, það eina sem breytist er að fólkið sjálft fengi ráðstöfunarrétt yfir eignarhlut sínum í stað misviturra stjórnmálamanna með allskonar hagsmuni á bakinu. Sá sem nær mestri hagkvæmni úr sínum rekstri gæti þá boðið hæsta verðið fyrir veiðiheimildirnar, og kerfið myndi þannig beinlínis hvetja til hagkvæmni. Ef það setur allar núverandi útgerðir á hausinn þýðir það einfaldega að þær eru ekki hagkvæmar, allavega ekki lengur ef þær hafa einhverntíma verið það. Fyrirtæki sem hafa skuldsett sig upp fyrir haus með ólöglegum veðum í kvóta sem var aldrei þeirra eign, yrðu einfaldlega að súpa seyðið af eigin ákvörðunum og áhættuhegðun. Þannig virkar kapítalismi og eina "rétta" verðið er það sem markaðurinn ákveður. Hinsvegar er mannkynssagan full af dæmum um skelfilegar afleiðingar miðstýringar. Það er engum til gagns að viðhalda óhagkvæmum rekstri og skuldsetningu.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2011 kl. 13:25

8 identicon

Þetta er frábær nálgun hjá þér í þessari "athugasemd" Guðmundur. Þetta þarf ekki að vera flókið.

Ef menn geta ekki sætt sig við að sitja allir við sama borð hvernig dettur mönnum í hug að orðið geti "sátt"?

Þegar kvótakerfið var sett á í óþökk þorra manna í sjávarútvegi var brotin sátt og réttlæti. Síðan hefur kraumað óánægja almennings sem skynjar óréttlætið og sér EINOKUNINA. 

olafur jonsson (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband