Leita í fréttum mbl.is

Og á hverjum ætli Sjálfstæðismenn drífi sig að lækka skatta?

Ætli það verði ekki eins og síðast þegar þeir höfðu öll völd hér þegar að Framsókn var jú varaskeifa þeirra í hvað 12ár.

Þá var umtalað:

  • Skattar hér á auðmenn voru með því lægsta hérlendis miðað við nær öll lönd í Vestur Evrópu
  • Skattar á fyrirtæki voru með því lægsta sem gerðist í heiminum
  • Skattar á láglaunfólk var með því hæsta sem geriðst í löndum í kring um okkur
  • Bætur voru langt undir framfærslu fólk með lág laun og á bótum
Held að fólk þurfi að athuga þetta þegar þeir halda svon fram. Þeir hafa jú stjórnað hér áður um langan tíma og sporin hræða. Man fólk virkilega ekki eftir þeirri ógurlegu baráttu sem öryrkjar og láglaunafólk átti hér í áratugin fyrir og eftir aldarmót. Eins að hér voru atvnnuleysisbætur til háborandi skammar. En hér var t.d. um 5% atvinnuleysi um 1995 þannig að hér hefur aldrei verið 0% atvinnuleysi eins og fólk virðist nú halda. Og hvað geturm við sagt um tekjur sem þessir skattlitlu fyrirtæki og eigendur þeirra hafa haft á þessum tíma. Hann hefur jú eftir að þeir hafa fengið fólk til að kaupa hluti í þeim á Hlutabréfamarkaði, flutt hagnað sinn sem mest þeir máttu út en notað síðan ótakmarkað lánsfé í frekari fjárfestingar. Þannig að aðeins lítið af hagnaði þessa hóps eins og útgerðamanna og annarra fjárfesta hafa nýst okkur nema kannski í endalausar glerhallir og lúxus sem skapa engar tekjur að ráði fyrir okkur.
mbl.is Fyrsta verk að lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fyrta verk að lækka skatta"

Lindex, Rólex, hljómleikar út um allar jarðir, uppselt, Harpa, uppselt. Hvað er í gangi á þessu geðveikrahæli.

Engin heimili hafa það eins gott efnahagslega í Evrópu, eins og hér, segir Arion banki og allt verðtryggigunni að þakka. Kanki Steingrímur J. sé ekki eins grænn og margir halda fram. Af hverju hækkar hann ekki bara skattana enn meir svona um 10 - 20% á hvern málaflokk og eflir almenna velferð, með tækni sjúkrahúsi og örfar íslenska lækna að koma heim með hækkandi launum? Ég er fullkomlega hættur að botna í þessari Guðs voluðu þjóð. Eru þetta kretitkortin eða svona óheyrilega sterk sjálfseyðingarhvöt? Sterkasta orðatiltæki í íslenskri tungu er: "Þetta reddast".

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband