Leita í fréttum mbl.is

Er ekki kominn tími til að setja krónuna á eftirlaun?

Það er nokkuð ljóst að verðbólga nú er náttúrulega að mælast hærri vegna kauphækkana sl sumar. Þeim hefur að stórumhluta verið velt inn i verðlag síðustu mánuði síðasta árs. Sem og að vöruverð hefur hækkað vegna þess að krónan sígur stöðugt. Íslenska krónan er mynt sem stöðugt missir verðgildi sitt, hækkar hér verð og rýrir kaupmátt. Nú síðustu hækkanir eru m.a. vegna þess að búvörur og grænmeti hefur hækkað um 10% sem og opinber gjöld sem hækka náttúrulega vegna hækkunar á kostnaði.

Íslenska krónan er ekki gjaldgeng nema gegn okurvöxtum í lántökum og þarf þar að styðjast við systur henna "vertryggðu krónuna". Við getum ekki flutt inn ódýrari matvæli vegna takmarkana á innflutningi. Ég slæ á það að ef við hefðum möguleika á að flytja hingið inn ódýrari matvæli þá myndi kaupmáttur hér aukast um a.m.k. 10%. Og vöruverð hér lækka um kannski 15%. Sem og að ef við gengjum í ESB þá fengjum við nýja mynt innan 4 ára og þar með væri verðtrygging úr sögunni. 


mbl.is Ekki meiri verðbólga í 20 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Skrif þín litast af miklu skilningsleysi. Af hverju féll krónan árið 2008? Það gerðist vegna nauðsynlegrar leiðréttingar en Seðlabankinn hafði auðvitað með afskiptum sínum falsað gengi krónunnar. Það sama er að gerast núna með gjaldeyrishöftunum. Okkar vandi liggur ekki í krónunni heldur lélegri efnahagsstjórn. Heldur þú að miklar skuldir okkar hafi ekki áhrif á gengi krónunnar? Vg og Sf hafa aukið á skuldir okkar.

Við getum ekki tekið upp evruna fyrr en eftir langan tíma jafnvel þó við göngum í ESB. Hefur þú ekki heyrt talað um Maastricht skilyrðin? Hefur þú hugmynd út á hvað þau ganga? Þetta er því einfaldlega rangt hjá þér.

Segðu svo Spánverjum, Grikkjum, Ítölum og Portúgölum hvað evran er frábær og hvernig hún hefur alveg bjargað þeim :-)

Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 09:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Magnú, hvernig væri nú að skoða hlutina aðeins áður en er farið að vera með svona INNLIMUNARSINNA-VÆL?????  Staðreyndin er sú að matvælaverð í ESB ríkjunum er u.þ.b 20 - 35% lægra en á Íslandi, þetta er c.a sá kostnaður sem er við að flytja vöruna til Íslands (fer að sjálfsögðu eftir því hvaða land á í hlut).  ERU INNLIMUNARSINNAR VIRKILEGA Á ÞVÍ AÐ ESB MYNDI GREIÐA FYRIR FLUTNING MATVÆLA TIL ÍSLANDS TIL ÞESS AÐ MATVÆLAVERÐ YRÐI SAMA OG Í ESB- RÍKJUNUM???  Fullyrðingar þínar um krónuna eru  ALRANGAR, eins og flest annað í þínum málflutningi.  Verðbólgan er ALLS ekki krónunni að kenna og náttúrulega ekki verðtryggingin heldur.  Um er að ræða arfaslaka efnahagsstjórnun alveg frá lýðveldisstofnun, klíkuskap og óráðsíu, ÞESSU VERÐUR EKKI KIPPT Í LIÐINN MEÐ ÞVÍ AÐ HLAUPA Í INNLIMUN Í ESB OG TAKA UPP AÐRA MYNT, SEM MYNDI KALLAST AÐ HLAUPA FRÁ VANDANUM..........

Jóhann Elíasson, 28.1.2012 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband