Leita í fréttum mbl.is

Sorry þetta er svona skíta mix sem börn og barnabörn eiga að borga.

Þessi lausn sem fólk er farið að tala um núna að láta lífeyrirsjóði borga lækkun lána er svona að velta vanda fólks núna yfir á framtíðinna.  T.d. á ég eftir að sjá kynslóð sem fengi lækkun lána núna gegn því að lífeyristaka þeirra byrji seinna sem því nemur ganga upp. Og hvað með fólkið sem hvorki þarf né fær neina lækkun lána núna á það að bera þessar birgðar bara sí svona. Eins þegar sá tími nálgast þegar fólk er að nálgast eftirlauna aldur fara margir að veikjast og ef eftirlaunaaldur verður t.d. 70 til 75 ár þá á öryrkjum og fólki sem ekki getur unnið og fær því örorku eftir að aukast gríðarlega. Og þá verður að leita til skattgreiðenda áfram í gengum Tryggingarstofnun sem er jú algjörlega undir valdi Alþingis og fjárlaga og því stefnu stjórnvalda.Og t.d. á tímum Sjálfstæðisflokks og framsóknar voru greiðslur TR skammarlega lágar. Og ekkert sem kemur í veg fyrir að það verði aftur.  Eins gleyma þingmenn að árgangar sem eru að fara á eftirlaun svona upp úr 2020 eru stærstu árgangar sögunar og því var einmitt komið upp þessu kerfi því annars stefndi í að við gætum ekki framfært eldri íbúum þessa lands.

En ég ræð ekki og ég er viss um að þetta verður leiðinn sem verður valin. Og því dætur mínar og barnabörn sem koma til með að borga fyrir. Og hvað gerir fólk svo eftir 5 ár ef að verðbólgan heldur áfram svona eins og hún gerir þ.e. í 5% þá hækka lánin jú áfram. Á þá aftur að taka af lífeyrissjóðum í þetta. Vona bara að þetta verði rannsakað áður en rokið er í framkvæmdir. Þetta verðir skoða þannig að fólk fái nákvæma mynd af því til hvers þetta leiðir.


mbl.is Verðtryggð lán verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afhverju ekki að rukka fyrst útrásarvíkingana sem stálu lífeyrinum okkar, áður en heimilin eru sett í sjálfsskuldarábyrgð fyrir klúðri þeirra?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 17:28

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki búið að hirða af þeim flest sem þeir áttu í raun. Einhver þýskur banki held ég að eigi Actavis,við eigum Landsbankann, kröfuhafar eiga Arion og Íslandsbanka. Lífeyrissjóðir eiga fjölda félaga, og bankar annað eins. Sé ekki alveg hvað við eigum að rukka. Efast ekki um að þeir hafa komið einhverjum hundruðum milljóna undan sumir en er ekki Sérstakur með flesta þeirra í rannsókn. Held bæði að þeir hafi nú klúðrað megninu af sínu fé í einhverjar fjárfestingar aftur ef þeir högnuðust á einhverjum sölum.  Svo ég held að við verðum bara að hugsa málið eins og það blasir við okkur í dag. Og varast þá pólitík að redda málum nú og ætla að leysa þau síðar eða lát framtíðinna redda okkur. Þá fyrst megum við búast við að þetta útsker tæmist af fólki sem býðst betri staða erlendis. Finnst t.d. að fólk sem er að kvarta yfir greiðslubirgði af húsnæðislánum gleyma því að það er kannsi að borga samt minna en þeir sem eru að leigja. Þarf þá ekki að hjálpa þeim sem eru að leigja líka. Og þegar það er búið eru sennilega þeir sem tóku gengitryggðu lánin aftur komnir í vonda stöðu og á þá að byrja sama hring aftur og þá verðum við bara búin með lífeyrissjóðina. Því þetta verður á meðan við erum með krónu og verðtryggingu. Þetta gerðist m.a. upp úr 1985 og svo 1990 að verðbólgan magnaði húsnæðisskuldir. Krónan fellur stöðugt nema að henni sé haldið uppi með þennslu sem eykur verðbólgu. Og þannig verður þetta aftur og aftur þar til að við breytum hér rækilega til. En fólk virðist ekki vilja þá.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.2.2012 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband