Leita í fréttum mbl.is

Nokkur atriði sem andstæðingar ESB aðildar verða að svara

Nokkur atriði sem andstæðingar inngöngu í ESB verða að svara:

  • Nú árið 2008 féll gengi krónunar um nærri 50% og þar með lækkaði kaupmáttur hér um marga tugi %. T.d. má ætlað að laun hér að raungildir hafi lækkað um 30% í samanburði við Noreg. Hvernig ætla menn að byggja þennan kaupmátt aftur upp með krónuna sem gjaldmiðil?
  • Hér á landi verðum við nú að hafa gjaldeyrisvarasjóð upp á hvað um 5 til 700 milljarða tiltækan vegna krónunar sem við höfum þurft að taka nær allan að láni. Hvernig ætla menn að losa okkur undan því?
  • Vöruverð hér vegna falls krónunar hefur hækkað gríðarlega hvernig ætla menn að láta það ganga til baka?
  • Hér eru menn að sækjast eftir erlendum frjárfestingum. Hvernig ætla menn að höfða til almennilegra fjárfesta ef að við vegna örmyntar og takmarkaðs gjaldeyrisforða að tryggja þeim að þeir komist í burtu með sitt fjármagn þ.e. að þeir sjái ekki fram á að vera fastir hér ef þeir koma.
  •  En umfram allt hvernig ætla menn að tryggja hér stöðugleika m.a. krónunar þegar hún er svo lítil að eitt erlent fjármálafyrirtæki gæti þegar gjaldeyrishöftin eru frá gert áhlaup á krónuna og fellt hana til andskotans með því að blása á okkur?
  • Hvernig ætla menn að afnema hér verðtryggingu og tryggja fólki lága vexti með krónunni?  Nú er náttúrulega ljóst að ef vextir væru neikvæðir miðað við verðbólgu þá lánar enginn almennig óverðtryggt. Menn leika sér ekki að því að tapa eignum sínum á útlánum.

Þetta eru bara nokkur atriði sem menn þurfa að svara. Og nægir ekki eitthvað gjálfur um að við getum þetta alveg og auðveldlega. Það hefur verið reynt hér í 80 ár.


mbl.is Villikettir VG komnir á kreik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mikið óskaplega hljótið þið Samfylkigarfólk að vera stollt af hrakinu honum Össuri.

Fyrir nú utan að hafa rekið flein í stjórnarsamstarfið í Landsdómsmálinu leitar Össur upp hvert tækifæri til þess að blása í glæður sundurlyndis.

Manni dettur helst í hug að ekkert sé honum kærar en að komast sem fyrst úr stjórn.

Af hverju ? Skyldi þó ekki standa í einhverju sambandi við Landsdómsmálið og hvað þá hugsanlega kynni að koma þar fram.

Þvílíkt viðrini sem þessi maður er .

hilmar jónsson, 27.2.2012 kl. 10:01

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Magnús Helgi, allt sem þú skrifar hér að ofan lýtur að gjaldmiðlinum. Ef það eru  hagfræðileg rök fyrir því að Ísland geti ekki haldið upp eigin gjaldmiðli eru tvö ráð við því

a) Taka upp dollar og leggja krónunni

b) Taka upp fjölmyntakerfi þar sem krónan ásamt nokkrum myntum yrði lögeyrir hér á landi

Málið er með ykkur marga ESB-sinna að þið keyrið áfram gjaldmiðlaumræðu í staðinn fyrir aðildarumræðu. Útkoman verður hvorki fugl né fiskur.

Ef þú trúir í raun sem þú skrifar, og vilt raunverulega fá nýja mynt á Íslandi, þá ættir þú að einbeita þér að þeim lausnum sem nefndar eru hér að ofan. Hvorug gerir ráð fyrir framsali fullveldis til Evrópusambandsins en báðar lausnirnar mæta kröfunni um nýja mynt.

Páll Vilhjálmsson, 27.2.2012 kl. 10:22

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús Helgi það skiptir engu máli hvaða gjaldmiðill er...

Það hefur allt með stjórnandann að gera og ef að hann er ekki betri en hann er þá er það hann sem á að víkja vegna þess að annars fer allt saman á sama veg og átti að forðast...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2012 kl. 11:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gjaldmiðill hvers ríkis er besta hagstjórnartækið.  Léleg hagstjórn vondur gjaldmiðill, góð hagstjórn góður gjaldmiðill.  Annars er eins og að banka höfði við stein að reyna að segja ykkur að hér er um aðlögunarviðræður að eiga en ekki aðildarviðræður.  Það hefur margkomið fram í gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2012 kl. 11:57

5 identicon

Páll, þú hlýtur að vera að grínast. Það sér hver maður að það gengur ekki að vera með fleiri en einn gjaldmiðilþ

Alexander (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 12:25

6 identicon

Getum líka fest krónu gengið við dollar eða evru, eins og danmörk gerði við þýska markið. Eða bara við gull eða olíu, það myndi koma í veg fyrir marga hættulega fjármála gjörninga, sem fáir geta grætt á og myntin myndi stanslaust hækka í verði, allavega ef hún væri tryggð með olíu.

Karl (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 14:30

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir Magnús.

Sigurður Haraldsson, 27.2.2012 kl. 17:49

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ein stefna til glötunar er ekki af hinu góða! Sétjum eggin í körfu og förum svo af stað

Sigurður Haraldsson, 27.2.2012 kl. 17:50

9 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það er hagstjórnin sem er vandamál. Útaf lélegri hagstjórn fellur krónan nú og verðbólgan æðir upp. Það er engin töfralausn að skipta um gjaldmiðil. Vandi Grikklands var td sambland af lélegri hagstjórn og evru. Auðveldara hefði verið fyrir Grikki að taka á málum ef þeir hefðu verði með sjálfstæðan gjaldmiðil.

Hreinn Sigurðsson, 27.2.2012 kl. 21:21

10 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Gjaldeyrisvarasjóðurinn er bara bull. Enda sér hver maður að það að borga marga milljarða á ári í vexti af einhverjum sýndarvarasjóð er alveg gjörsturlað betra væri að hafa varasjóðinn mikið minni og spara vaxtagreiðslurnar þá væri td hægt að lækka álögur á eldsneyti.

Við fengjum jafn margar evrur fyrir útflutninginn okkar og við fáum í dag, innflutningurinn okkar myndi kosta jafn margar evrur og hann kostar í dag þannig að vandséð er hvernig vöruverð myndi lækka við það að taka upp evru. Enn og aftur hagstjórnin en ekki evran.

Varðandi verðtrygginguna þá virtust Jóhanna og Steingrímur hér á árum áður kunna einhver ráð til að afnema hana, en um leið og þau voru komin í ríkisstjórn þá gleymdu þau þeim.

Þar sem þú talar um að við höfum reynt þetta í 80 ár þá athugaðu það að á þessum 80 árum hafa lífskjör á Íslandi batnað og jafnast svo mikið að æfintýri er líkast.

Hreinn Sigurðsson, 27.2.2012 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband