Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt að bend Óla Birni á eftirfarandi.

Hvernig ætlar hann að koma í veg fyrir að börn okkar og  barnabörn taki á sig þessar birgðar. Hvað um 2,4 milljónir' Sér í lagi þegar hann talar fyrir því að lækka skatta og álögur? Er það ekki ávísun á það að velta vandanum á undan okkur yfir á aðra?

Síðan væri allt í lagi að benda honum á að um 800 þúsund af þessari skuld er beintengd við gjaldþrot seðlabanka sbr þessa frétt: http://smugan.is/2012/10/tap-sedlabankans-kostadi-800-thusund-a-hvert-mannsbarn-i-landinu/

„Að öllu samanlögðu má rekja tæplega 28 prósent af heildarskuldum ríkissjóðs beint til endurreisnar fjármálakerfisins“, sagði Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi í gær um skýrslu Ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins. Skýrslan kom út seint í júní síðastliðnum. Alls lagði ríkisjóður til rúma 132 milljarða í hlutafé fyrir nýju bankana þrjá.

Og þarna segir líka:

Áætlað tap Seðlabankans og ríkissjóðs vegna lánveitinga til bankakerfisins fyrir hrun var því samtals 267,2 milljarðar krónur en um það sagði Steingrímur: „Með öðrum orðum: Seðlabankinn var búinn að veita bönkunum fyrirgreiðslu fyrir hrun upp á um fjórðung af landsframleiðslu Íslands eins og hún var á árinu 2008.“

Í upphafi umræðunnar sagði frummælandinn, Magnús Orri Schram, um framangreint 267,2 milljarða króna tap:
„Ríkisendurskoðun er svartsýn á endurheimtur þessara fjármuna. Í skýrslunni segir að nokkur von sé til þess að ríkið geti endurheimt þá fjármuni sem hafa runnið til stóru bankanna þriggja, með sölu á eignarhlutum og með arðgreiðslum.  Hins  vegar liggur fyrir að ríkið varð fyrir verulegum kostnaði vegna fyrirgreiðslu Seðlabankans við bankana fyrir hrun þeirra.

Það er semsagt mat Ríkisendurskoðunar að kostnaður ríkisins við gjaldþrot Seðlabankans séu tapað fé. 267 milljarðar króna – sem gerir rúmlega 800 þúsund krónur á hvern Íslending.“

 


mbl.is Vöggugjöf og eignaupptökuskattur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband