Leita í fréttum mbl.is

Það getur verið skaðlegt að blogga.

Nú hef ég bloggað á hverjum degi síðan í október. Og það fer að nálgast að heimsóknir á síðunna mína nái 50.000 já segi og skrifa fímmtíuþúsund. Gæti sem best trúað því að það náist á morgun.

En þessu bloggi hefur fylgt aukaverkun eða réttara væri að segja aukaverkanir.

  • Nú er staðan orðin sú að þegar ég lendi í umræðum um fréttir og málefni dagsins þá er ég farinn að svara: „Ég var einmitt að blogga um þetta" og hef svo engan áhuga á að ræða þetta.
  • Og þegar einhver segir mér eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður og hef skoðun á þá get ég ekki verið nálægt nettengdri tölvu án þess að henda einhverju inn á bloggið.
  • Og þegar ég hef komið einhverju af mér inn á bloggið er það eini staðurinn sem ég nenni að rökræða málinn.
  • Þannig að það eru líkur á því að ég loki mig inni og eigi öll skoðanaskipti héðan í frá á blogginu.

Gæti maður verið kominn með bloggfíkn? Og er til meðferð við því?

computernerd[1]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

hahaha...... já, er ekki fyrsta skrefið að viðuekenna vandann

Björn Benedikt Guðnason, 18.2.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú Bjössi en hvað svo? Á maður að banka upp á hjá SÁÁ og bera við bloggfíkn eða eru til svona AA hópar fyrir bloggista? Kannski heita þeir BA.  Ég hef séð að margir útskifast úr háskólum með  BA  á eftir nafninu sínu, ætli þeir séu þá bloggfíklar?

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.2.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

ég er með BA gráðu :O..... og farinn að blogga?!? ...... fokk, ætli þetta sé eitt stórt samsæri????

Björn Benedikt Guðnason, 19.2.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband