Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing í tilefni væntanlegra áramóta! Hvað tekur við?

Svona í tilefni af þessum ummælum Þórs Saari þá fór ég að velta fyrir nýju ári og hvað tæki við eftir kosningar á næsta ári.

Útgangspunkturinn er kannski það sem menn boða að sé stefna t.d. Dögunar í efnahagsmálum. 

Afnám verðtryggingar:  Nú er ég og hef aldrei verið hrifinn af verðtryggingu. En ég furða mig á að flokkur sem er að hafa áhyggjur af afkomu heimila skýrir ekki út fyrir okkur hvernig það getur nú um þessar stundir verið betra fyrir fjölskyldur að taka verðtrygginguna af? Nú við afnám verðtryggingar þá er ljóst að lánin verða óverðtryggð með þá óverðtryggðum vöxtum sem þýðir að afborganir hækka á mánuði strax um kannski 25% eða meira. Þ.e. afborgun af óverðtryggðu 20 milljóna láni verður kannski um 135 þúsund en væri af verðtryggðu láni um 90 þúsund.  Hvað hjálpar það fjölskyldum sem í dag ráða ekki vð 90 þúsund kr. afborgun.

Hóflegir vextir: Hvernig ætla þeir að tryggja það? Í örhagkerfi þar sem ein virkjun getur aukið þensluna um nokkru %. Og innstreymi gjaldeyris í formi lána vegna hennar getur keyrt tímabundið upp gengi krónunnar þannig að hér aukist þensla. Og ætla þeir þá bara að láta verðbólgu hér rjúka upp eða hvernig á að stýra því ef ekki eru notaðir vextir til að hamla því. 

Leiðréttingar á lánum heimila: Hvað eiga menn við með því. Um það bil 60% af íbúðalánum eru við íbúðalánasjóð. Og hann eigum við. Og hvernig ætla menn um leið og lán eru lækkuð, þau gerð óverðtryggð, að láta kerfið standa undir sér. Og þá kannski hvernig á að fjármagna þessar breytingar í ljósi þess að Íbúðalánsjóður skuldar öðrum þessi lán. Reynda mest Lífeyrissjóðum. En ef þessi kostaður á að færast yfir á Lífeyrissjóði! Hver á þá að borga skerðingu á greiddum lífeyrir til  elli- og örorkulífeyrisþega. Í dag greiða lífeyrissjóðir um 70 milljarða í lífeyrir út og Tryggingarstofnun um 50 milljarða. Segjum að greiðslu Lífeyrissjóða myndu dragast við svona aðgerðir saman um kannski 30 milljarða þá þyrfti Tryggingarstofnun að greiða 30 milljörðum meira út sem nemur um 5% af heildar útgjöldum ríkisins. Sem þá væntanlega þýðir að tekjuskattar þyrftu að hækka sem nemur því. Og á hverjum lendir það? Jú skattgreiðendum núna og til framtíðar.

Held að það sé alveg sama hvernig menn láta hér um þessar mundir. Hér verður ekki stöðugleiki fyrr en að við skiptum út krónu, göngum í stærra efnahagbandalag. Og draumur um að hér gangi allt bara glimrandi með krónu og enga verðtryggingu gengur bara ekki upp. Hver haldið þið að vilji t.d. geyma peninga eða spara í svona umhverfi?

Með ósk um að menn fari nú aðeins að opna á skynsemina sem þeir hafa auðsjáanlega lokaði niður í kjallara um þessar myndir.


mbl.is „Ekki hægt að endurtaka 2007“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband