Leita í fréttum mbl.is

Sko ég ætlaði ekki tjá mig meira um þetta mál - En ég get ekki þagað núna

Svona til að byrja með þá er rétt að benda þessum ágæta manni á að það var ekki framsókn sem flutti þetta mál fyrir EFTA dómsstólnum. Það var lögfræðiteymi sem aðrir en hann mynduðu. Það stóð sig mjög vel en jafnvel foringi hans Sigmundur Davíð var ekki einu sinni viss um niðurstöðuna. 

Þó að Indefence hafi unnið gott verk þá eru þeir ekki framsókn og framsókn ekki þeir. Bendi honum svo á að lesa eftirfrandir greinar og fréttir:

http://blog.pressan.is/karl/2013/01/28/eg-hafdi-rett-fyrir-mer/

Þar sem segir m.a. 

Enginn – ekki einu sinni Sigmundur Davíð sem kann þó meira í Evrópurétti en hægt er að kunna – átti von á að fullur sigur ynnist. Ekki heldur sjálft lögfræðingateymið, sem vann greinilega frábærlega og vissi næstmest um málið sjálft og viðeigandi klásúlur í evrópskum rétti.

Lögfræðingarnir voru klökkir í morgun. Málið hefði getað endað skelfilega eða sæmilega. Flestir vonuðu sæmilega. Þeir líka.

Niðurstaðan er vonum framar.

En það vissum við ekki þegar við greiddum atkvæði, gátum ekki vitað og er gegn bæði líkum og væntingum.

Þess vegna hafði ég rétt fyrir mér þegar ég sagði já. Líka þeir sem sögðu nei.

Þeir vildu taka sénsinn, við hin ekki. Enginn vissi hvernig þessu fjárhættuspili myndi ljúka.

Nema kannske Sigmundur Davíð. Núna.

Og þessa

http://www.ruv.is/frett/varar-folk-vid-ad-fagna-um-of

Þar sem segir m.a. 

Skúli telur þó ekki ástæðu til að fagna þessu of mikið, hér sé ekki um íþróttakappleik að ræða og það sé ekki hægt að tala um sigur með einhverri léttúð. Innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið fórnarlömb í milliríkjadeilu og allt megi þetta rekja  til starfsemi íslensks banka sem íslensk yfirvöld áttu að hafa eftirlit með. „Ég held að við getum ekki gengið frá þessu máli hlæjandi þó að þessi ágreiningur sé vonandi fyrir bí.“

Og hlusta á þetta viðtal við Jóhannes Karl í Kastljósi 

Þar sem hann m.a. segir að starf lögfræðinga sé m.a. að meta áhættur. Ekkert mál sé þannig að það liggi bara ljóst fyrir. Annast þyrfti aldei dómsstóla. Menn verði að meta áhættu af því að fara með mál fyrir dóm vs. að semja um þau. Og svo framvegis.  Og hann minnir á að það eru 2 ár síðan að seinni þjóðaratkvæðgreiðslan var haldin. Síðan hefði verið samstaða um vörn Íslands og  leiðir og því var nú óvart stýrt af ríkisstjórninni.

http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/28012013/sigur-malflutningsteymisins

 Það var Árni Páll sem kom öllum aðilum málsins að því að vinna saman og skipaði lögfræðiteymið og Össur síðan sem tók við þessu auk þess sem að utanríkismálanefnd og fleiri hafa unnð að þessu. Framsókn hefur ekkert komið sérstaklega að þessu síðustu tvö árin


mbl.is Eftir Icesave er komið að heimilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Már

Rúmlega helmingur þjóðarinnar vildi taka áhættuna í trausti þess að réttlætið myndi sigra að lokum og ef þetta hefði farið á verri veg hefðum við mjög svo trúlega fengið gusuna yfir okkur frá þér og þínum líkum. Og aldrei skal gleymast svipurinn á Jóhönnu þinni, reiðiblikið í augunum og krampakippirnir í fölu andlitinu þegar henni var ljóst að þjóðin hafði talað sínu máli í óþökk hennar og henni varð ekki að ósk sinni að svíkja landið í skuldaklafa um ókominn ár. Við unnum baráttuna og framundan eru vonandi bjartir tímar í uppbyggingu en þú mátt ekki vera svo blindur í ást á Samfylkingunni að þú sjáir ekki sólina Magnús það er allt í lagi að taka niður flokksgleraugun ástundum og sjá heiminn með annari sýn.

Friðrik Már , 29.1.2013 kl. 00:49

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Jæja nafni sæll. Það lítur út fyrir að þú sért sár, svekktur og leiður yfir því að dómurinn skyldi ekki falla á annan veg. Ef það er rangt hjá mér þá´er alveg óskiljanlegt hvers vegna þú fagnar ekki niðurstöðunni eins og hver annar Íslendingur, heldur bara skattyrðist við þá sem allan tímann höfðu rétt fyrir sér.

Magnús Óskar Ingvarsson, 29.1.2013 kl. 13:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meira að segja Teitur Atlason er auðmjúklega búinn að viðurkenna að hafa haft rangt fyrir sér um Icesave. En páfinn er samt ennþá kaþólskur.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2013 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband