Leita í fréttum mbl.is

Svona virkar krónan - Kafli 10

Silfuregils
 

Íbúð á 4 milljarða króna

Nú er tíu þúsund króna seðill að koma í umferð, með mynd af lóunni. Greyið hún. Tíu þúsund króna seðlar hafa ekki áður verið til á Íslandi.

Það var alveg undir myntbreytingu árið 1980 – þá voru fjarlægð tvö núll –  að gefinn var út 5000 króna seðill með mynd af Einari Benediktssyni. Peningar voru orðnir frekar verðlitlir í þá daga, en þetta var samt nokkur fjárhæð. Maður sá ekki oft svona seðla. Varð svo að 50 krónum í myntbreytingunni.

Mig minnir að skömmu eftir hana hafi ég verið með 6000 krónur í laun á mánuði. Kannski er það misminni, maður er löngu hættur að henda reiður á þessu. Verðbólgan var slæm fyrir myntbreytinguna, eftir hana fór hún gjörsamlega úr böndunum. Þessi aðgerð var auðvitað sjónhverfing, efnahagsstjórnin breyttist ekkert við hana.

En hún hafði auðvitað viss hugarfarsáhrif.  Menn gera sér kannski ekki grein fyrir því að ef myntbreytingin hefði ekki orðið 1980 myndi kosta 150 þúsund krónur í bíó, flugfar til og frá Íslandi myndi kosta um 10 milljónir en meðalíbúð myndi kosta svo mikið sem 3-4 milljarða.

Svona hefur nú blessuð krónan skroppið saman hjá okkur.

Gamli 5000 króna seðillinn með mynd af Einari Benediktssyni varð fremur skammlífur. Svo kom myntbreytingin, en hún breytti engu um efnahagsstjórnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband