Leita í fréttum mbl.is

Er boðlegt að þessi blaðamaður skrifi fréttir um ESB?

 (fyrirsögn löguð skv. ábendingu. Hún var ekki vel sett upp  og rétt að hún var með óþörfum aukaorðum. Enda skrifuð um leið ég var að lesa fréttina sem þessi færsla er tengd við)

Hjörtur J. Guðmundsson er skv. bloggi sínu svarinn andstæðingur ESB. Hann skrifar hér að því virðist lærða grein um hvað sé hægt í samningum við ESB eða ekki. Þetta eru nú langt frá því að vera svo. T.d. nú þegar hann skrifar um undanþágur eins og þær þekkist ekki er náttúrulega barnalegt. Bretlanda hefur t.d. undanþágur frá megin tilskipunum ESB á mörgum sviðum og svo má nefna:
  • Þegar Grikkir gengu inn í Evrópusambandið var sérákvæði um bómullarframleiðslu sett inn í aðildarsamning þeirra, en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf. Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarræktunar viðurkennda í aðildarsamningum sínum. Hið sama gerðist þegar Spánverjar og Portúgalar gengu í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
  • Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum, sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
  • Eitt þekktasta dæmið um sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973, en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku. Í þeirri löggjöf felst m.a. að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í a.m.k. fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku, en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
  • Malta samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum, en samkvæmt bókun við aðildarsamninginn má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í a.m.k. fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni. Rökin fyrir þessari bókun eru m.a. að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar, sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
  • Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu. Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við ESB um sérstuðning fyrir Suður-Finnland.
  • Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og Írlands í ESB, en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki sömdu einnig sérstaklega um þannig stuðning í aðildarsamningi sínumog sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði.  Í aðildarsamningi Möltu er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og m.a. tiltekið að hún verði flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Mörg fleiri dæmi eru tekin í skýrslunni en punkturinn með færslunni hefur komið fram.  Vilji þeir félagar, eða aðrir, lesa sér betur til geta þeir smellt hér og haldið lestrinum áfram. Tekið hér

 
 

 


mbl.is Fást varanlegar undanþágur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hvaða andsotans rugl er þetta í þér núna? Má þá kanski ekki íþróttafréttamaður sem heldur með Blikum skrifa um leiki með KR?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 7.3.2013 kl. 19:50

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sko þetta blogg var alveg sambærilegt og orðræða Sjálfstæðismanna um RUV þannig að mér fannst það bara allt í lagi. En Hjörtur eins og þú sér á blogginu hans hefur verið svarinn andstæðingur ESB og ber að skoða öll hans skrif í því ljósi. Ekki um hlutlausa frétt að ræða né byggða á neinum virkilega haldbærum rökum nema hans sem eiga að sýna hvað ESB sé vont. Allt í lagi að hann segi sína skoðun en varasamt að hafa þetta merkt sem frétt. Sér í lagi þegar þetta eru hans skrif. Væri skiljanlegra ef að hann væri að tala við einhvern þ.e. viðtal.

Hér t.d. eitt dæmi um bullið í honum af blogginu hans:

ESB er búið að leggja Ísland undir sig - í huganum

Evrópusambandið á engin landssvæði sem liggja að norðurheimsskautinu en hefur hins vegar mikinn áhuga á að gera sig gildandi á svæðinu vegna hinna miklu náttúruauðlinda sem talið er að þar sé að finna og þá ekki sízt olía og gas sem sambandið þarf nauðsynlega að tryggja sér aðgang að. Hlýnandi veðurfar og bráðnun á norðurskautinu hefur aukið mjög líkurnar á að hægt verði að nýta þessar auðlindir. En til þess að tryggja stöðu sína í þeim efnum þarf Evrópusambandið að eiga landfræðilega aðkomu að svæðinu og þar kemur til sögunnar stóraukinn áhugi sambandsins á að ná yfirráðum yfir Noregi og Íslandi.

Það er engin tilviljun að nýr sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi er sérfræðingur í deilunni um nýtingu hafssvæða við norðurheimskautsbaug og lykilmaður í mótun utanríkisstefnu sambandsins í þeim efnum. Í huganum eru ráðamenn í Brussel greinilega þegar búnir að leggja Ísland og Noreg undir sig.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2013 kl. 20:11

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eins var hann þar til nýlega stjórnarmaður í Heimssýn og hefur haldið uppi baráttu gegn ESB opinberlega um áraraðir . Og því fannst mér að mbl.is ætti að birta svona grein sem pistil/viðhorf en ekki frétt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2013 kl. 20:13

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

því miður eru verkfæri nei sinna oft bara hræðsluáróður og rugl. hvers vegna skil ég ekki.

Rafn Guðmundsson, 7.3.2013 kl. 20:24

5 identicon

Vandamálið er að það eru MIKLIR hagsmunir fyrir voldugar aðildarþjóðir í ESB að komast í fiskinn okkar, þess vegna eru dæmin sem þú nefnir marklaus.

Að viðurkenna sérstöðu okkar veitir okkur ekki yfirráð yfir auðlindinni um alla framtíð. ESB gæti ákveðið að þorskur væri í útrýmingarhættu og banna alla verslun með hann líkt og ekki má versla með selaafurðir á ESB svæðinu  af því selurinn er með falleg augu.

Grímur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 20:50

6 identicon

Sæll Magnús.

Að þú skulir hneykslast á þessu lýsir bara öfgum ykkar ESB sinna umfram allt annað.

Að þínu viti er það sem sagt ekki boðlegt að þeir sem eru andstæðingar ESB aðildar tjái sig opinberlega eða skrifi fræðilegar greinar um Evrópusambandið.

Má ég vinsamlegast benda þér á að Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur- og stjórnmálafræðingur með MA gráðu í alþjóða samskiptum.

Hjörtur er því mjög vel menntaður til að fást við þetta viðfangsefni og sérlega lipur og upplýsandi blaðamaður.

Þú og allir sem fylgjast með vita auðvitað að hann er einn af örfáum þessara svo kölluðu sérfræðinga sem er mjög skeptískur á Evrópusambandið og aðildarumsókn Íslands.

Ef þú ætlar að vera sjálfum þér samkvæmur, um hvað "sé ekki boðlegt" þá getur það heldur alls "ekki verið boðlegt" að RÚV sem öfugt við Mbl á þó að vera hinn hlutlausi og hlutlægi fréttamiðill okkar landsmanna allra skuli aftur og aftur og dag eftir dag og mánuð eftir mánuð stunda grímulausan ESB áróður fyrir Evrópusambandið og ESB aðild þjóðarinnar og kalla ávallt til sömu ESB sinnuðu sérfræðingana eins og Eirík Bergmann og Baldur Þórhallsson og fleiri álíka áróðurspésa og ESB styrkþega sem allir hrópa ESB aðild lof og prís.

Fyrir nú utan það að nánast allir fréttamenn og fréttaskýrendur ríkisfjölmiðlanna eru kol hlutdrægir í allri umfjöllun sinni um ESB aðildarumsóknina.

Sem dæmi þá handvelur ESB sinninn Egill Helgason ESB sinnaða viðmælendur sína í Silfrið svo áberandi gróft að þeir eru ca 4 af hverjum 5 þegar kemur að umræðu um ESB málefni og aðildarumsóknina.

Það er svo sannarlega sem ferskur vindur að þjóðin fái kannski einstaka sinnum með því að lesa Morgunblaðið að heyra í Hirti Guðmundssyni sem fjallar um þessi mál af mikilli þekkingu og frá öðrum og víðara sjónarhóli en hinir heittrúuðu ESB sinnuðu fréttamenn gera nokkurn tímann.

Vinsamlegast svaraðu þessu nú málefnalega ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 21:10

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sko þetta blogg var alveg sambærilegt og orðræða Sjálfstæðismanna um RUV þannig að mér fannst það bara allt í lagi.

Það er mikill munur á Rúv og MBL, MBL er einkarekið og því skiptir það okkur litlu máli hvernig þeir skrifa um ESB, aftur á móti er Rúv ríkisrekið og á samkvæmt lögum séð að vera hlutlaust, þar liggur megin munurinn.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.3.2013 kl. 21:22

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er það ekki boðlegt. Enda er greinin bull frá a-ö eins og allt sem frá honum kemur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2013 kl. 22:26

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Góðu fréttirnar í dag eru þær að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins, Björgólfur Jóhannsson vill að aðildarviðræðunum verði lokið með samningi sem kosið verði um. Hann er nú einu sinni fyrrverandi forstjóri Síldarvinnslunnar og fyrverandi formaður LÍÚ svo þetta eru nú heldur betur góðar fréttir, sem ætti að sýna ákveðna stefnubreytingu hjá LÍÚ. Þá hefur Guðmundur Kristjáns, eigandi að Brym einnig lýst yfir því sama. Svo LÍÚ þvergirðinghátturinn er að hruni kominn.

Þegar svo er komið þarf ekki lengur að elta ólar við það sem Hjörtur eða Páll nokkur Vilhjálmsson hafa til málanna að leggja

Atli Hermannsson., 7.3.2013 kl. 23:35

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjörtur J. Guðmundsson er það, sem þú ert ekki, Magnús Helgi, þ.e.a.s. alger fagmaður á þessu sviði. Ég les mikið fréttir hans og veit, að þær eru afar objektíft unnar, enda hefur hann mikla skólagöngu tengda tveimur háskólagráðum sínum einmitt á þessu sérsviði. Þetta sama, faglega og ferska nálgun hans og ópartísanska umræðu í anda akademískra vinnubragða, hafa mergir hlustendur einnig upplifað þegar hann hefur komið í viðtalsþætti í útvarpi, t.d. að minnsta kosti tvisvar í klst.langa þætti á Útvarpi Sögu (í Evrópuþættinum þar, sennilega bæði skiptin). H É R er t.d. hljóðupptaka af einum slíkum þætti, 22.3. 2012 -- tengill tekinn af vefsíðu Jóns Baldurs L'Orange, sem var þáttarstjórnandi þarna. Opnaðu nú eyru þín og augu, Magnús Helgi, og dæmdu sjálfur um efnismeðferð Hjartar!

Jón Valur Jensson, 8.3.2013 kl. 00:52

11 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hmm - hjg og jb á útvarpi sögu - nei - þarf ekki lengar

Rafn Guðmundsson, 8.3.2013 kl. 01:15

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Rafn gaf sér ekki tíma til að hlusta á þáttinn -- hann tekur gott betur en 23 mínútur! Rafn tekur sig sennilega ekki þurfa á nýrri sannfæringu að halda. Eins gæti hann verið smeykur við að hlusta!

Jón Valur Jensson, 8.3.2013 kl. 01:24

13 identicon

Já, það er boðlegt. Ég er andvíg aðild að Evrópusambandinu. Er að feta svipaðan menntaveg og Hjörtur J. Guðmundsson nema með BA gráðu í stjórnmálafræði og stefni á að taka evrópufræði í framhaldsnámi. Verð ég þá loksins marktæk í umræðunni, eða verð ég það aldrei, nema að ég liggi á ESB - spenanum líkt og einn ágætur kennari við HÍ? Hvert er þitt mat?

Ég hvet þig til þess að lesa pistilinn aftur. Hann fjallar eingöngu um sjávarútvegsmál. Líkt og Hjörtur bendir réttilega á hefur EKKERT ríki innan ESB fengið varanlega undanþágu frá hinni sameiginlegu fiskveiðistjórnun ESB. Þú getur ekki fært rök gegn því vegna þess að þau eru einfaldlega ekki til!

Guðrún (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 02:19

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ég get alveg svarað spurningu þinni, Magnús: "Er þetta boðlegt að þessi viðkomandi blaðamaður skrifi fréttir um ESB?" -- Já, það væri fullkomlega boðlegt á hvaða blaði sem er. Og gættu þess, hver var umsjónarkennari (supervisor) MA-ritgerðar Hjartar á þessu sérfræðisviði: Baldur þinn Þórhallsson. -- En eru ekki allir búnir að hlusta á þáttinn?

Jón Valur Jensson, 8.3.2013 kl. 08:44

15 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mjög athyglisvert innleg hér að ofan frá "Guðrúnu" 8.3.2013 kl 02:19

Gunnlaugur I., 8.3.2013 kl. 12:49

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú gleymdir alveg Magnus Helgi, að telja upp sardinurnar 10 sem Malta fékk undanþágu að veiða.

Ragnhildur Kolka, 8.3.2013 kl. 13:37

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

málið er það, að það er svo mikil vanþekking hér uppi í kjánajóðrembingsfásinni á hvað ,,efnahagslögsaga" er - að þ.a.l., vegna vanþekkingar, þá verður aldrei neitt vit í umræðum um nefnt fyrirbrigði, ,,efnahagslögsögu". Td. er talsvert margir sem fatta ekki að það er huge munur á ,,landhelgi" og ,,efnahagslögsögu". Svo er líka til soldið sem heitir ,,fiskveiðilögsaga".

Grein heimsýnardrengsins ber þess merki, að hann hefur aldrei nokkurntíman heyrt um ofannefnt þrennt - enda hefur hann sennilega fengið hálskólagráðurnar sínar úr LÍÚ-pakka. þá er bara eðlilegt að útkoman verði bull og þvaður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.3.2013 kl. 14:21

18 identicon

Grein Hjartar stenst nú skoðun þrátt fyrir visst "slant" í henni þar sem mest er gert úr þeirri staðreynd að ekki verða veittar varanlegar undanþágur frá "yfirstjórn" ESB í sjávarútvegsmálum. Hinsvegar hefur afstaða okkar verið sú að við þurfum ekki á slíkum undanþágum að halda m.a. vegna þess að engin ESB þjóð hefur veiðireynslu hér sem gæfi þeim aðgagn að staðbundnum stofnum. Um flokkustofna þurfum við að semja hvort sem við stöndum innan eða utan ESB. Nálgunin í samningaviðræðum okkar hefur því verið á tryggja okkar hagsmuni í sérlausn en ekki undanþágu. Þannig er þetta í raun dauður punktur hjá Hirti þó svo að með greininni sé verið að búa til afskæmt hugarástand að allt annað undanþága sé óásættanlegt, sem er auðvitað firra.

Kristinn Örn Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 16:18

19 Smámynd: Haraldur Hansson

Magnús, þú ættir kannski að byrja á því aða laga fyrirsögnina. Þessi er ekki boðleg:

Er þetta boðlegt að þessi viðkomandi blaðamaður skrifi fréttir um ESB

Það er ágæt regla að fyrirsögn sé aldrei lengri en sjö orð. Taktu burt orðið "viðkomandi" sem er næstum alltaf óþarft. Þá verður hún aðeins betri.

Er þetta boðlegt að þessi blaðamaður skrifi fréttir um ESB

Úff! Það er bæði klúður og stagl að nota orðin þetta og þessi í svo stuttri setningu. Taktu "þetta" burt og þá fer að komast mynd á setninguna.

Er boðlegt að þessi blaðamaður skrifi fréttir um ESB

Höldum áfram. Skrif Hjartar flokkast ekki beint undir fréttir, enda kallarðu þau sjálfur "lærða grein" í pistlinum. Með því að taka "fréttir" burt verður fyrirsögnin enn betri:

Er boðlegt að þessi blaðamaður skrifi um ESB

Hún er enn einu orði of löng. Það gerist flóknara að pilla út orð, svo við skulum fækka atkvæðum í staðinn. Um leið verður setningin heiðarlegri:

Er boðlegt að þessi maður skrifi um ESB

Nú er bara eitt sem vantar. Fyrirsögnin er spurning, svo hún á að enda með spurningarmerki. Fullsmíðuð verður spurningin þessi:

Er boðlegt að þessi maður skrifi um ESB?

Svarið við henni er já.

Haraldur Hansson, 8.3.2013 kl. 17:37

20 identicon

Það er nákvæmlega jafn skuggalegt, vafasamt og glæpsamlegt að Evrópu-sambands-andstæðingur skrifi um ESB mál eins og að vinstri sinnaðir blaðamenn dirfist að skrifa um hægri flokka eða hægri sinnaðir blaðamenn dirfist að skrifa um vinstrimenn. Liði þér betur í Íran, þar sem aðeins leppar stjórnvalda fá að tjá sig, og þá aðeins samkvæmt flokkslínum, svo og nýjustu tilskipunum islamskra klerka? Ef ekki, sættu þig þá við þetta. Það kostar eitthvað að búa í lýðræðisríki og þeir sem eru ekki tilbúnir að borga það verð, og borga það í fullu umburðarlyndi, ættu að flytja annað. Enginn á rétt á að eyðileggja lýðræðislegt samfélag, það tók þúsundir ára að það yrði til og kostaði stórkostlegar fórnir. Enginn hefur rétt á að eyðileggja það sem margir stærstu andar mannkynssögunnar helguðu líf sitt, og fórnuðu því líka sumir. En hver sem er á rétt á að flytja, til Íran, Norður Kóreu og svo framvegis, nógir valkostir eftir í boði, og svo er Kína, Kólumbía og fleira í boði fyrir þá sem eru ekki til í að stíga skrefið alveg til fulls og vilja fyrst aðlaga sig smá. Lýðræðisríki er ekki fyrir þá sem vilja hefta rétt þeirra sem eru ekki sammála sér til að tjá sig og þeir EINIR munu geta gerst fullgildir þegnar lýðræðisríkis, menn sem í RAUN OG VERU skilja það og tilheyra því, sem eitthvað annað en viðhengi sem skilja að skoðanir ANDSTÆÐINGSINS hver sem hann er, eru NAUÐSYNLEGAR fyrir framþróun þessa dýrmæta fyrirbæris: lýðræðisins, sem er hátt hátt hafið yfir alla flokkadrætti og kreddur og þróast aldrei nema þar sem eru BÆÐI vinstri og hægrimenn, því þar sem aðeins er hugsað um hlutina út frá einni hlið, þar verður engin framþróun heldur afturför. Það er sannaður meðfæddur sálfræðilegur munur á heilastarfsemi vinstri og hægrimanna. Þeir eru nauðsynlegir fyrir samfélag sem getur þróast og svo er fjölbreytnin yfirhöfuð. Þar sem ekki er fjölbreytni er nauðsynlegt að búa hana til. Helsti galli Íslands eru einsleitar skoðanir, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru 99% miðjumoðsfyrirbæri sem eru bara copy/paste af hvert öðru. Því hefur gagnsemi fjölbreytninnar fjarlægst okkar samfélag, meðan hatrið og heiftin situr eftir, því þar sem menn fara ekki í stríð yfir raunverulegum hlutum, geta litlar smásálir samt hneykslast á því að nágrannakellingin skuli hengja upp blúndugardínur þegar allir aðrir eru með rimlagardínir eins og tískan boðar, og breiða fölbláan dúk á borðið þegar aðrir eru komnir með túrkís. Þetta er munurinn á meintu íslensku "vinstri" og "hægri" í dag. Og nákvæmlega það rík, litrík og full af fjölbreytilegum skoðunum eru íslensk stjórnmálasamskipti í dag. Sterkt dæmi um þetta er að allir bestu háskólar heim, Bandaríksir Ivy League skólar til dæmis, sneysafullir af mönnum með róttækar og raunverulegar skoðanir jafnt til vinstri sem hægri, LEITA uppi fjölbreytnina í vali á prófessorum, og veigra sér ekki við að ráða jafnvel fólk sem hefur verið kallað öfgamenn og sérvitringar, en á Íslandi var EINI raunverulega hægrisinnaði prófessorinn nær tekinn af lífi fyrir að dirfast að koma með smá fjölbreytni þarna inn.

Miðjumaður (en ekki miðjumoðsmaður) (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 14:56

21 identicon

Áhugavert hvað ESB sinnar gleyma alltaf Lissabonsamningnum þegar farið er að ræða undanþágur og telja upp 20 ára og eldri undanþágur sem dæmi um að hægt sé að fá svoleiðis fyrir Ísland. Lissabonsamningurinn BANNAR allar slíkar undanþágur - hversu erfitt er að skilja það?

Gulli (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 10:02

22 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gulli og hvar stendur það. Og afhverju erum við með undanþágu fyrir að hefja aðlögun kerfa hér að ESB fram að undirritun og samþykkt þjóðarinnar. Gaman að öllum þessum sjálfskipuðu sérfræðingunum í ESB málum sem vita í raun ekkert nema sem einhver annar sjálfskipaður sérfræðingur sagði þeim. Við erum með bestu mögulegu samningamenn okkar í þessum málum og þessir kaflar hafa ekki verið opnaðir enn. Bendi á að svipaðir sjalfskipaðir sérfræðingar sögðu líka að við gætum ekki fengið neinar undanþágur þegar við gerðum EES samninginn. Hér mund allt fyllast af erlendum togurum sem mundu útrýma Íslenskri útgerð.  Og kaupa hér upp allt land og við yrðum upp á útlendinga komin með allt. Þetta sögðu menn líka þegar við gengum í EFTA

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.3.2013 kl. 12:38

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristinn Örn Jóhannesson skrifar hér ofar:

"Hinsvegar hefur afstaða okkar verið sú að við þurfum ekki á slíkum undanþágum að halda m.a. vegna þess að engin ESB-þjóð hefur veiðireynslu hér sem gæfi þeim aðgagn að staðbundnum stofnum."

Þarna tekur Kristinn skakkan og ótraustan pól í hæðina. Bæði getur ráðherraráð ESB breytt eða afnumið "regluna um hlutfallslegan stöðugleika" og eins lengt að vild veiðireynslutímabilin (þau eru nú þegar mismunandi eftir tegundum).

Sjá nánar eftirfarandi úr sameiginlegu áliti Katrínar Jakobsd. og Ragnars Arnalds, fulltrúa VG, og Björns Bjarnasonar og Einars K. Guðfinnsonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks (hér: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/SkyrslaEvropunefndar-.pdf - Rv. 2007, bls.123-4):

"Engar líkur eru á að samist geti um milli Íslands og ESB, að 200 mílna efnahagslögsagan umhverfis Ísland verði í heild sinni viðurkennd sem sérstakt fiskveiðistjórnarkerfi undir stjórn Íslendinga enda samrýmist það ekki sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og á sér engin fordæmi nema hvað varðaði afmörkuð fiskverndarhólf. Veiðiheimildir kynnu að mestu að falla í hlut Íslendinga með hliðsjón af reglunni um hlutfallslegan stöðugleika sem byggist á sögulegri veiðireynslu. Sú regla á hins vegar eingöngu stoð í samþykktum ráðherraráðs ESB hverju sinni og ekkert er því til fyrirstöðu að henni verði breytt ef samstaða tekst um það." ––Og það hefur jafnvel verið rætt í fullri alvöru að afnema hana! (innskot mitt, JVJ; sbr. hér!).

Og áfram þar segja þau: "Íslenska efnahagslögsagan er 758.000 ferkílómetrar að stærð eða ríflega sjö sinnum stærri en landið sjálft. Íslendingar geta ekki framselt yfirráðin yfir þeim miklu auðæfum sem þar er að finna til Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkra vissu fyrir hvaða reglum verði fylgt í sjávarútvegsmálum á komandi áratugum. Engin trygging er fyrir því, að Íslendingar geti varið hagsmuni sína í þessu efni til frambúðar sem aðilar að Evrópusambandinu, þar sem ráðherraráðið tekur úrslitaákvarðanir um hámarksafla og hvaða tegundir er leyfilegt að veiða svo og um veiðiaðferðir og veiðarfæri. Í ráðherraráðinu myndu Íslendingar aðeins ráða yfir 3 atkvæðum af 348 miðað við núverandi stærð ESB."

Eftir 1. nóv. 2014 myndum við hafa þar 0,06% atkvæðavægi, ef ráðamönnum Íslands tækist narra okkur inn í þetta ofurbandalag stórlaxa Evrópu.

Jón Valur Jensson, 19.3.2013 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband