Leita í fréttum mbl.is

Sama hvað hver segir. Ríkisstjórnin hefur náð árangri við erfiðar aðstæður.

Eftirfarandi er tekið af bloggi Egils Helgasonar:

Ríkisstjórninni tókst ekki:

Að koma í gegn nýrri stjórnarskrá. Það er reyndar nokkuð langt síðan var útséð með það – en tilraunir til að reyna að ná einhverri lendingu í stjórnarskrármálinu hafa stórskaðað Samfylkinguna. Þetta sem átti að vera sigurstund fyrir hana, virkar nánast eins og banabiti.

Að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu nema að litlu leyti. Heildarlög um stjórn fiskveiða náðu ekki fram að ganga, einungis hækkun á veiðileyfagjaldi, sem sjálfsagt lækkar aftur í tíð nýrrar ríkisstjórnar. LÍÚ reyndist sterkari en ríkisstjórnin.

Að koma Íslandi í Evrópusambandið. Eins og staðan er núna er líklegast að viðræðum við ESB verði slitið eftir kosningar.

Að endurskipuleggja fjármálakerfið í anda vinstri, félagshyggulegra, sjónarmiða.

Ríkisstjórninni tókst – að nokkru leyti:

Að standa vörð um velferðarkerfið. Það var ekki sjálfgefið á tíma bankakreppu, skuldakreppu og gjaldeyriskreppu.

Að ná tökum á efnahagsmálunum þannig að Ísland varð aftur nokkurn veginn gjaldgengt meðal þjóðanna – og fær hrós fyrir á alþjóðavettvangi.

Að halda niðri atvinnuleysi.

Að standa vörð um náttúruna –  í anda stefnu Vinstri grænna.  Sumir myndu reyndar telja þetta stöðnunarstefnu, aðrir gætu sagt að VG hafi söðlað um á síðustu metrunum með kísilmálmverksmiðju á Bakka og virkjun í Bjarnarflagi.

Svo eru það skuldamálin sem sífellt er deilt um. Það var ábyggilega óheppilegt orðalag að tala um skjaldborg um heimilin. Þetta er frasi sem hefur orðið býsna dýrkeyptur, það er auðvelt að snúa út úr honum og efast um efndirnar.

Það er náttúrlega ekki svo að ekkert hafi verið gert. Gríðarlegar fjárhæðir hafa verið greiddar út í vaxtabætur, ákveðinn kúfur var tekinn af með svokallaðri 110 prósenta leið. Það var svo ekki ríkisstjórninni að þakka, en gengistryggð lán sem höfðu tíðkast í tíð fyrri stjórna voru dæmd ólögleg.

Verðtrygging er enn við lýði, en nú eru 60 prósent nýrra lána óverðtryggð. Það þýðir að verðtryggingin er að afnema sjálfa sig – hvernig sem það á eftir að reynast.

Kosningarnar nú virðast að miklu leyti snúast um að gera meira fyrir skuldara – það á alveg eftir að koma í ljós hvernig það gengur eftir og hvort ný ríkisstjórn hefur betri úrræði en sú sem er á förum. Frammistaða hennar verður að sumu leyti dæmd af því.

 Sammála að það voru sett full viðamikil markmið í stjórnarsáttmálanum. Flótti manna úr stjónarmeirihluta hjálpaði ekki. Og skærur Framsóknar og Sjálfstæðismanna eru sennilega búin að eyðileggja Alþingi eins og við þekkjum það. Og held að þrátt fyrir vilja manna að laga þetta þá verði nokkur misseri í að menn fari að vinna þar eins og þeir ættu að gera. Þannig held ég að 26 ákvæðið verði mikið notað þ..e að fólk skori á forseta að skrifa ekki undir og safni til þess undirskriftum.  Þar er búið að opan leið fyrir minnihluta Alþingis að ráða í raun miklu um stóru átakamálin. 


mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Harðarson

Ekki má gleyma að þeim mistókst að gera ríkið gjaldþrota þrátt fyrir dyggilega baráttu fyrir því í Icesave málinu.

Pétur Harðarson, 28.3.2013 kl. 11:57

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jóhönnu Sigurðardóttur tókst að ljúka stjórnmálaferli sínum eftirminnilegar en dæmi eru um.

Hún varð forsætisráðherra í 4 ár og fáum mánuðum betur og hóf kjörtímabilið með því að kveikja elda ófriðar í samfélagi sem aldrei á tíma fullveldis hafði átt við jafn mikla upplausn að glíma.

Þá upplausn mátti rekja til skelfilegrar og ábyrgðarlausrar stjórnsýslu fyrri ríkisstjórnar sem hún að sjálfsögðu átti sæti í og skildi eftir fleiri örbjarga fjölskyldur en dæmi eru um áður.

Jóhönnu tókst að kynda þetta ófriðarbál allt til síðasta dags hennar á Alþingi og hlaut að vonum miklar þakkir fyrir hjá samþingönnum. 

Árni Gunnarsson, 28.3.2013 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband